Barinn brýnn á Bókmenntahátíð Bergsteinn Sigurðsson skrifar 13. september 2005 00:01 Kristján Hreinsson, Einar Kárason, Halldór Guðmundsson og Sigurður A. Magnússon voru meðal þeirra sem hlýddu á Mehmed Uzun og Margaret Atwood í Norræna húsinu í gær. Fjöldi manns lagði leið sína í Norræna húsið og hlýddi á Mehmed Uzun og Margaret Atwood ræða um skáldverk sín á Bókmenntahátíð í hádeginu í gær. Alls taka þrjátíu skáld þátt í hátíðinni, þar af kemur 21 frá útlöndum. Þrátt fyrir slagviðri var troðið út úr dyrum í fundarsal Norræna hússins í hádeginu í gær og og ekki auður stóll í sjónmáli. Fjölbreyttur hópur fyllti salinn, en til dæmis mátti sjá glitta í Vigdísi Finnbogadóttur, Sigurð A. Magnússon, nafna hans Pálsson og Þorgrím Þráinsson. Þórarinn Eldjárn spjallaði við Uzun um verk hans en Árni Bergmann ræddi við Atwood. Góður rómur var gerður að þeim báðum, sérstaklega Atwood sem hreinlega vafði áheyrendum um fingur sér, jafn hnyttin í frásögn og hún var prúð í fasi. Bókmenntahátíð setur nokkurn svip á menningarlíf borgarinnar um þessar mundir og í flestum bókabúðum er verkum þeirra sem taka þátt í henni gert hátt undir höfði. Það mæðir líka mikið á gestunum því upplestrar, viðtöl og kokkteilboð eru daglegt brauð. En skáldin þurfa líka sínar tómstundir eins og aðrir og það veit Susan Thorpe, verkefnisstjóri hátíðarinnar. Hún hefur skipulagt dagskrá til að hafa ofan af fyrir gestunum milli anna. "Flestir rithöfundarnir eru ánægðir með dagskrána, en það er alltaf einn og einn sem gerir aðeins meiri kröfur," segir hún en ljóstrar engum nöfnum upp. Á morgun verða sagnameistararnir lóðsaðir um Þingvelli, Gullfoss og Geysi, en í farvatninu er meðal annars knattspyrnumót og ferð í Bláa lónið. Bókmenntahátíð er ekki síst hugsuð til að mynda tengsl milli rithöfunda og útgefenda og til þess kemur kráin ekki síst að góðu gagni. "Á hverju kvöldi er bar hátíðarinnar opinn í Iðnó," segir Susanne. "Það hefur sýnt sig að hann gegnir jafnan mikilvægu hlutverki til að fólk kynnist. Það myndast strax afslappað andrúmsloft, ég tala nú ekki um eftir að menn hafa fengið sér drykk og eru orðnir góðglaðir." Susanne segir stemninguna á barnum afar skemmtilega og umræðuna langt því frá að vera bundna við bækur. "Fólk talar um allt milli himins og jarðar, hvort sem það er heimalandið, veðrið, pólitík eða fótbolti." Bókmenntahátíð Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
Fjöldi manns lagði leið sína í Norræna húsið og hlýddi á Mehmed Uzun og Margaret Atwood ræða um skáldverk sín á Bókmenntahátíð í hádeginu í gær. Alls taka þrjátíu skáld þátt í hátíðinni, þar af kemur 21 frá útlöndum. Þrátt fyrir slagviðri var troðið út úr dyrum í fundarsal Norræna hússins í hádeginu í gær og og ekki auður stóll í sjónmáli. Fjölbreyttur hópur fyllti salinn, en til dæmis mátti sjá glitta í Vigdísi Finnbogadóttur, Sigurð A. Magnússon, nafna hans Pálsson og Þorgrím Þráinsson. Þórarinn Eldjárn spjallaði við Uzun um verk hans en Árni Bergmann ræddi við Atwood. Góður rómur var gerður að þeim báðum, sérstaklega Atwood sem hreinlega vafði áheyrendum um fingur sér, jafn hnyttin í frásögn og hún var prúð í fasi. Bókmenntahátíð setur nokkurn svip á menningarlíf borgarinnar um þessar mundir og í flestum bókabúðum er verkum þeirra sem taka þátt í henni gert hátt undir höfði. Það mæðir líka mikið á gestunum því upplestrar, viðtöl og kokkteilboð eru daglegt brauð. En skáldin þurfa líka sínar tómstundir eins og aðrir og það veit Susan Thorpe, verkefnisstjóri hátíðarinnar. Hún hefur skipulagt dagskrá til að hafa ofan af fyrir gestunum milli anna. "Flestir rithöfundarnir eru ánægðir með dagskrána, en það er alltaf einn og einn sem gerir aðeins meiri kröfur," segir hún en ljóstrar engum nöfnum upp. Á morgun verða sagnameistararnir lóðsaðir um Þingvelli, Gullfoss og Geysi, en í farvatninu er meðal annars knattspyrnumót og ferð í Bláa lónið. Bókmenntahátíð er ekki síst hugsuð til að mynda tengsl milli rithöfunda og útgefenda og til þess kemur kráin ekki síst að góðu gagni. "Á hverju kvöldi er bar hátíðarinnar opinn í Iðnó," segir Susanne. "Það hefur sýnt sig að hann gegnir jafnan mikilvægu hlutverki til að fólk kynnist. Það myndast strax afslappað andrúmsloft, ég tala nú ekki um eftir að menn hafa fengið sér drykk og eru orðnir góðglaðir." Susanne segir stemninguna á barnum afar skemmtilega og umræðuna langt því frá að vera bundna við bækur. "Fólk talar um allt milli himins og jarðar, hvort sem það er heimalandið, veðrið, pólitík eða fótbolti."
Bókmenntahátíð Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira