Enn ekki skipað í Hæstaréttardóm 28. september 2005 00:01 Enn hefur dómurinn sem fjalla mun um Baugsmálið í Hæstarétti ekki verið skipaður, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar. Það er forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem ákveður hversu fjölmennur dómurinn skuli vera og hverjir skipi hann. Hæstiréttur mun á næstunni taka fyrir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa öllum ákærum í Baugsmálinu frá vegna annmarka á stórum hluta þeirra og annað hvort staðfesta úrskurðinn eða vísa málinu aftur heim í hérað og þá verður Héraðsdómur að taka málið til efnislegrar umfjöllunar. Í sjöundu grein laga um dómstóla segir að forseti Hæstaréttar ákveði hvort þrír eða fimm dómarar taki þátt í meðferð máls fyrir dómi. Síðan segir: ,,Þegar fimm eða sjö dómarar skipa dóm í máli skulu að jafnaði eiga þar sæti þeir sem lengst hafa verið skipaðir Hæstaréttardómarar." Sjö dómarar eru ekki skipaðir nema í sérlega mikilvægum málum þar sem er munnlegur málflutningur, svo í Baugsmálinu má gera ráð fyrir að þeir verði þrír eða fimm. Verði þeir fimm, þá ættu, samkvæmt þessari reglu, þessir fimm að skipa dóminn: Guðrún Erlendsdóttir, en hún hefur setið lengst allra Hæstaréttardómaranna, var skipuð 1. júlí 1986. Hrafn Bragason, skipaður 1. september 1987. Garðar Gíslason, skipaður 1. janúar 1992. Markús Sigurbjörnsson, skipaður 1. júlí 1994. Gunnlaugur Claessen, skipaður 1. september 1994. Þeir fjórir sem eftir eru, eru: Árni Kolbeinsson, sem skipaður var 1. nóvember 2000. Ingibjörg Benediktsdóttir, skipuð 1. mars 2001.Ólafur Börkur Þorvaldsson, skipaður 1. september 2003. Jón Steinar Gunnlaugsson, skipaður 15. október 2004. Forseta er þó leyfilegt að bregða út af þessari reglu um starfsaldurinn ef hann telur ástæðu til, þá í samráði við viðkomandi dómara. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Enn hefur dómurinn sem fjalla mun um Baugsmálið í Hæstarétti ekki verið skipaður, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar. Það er forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem ákveður hversu fjölmennur dómurinn skuli vera og hverjir skipi hann. Hæstiréttur mun á næstunni taka fyrir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa öllum ákærum í Baugsmálinu frá vegna annmarka á stórum hluta þeirra og annað hvort staðfesta úrskurðinn eða vísa málinu aftur heim í hérað og þá verður Héraðsdómur að taka málið til efnislegrar umfjöllunar. Í sjöundu grein laga um dómstóla segir að forseti Hæstaréttar ákveði hvort þrír eða fimm dómarar taki þátt í meðferð máls fyrir dómi. Síðan segir: ,,Þegar fimm eða sjö dómarar skipa dóm í máli skulu að jafnaði eiga þar sæti þeir sem lengst hafa verið skipaðir Hæstaréttardómarar." Sjö dómarar eru ekki skipaðir nema í sérlega mikilvægum málum þar sem er munnlegur málflutningur, svo í Baugsmálinu má gera ráð fyrir að þeir verði þrír eða fimm. Verði þeir fimm, þá ættu, samkvæmt þessari reglu, þessir fimm að skipa dóminn: Guðrún Erlendsdóttir, en hún hefur setið lengst allra Hæstaréttardómaranna, var skipuð 1. júlí 1986. Hrafn Bragason, skipaður 1. september 1987. Garðar Gíslason, skipaður 1. janúar 1992. Markús Sigurbjörnsson, skipaður 1. júlí 1994. Gunnlaugur Claessen, skipaður 1. september 1994. Þeir fjórir sem eftir eru, eru: Árni Kolbeinsson, sem skipaður var 1. nóvember 2000. Ingibjörg Benediktsdóttir, skipuð 1. mars 2001.Ólafur Börkur Þorvaldsson, skipaður 1. september 2003. Jón Steinar Gunnlaugsson, skipaður 15. október 2004. Forseta er þó leyfilegt að bregða út af þessari reglu um starfsaldurinn ef hann telur ástæðu til, þá í samráði við viðkomandi dómara. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira