Slagurinn um þriðja sætið 29. september 2005 00:01 Tæplega sjö hundruð Reykvíkingar geta tekið þátt í prófkjöri Reykjavíkurfélags vinstri grænna á morgun. Flokksmönnum í Reykjavík hefur fjölgað úr fimm hundruð frá áramótum. Tíu eru í framboði, en allir heimildarmenn blaðsins innan flokksins sem Fréttablaðið ræddi við í gær voru sammála um að úrslitin í fyrstu tvö sætin væru nokkuð ljós. Svandís muni sigra prófkjörið og Árni Þór Sigurðsson verði í öðru sæti. Slagurinn verði því um þriðja sætið, en samkvæmt nýlegum könnunum fengi flokkurinn tvo borgarfulltrúa. Þau þrjú sem helst eru talin líkleg til að verða valin í þriðja sætið eru Grímur Atlason, Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Einn heimildarmaður hafði á orði að Árni Þór hefði líklega ekki gefið eftir fyrsta sætið til að sitja í borgarstjórn til 2009. Þriðji maður á lista gæti því orðið borgarfulltrúi. Önnur fimm í framboði eru Ásta Þorleifsdóttir og Magnús Bergsson, sem koma úr hinum græna armi flokksins; Ugla Egilsdóttir, fulltrúi ungra vinstri grænna, Guðný Hildur Magnúsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson sem bæði leggja áherslu á vinstri stefnuna. Innan flokksins hefur nokkuð verið rætt um að fjölgun um tvö hundruð félaga vísi til þess að fólk sé að skrá sig til að taka þátt í prófkjörinu og segja heimildarmenn að það setji þriðja sætið í nokkra óvissu. Grímur Atlason og Þorleifur Gunnlaugsson væru báðir vel þekktir innan flokksins, Grímur þó aðeins þekktari utan hans. Þorleifur er hins vegar varaformaður Reykjavíkurfélagsins og er vel liðinn af störfum sínum. Sóley Tómasdóttir er hins vegar nýr félagi vinstri grænna en hefur verið virk í Femínistafélagi Íslands. Vilja því sumir flokksfélagar meina að margir nýir félagar í flokknum séu félagar Sóleyjar úr Femínistafélaginu. Einn benti á að nýir félagar, sem skrá sig sérstaklega fyrir prófkjörið, séu líklegri til að kjósa en gamlir félagar sem gæti því komið niður á fylgi Þorleifs. Prófkjörið verður í húsnæði VG að Suðurgötu 3 og verður hægt að kjósa frá klukkan níu um morguninn til níu að kvöldi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Tæplega sjö hundruð Reykvíkingar geta tekið þátt í prófkjöri Reykjavíkurfélags vinstri grænna á morgun. Flokksmönnum í Reykjavík hefur fjölgað úr fimm hundruð frá áramótum. Tíu eru í framboði, en allir heimildarmenn blaðsins innan flokksins sem Fréttablaðið ræddi við í gær voru sammála um að úrslitin í fyrstu tvö sætin væru nokkuð ljós. Svandís muni sigra prófkjörið og Árni Þór Sigurðsson verði í öðru sæti. Slagurinn verði því um þriðja sætið, en samkvæmt nýlegum könnunum fengi flokkurinn tvo borgarfulltrúa. Þau þrjú sem helst eru talin líkleg til að verða valin í þriðja sætið eru Grímur Atlason, Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Einn heimildarmaður hafði á orði að Árni Þór hefði líklega ekki gefið eftir fyrsta sætið til að sitja í borgarstjórn til 2009. Þriðji maður á lista gæti því orðið borgarfulltrúi. Önnur fimm í framboði eru Ásta Þorleifsdóttir og Magnús Bergsson, sem koma úr hinum græna armi flokksins; Ugla Egilsdóttir, fulltrúi ungra vinstri grænna, Guðný Hildur Magnúsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson sem bæði leggja áherslu á vinstri stefnuna. Innan flokksins hefur nokkuð verið rætt um að fjölgun um tvö hundruð félaga vísi til þess að fólk sé að skrá sig til að taka þátt í prófkjörinu og segja heimildarmenn að það setji þriðja sætið í nokkra óvissu. Grímur Atlason og Þorleifur Gunnlaugsson væru báðir vel þekktir innan flokksins, Grímur þó aðeins þekktari utan hans. Þorleifur er hins vegar varaformaður Reykjavíkurfélagsins og er vel liðinn af störfum sínum. Sóley Tómasdóttir er hins vegar nýr félagi vinstri grænna en hefur verið virk í Femínistafélagi Íslands. Vilja því sumir flokksfélagar meina að margir nýir félagar í flokknum séu félagar Sóleyjar úr Femínistafélaginu. Einn benti á að nýir félagar, sem skrá sig sérstaklega fyrir prófkjörið, séu líklegri til að kjósa en gamlir félagar sem gæti því komið niður á fylgi Þorleifs. Prófkjörið verður í húsnæði VG að Suðurgötu 3 og verður hægt að kjósa frá klukkan níu um morguninn til níu að kvöldi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira