Talar við leiðtoga allra flokka 17. október 2005 23:43 Angela Merkel lýsti því yfir fyrir stundu að hún ætlaði sér að tala við leiðtoga allra stjórnmálaflokka landsins um stjórnarmyndun í Þýskalandi. Ingólfur Bjarni Sigufússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Berlín. Fréttaskýrendur eru sammála um að mestar líkur séu á samsteypustjórn stóru flokkanna, kristilegra demókrata og jafnaðarmanna, undir forystu Gerhards Schröders. Það þarf þó væntanlega flóknar viðræður til að samningar takist þeirra á milli, t.d. um hvort þeirra verður kanslari. Bæði hafa lýst yfir sigri og gert tilkall til embættisins. Merkel segir stjórnarflokkana hafa tapað í gærkvöldi sem er vissulega rétt því þeir misstu meirihlutann á þingi og geta ekki myndað stjórn aftur einir. Schröder bendir á að niðurstaðan sé ekki jafn slæm og búist hafi verið við; að kristilegir demókratar hafi líka tapað fylgi. Þeir geti ekki myndað stjórn með frjálslyndum eins og þeir hafi viljað. Samsteypustjórn flokkanna er hugsanleg undir Schröder, þrátt fyrir þessar yfirlýsingar. Talið er líklegt að Merkel verði kennt um að flokknum gekk ekki betur en raun ber vitni og að henni verði skipt út í hvelli, enda er ljóst að hún stóð ekki undir væntingum. Eftirmaðurinn gæti þá sætt sig við að vera varakanslari Schröders. Fyrir utan digurbarkalegar yfirlýsingar í ræðupúltum má segja að stjórnmálamennirnir hérna í Þýskalandi séu upp til hópa kjaftstopp. Þeir geta ekki útskýrt skilaboðin frá kjósendum sem virðast þó á margan hátt skýr, í það minnsta fyrir þá sem ræddu við kjósendur fyrir kosningarnar. Fólk hér vildi breytingar en hafði ekki trú á að þær yrðu neinar þó að Merkel yrði kanslari. Flestir voru samkvæmt könnunum á því að hvorugur stóri flokkurinn hefði öll svörin við vandamálum landsins og í ljósi þess er ekki erfitt að geta sér til um hvaða skilaboð kjósendur voru að senda í gær. Þau voru að lýsa frati á stjórnmál og stjórnmálamenn sem hafa nú á annan áratug glímt við atvinnuleysi og efnahagsstöðnun án þess að koma með lausnir sem einhverju hafa breytt. Litlu flokkarnir fengu góða kosningu sem undirstrikar hugsanlega enn frekar vilja þjóðarinnar til að sjá breytingar. Frjálslyndir fengu betra fylgi en áratugum saman, Vinstri flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt og fékk fjórðung atkvæða í Austur-Þýskalandi og græningjar töpuðu aðeins hálfu prósentustigi. Næstu skrefa er að vænta á næstu stundunum. Staðan er svo undarleg nú að enginn veit með vissu hver ætti að fá stjórnarmyndunarumboð. Stjórnmálaskýrendur hér segja að það gæti tekið margar vikur að leysa þann vanda sem kosninganiðurstöðurnar eru. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður dæmdur í átta ára fangelsi í stóra kristal-amfetamínmálinu Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira
Angela Merkel lýsti því yfir fyrir stundu að hún ætlaði sér að tala við leiðtoga allra stjórnmálaflokka landsins um stjórnarmyndun í Þýskalandi. Ingólfur Bjarni Sigufússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Berlín. Fréttaskýrendur eru sammála um að mestar líkur séu á samsteypustjórn stóru flokkanna, kristilegra demókrata og jafnaðarmanna, undir forystu Gerhards Schröders. Það þarf þó væntanlega flóknar viðræður til að samningar takist þeirra á milli, t.d. um hvort þeirra verður kanslari. Bæði hafa lýst yfir sigri og gert tilkall til embættisins. Merkel segir stjórnarflokkana hafa tapað í gærkvöldi sem er vissulega rétt því þeir misstu meirihlutann á þingi og geta ekki myndað stjórn aftur einir. Schröder bendir á að niðurstaðan sé ekki jafn slæm og búist hafi verið við; að kristilegir demókratar hafi líka tapað fylgi. Þeir geti ekki myndað stjórn með frjálslyndum eins og þeir hafi viljað. Samsteypustjórn flokkanna er hugsanleg undir Schröder, þrátt fyrir þessar yfirlýsingar. Talið er líklegt að Merkel verði kennt um að flokknum gekk ekki betur en raun ber vitni og að henni verði skipt út í hvelli, enda er ljóst að hún stóð ekki undir væntingum. Eftirmaðurinn gæti þá sætt sig við að vera varakanslari Schröders. Fyrir utan digurbarkalegar yfirlýsingar í ræðupúltum má segja að stjórnmálamennirnir hérna í Þýskalandi séu upp til hópa kjaftstopp. Þeir geta ekki útskýrt skilaboðin frá kjósendum sem virðast þó á margan hátt skýr, í það minnsta fyrir þá sem ræddu við kjósendur fyrir kosningarnar. Fólk hér vildi breytingar en hafði ekki trú á að þær yrðu neinar þó að Merkel yrði kanslari. Flestir voru samkvæmt könnunum á því að hvorugur stóri flokkurinn hefði öll svörin við vandamálum landsins og í ljósi þess er ekki erfitt að geta sér til um hvaða skilaboð kjósendur voru að senda í gær. Þau voru að lýsa frati á stjórnmál og stjórnmálamenn sem hafa nú á annan áratug glímt við atvinnuleysi og efnahagsstöðnun án þess að koma með lausnir sem einhverju hafa breytt. Litlu flokkarnir fengu góða kosningu sem undirstrikar hugsanlega enn frekar vilja þjóðarinnar til að sjá breytingar. Frjálslyndir fengu betra fylgi en áratugum saman, Vinstri flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt og fékk fjórðung atkvæða í Austur-Þýskalandi og græningjar töpuðu aðeins hálfu prósentustigi. Næstu skrefa er að vænta á næstu stundunum. Staðan er svo undarleg nú að enginn veit með vissu hver ætti að fá stjórnarmyndunarumboð. Stjórnmálaskýrendur hér segja að það gæti tekið margar vikur að leysa þann vanda sem kosninganiðurstöðurnar eru.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður dæmdur í átta ára fangelsi í stóra kristal-amfetamínmálinu Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira