Ekki refsað fyrir nauðgun 22. september 2005 00:01 Hæstiréttur hefur dæmt konu, sem var fórnarlamb hópnauðgunar, 1,1 milljón króna í bætur. Nauðgararnir ganga samt lausir og þurfa ekki að óttast að fara í fangelsi. Konan kom ein á skemmtistaðinn Nelly´s og þar hitti hún mennina þrjá, fór með þeim í partí, sem samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag, áttu allir eftir að nauðga henni. Nú, þremur árum síðar, hefur Hæstiréttur dæmt henni rífa milljón í bætur í einkamáli. Saksóknari ákvað þrátt fyrir þrábeiðni hennar og lögmanns hennar að ákæra þá ekki. Þeir fá því engan refsidóm. Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður konunnar, segir gerðar strangari kröfur í opinberum málum en einkamálum. Þar sé lögfest að vafi sé sakborningi í hag. Það sem hafi valdið því fyrst og fremst að saksóknari hafi ekki viljað taka upp málið aftur, þótt þess hafi verið farið á leit við hann og dómsmálaráðherra í tvígang, hafi verið það að rannsókn lögreglunnar hafi verið í skötulíki. Hún hafi að hans mati verið allsendis ófullnægjandi. Aðspurður að hvaða leyti það hafi verið segir Atli að lögreglan hafi horft fyrst og fremst á verknaðinn en ekki á afleiðingarnar. Þær hafi verið nauðgunarafleiðingar og öll einkenni konunnar eftir verknaðinn hafi verið á þann veg og fallið inn í allar fræðibækur um einhverjar 12-15 afleiðingar nauðgana. Atli segir að þegar um brot gegn kynfrelsi kvenna sé að ræða þá standi lögregla sig illa og hún þurfi að endurskoða vinnubrögð sín. Hún þurfi að fara að skoða afleiðingar verknaðanna. Aðspurður hvað þetta kenni fólki nú þegar Hæstiréttur dæmi konunni 1,1 milljón króna í bætur segist Atli vera stoltur af Hæstarétti í þessu máli. Fyrst og fremst sé hann þó stoltur af skjólstæðingi sínum. Konan standi kinnroðalaust fram, leiti réttar síns, vinni málið og fái uppreisn æru. Hún hjálpi sér til sjálfshjálpar. Aðspurður hver borgi bæturnar segir Atli að sótt hafi verið um þær í bótasjóð fyrir þolendur afbrota og ríkissjóður muni endurkrefja karlmennina þrjá, sem sóttir hafi verið til ábyrgðar í málinu og megi vera sakbitnir núna, um fjárhæðirnar, bæði 1,1 milljón í miskabætur og 600 þúsund króna málskostnað af báðum málsstigum. Aðspurður hvort mennirnir hefðu getað sloppið alveg segir Atli að honum hafi fundist málið þess eðlis að hann hafi aldrei trúað því að hann myndi tapa því þótt menn efist alltaf. Þetta hafi verið hópnauðgun, en fræðimenn segi þær nánast undantekningarlaust skipulagðar. Þessi hafi verið skipulögð og gróf. Atli segir að umbjóðandi sinn hafi liðið hryllilega fyrir nauðgunina. Hún hafi ekki þorað að fara út ein á kvöldin og hún hafi sýnt mikil varnarviðbrögð heima hjá sér, lokað öllum gluggum, dregið fyrir og sofið með hníf undir koddanum. Þetta séu allt þekktar afleiðingar fórnarlamba naugðana. Þótt hún fái bætur muni mennirnir ganga lausir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt konu, sem var fórnarlamb hópnauðgunar, 1,1 milljón króna í bætur. Nauðgararnir ganga samt lausir og þurfa ekki að óttast að fara í fangelsi. Konan kom ein á skemmtistaðinn Nelly´s og þar hitti hún mennina þrjá, fór með þeim í partí, sem samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag, áttu allir eftir að nauðga henni. Nú, þremur árum síðar, hefur Hæstiréttur dæmt henni rífa milljón í bætur í einkamáli. Saksóknari ákvað þrátt fyrir þrábeiðni hennar og lögmanns hennar að ákæra þá ekki. Þeir fá því engan refsidóm. Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður konunnar, segir gerðar strangari kröfur í opinberum málum en einkamálum. Þar sé lögfest að vafi sé sakborningi í hag. Það sem hafi valdið því fyrst og fremst að saksóknari hafi ekki viljað taka upp málið aftur, þótt þess hafi verið farið á leit við hann og dómsmálaráðherra í tvígang, hafi verið það að rannsókn lögreglunnar hafi verið í skötulíki. Hún hafi að hans mati verið allsendis ófullnægjandi. Aðspurður að hvaða leyti það hafi verið segir Atli að lögreglan hafi horft fyrst og fremst á verknaðinn en ekki á afleiðingarnar. Þær hafi verið nauðgunarafleiðingar og öll einkenni konunnar eftir verknaðinn hafi verið á þann veg og fallið inn í allar fræðibækur um einhverjar 12-15 afleiðingar nauðgana. Atli segir að þegar um brot gegn kynfrelsi kvenna sé að ræða þá standi lögregla sig illa og hún þurfi að endurskoða vinnubrögð sín. Hún þurfi að fara að skoða afleiðingar verknaðanna. Aðspurður hvað þetta kenni fólki nú þegar Hæstiréttur dæmi konunni 1,1 milljón króna í bætur segist Atli vera stoltur af Hæstarétti í þessu máli. Fyrst og fremst sé hann þó stoltur af skjólstæðingi sínum. Konan standi kinnroðalaust fram, leiti réttar síns, vinni málið og fái uppreisn æru. Hún hjálpi sér til sjálfshjálpar. Aðspurður hver borgi bæturnar segir Atli að sótt hafi verið um þær í bótasjóð fyrir þolendur afbrota og ríkissjóður muni endurkrefja karlmennina þrjá, sem sóttir hafi verið til ábyrgðar í málinu og megi vera sakbitnir núna, um fjárhæðirnar, bæði 1,1 milljón í miskabætur og 600 þúsund króna málskostnað af báðum málsstigum. Aðspurður hvort mennirnir hefðu getað sloppið alveg segir Atli að honum hafi fundist málið þess eðlis að hann hafi aldrei trúað því að hann myndi tapa því þótt menn efist alltaf. Þetta hafi verið hópnauðgun, en fræðimenn segi þær nánast undantekningarlaust skipulagðar. Þessi hafi verið skipulögð og gróf. Atli segir að umbjóðandi sinn hafi liðið hryllilega fyrir nauðgunina. Hún hafi ekki þorað að fara út ein á kvöldin og hún hafi sýnt mikil varnarviðbrögð heima hjá sér, lokað öllum gluggum, dregið fyrir og sofið með hníf undir koddanum. Þetta séu allt þekktar afleiðingar fórnarlamba naugðana. Þótt hún fái bætur muni mennirnir ganga lausir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira