Tyrkir æfir af reiði 3. október 2005 00:01 Óvíst er hvort Evrópusambandið hefji formlegar aðildarviðræður við Tyrki í dag, eins og áætlað var. Austurríkismenn standa í vegi fyrir því en öll aðildarlöndin 25 þurfa að samþykkja viðræðurammann. Tyrkir eru æfir af reiði yfir þessu og vanda Austurríkismönnum ekki kveðjurnar. Tyrkir hafa lengi beðið þessarar stundar. Evrópusambandið hefur notað aðildarviðræðurnar sem nokkurs konar gulrót í mörg ár, til þess að þrýsta á Tyrki um ýmsar breytingar, svo sem afnám dauðarefsingar og virðingu fyrir mannréttindum. Formlegar aðildarviðræður áttu að hefjast í Lúxemborg eftir hádegið í dag, en nú er allt í uppnámi eftir að Austurríkismenn sögðust ekki geta samþykkt að markmið viðræðnanna væri full aðild Tyrklands. Betra væri að bjóða Tyrkjum einhvers konar tvíhliða samning. Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands segir ekki koma til greina að Tyrkir gefi nokkuð eftir, nú sé nóg komið. Barátta þeirra sem ekki vilji Tyrkland inn í sambandið eigi eftir að koma í bakið á viðkomandi landi eða löndum. Tyrkir eru þegar argir yfir sífelldum kröfum Evrópusambandsins, svo sem því að Tyrkland viðurkenni Kýpur sem allra fyrst og opni hafnir og flugvelli fyrir umferð þaðan. Þeir eru heldur ekki ánægðir með kröfu Evrópuþingsins um að viðurkenna að fjöldamorð Ottómana á Armenum árið 1915 hafi verið tilraun til þjóðarmorðs. En hvers vegna eru Austurríkismenn svona mikið á móti því að Tyrkir fái inngöngu? Tyrkland er fyrir það fyrsta mjög stórt og fjölmennt land, þar búa um 72 milljónir manna og eru flestir íbúarnir múslimar. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti hinna kaþólsku Austurríkismanna er alfarið á móti því að Tyrkjum verði hleypt inn, og segja austurrísk yfirvöld að eftir kosningarnar í Frakklandi og Hollandi þar sem kjósendur höfnuðu stjórnarskrá Evrópusambandsins, séu forsendur breyttar - það hafi verið skýr skilaboð um andstöðu við inngöngu Tyrkja. Málið er snúið og að mörgu leyti vandræðalegt fyrir Evrópusambandið, en Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands , sem nú fer með forsæti í sambandinu, vinnur að því hörðum höndum að reyna að ná einhverju samkomulagi. Lettneski utanríkisráðherrann Artis Pabriks orðaði það þannig þegar hann var spurður um afleiðingarnar fyrir Evrópusambandið. ,,Ef ekki næst samkomulag í dag, má fara að líta á Evrópusambandið sem bandalag misheppnaðra ríkja sem aldrei geta tekið nokkra ákvörðun." Og samkvæmt nýjustu fréttum er Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, farin að taka þátt í samningaviðræðunum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Óvíst er hvort Evrópusambandið hefji formlegar aðildarviðræður við Tyrki í dag, eins og áætlað var. Austurríkismenn standa í vegi fyrir því en öll aðildarlöndin 25 þurfa að samþykkja viðræðurammann. Tyrkir eru æfir af reiði yfir þessu og vanda Austurríkismönnum ekki kveðjurnar. Tyrkir hafa lengi beðið þessarar stundar. Evrópusambandið hefur notað aðildarviðræðurnar sem nokkurs konar gulrót í mörg ár, til þess að þrýsta á Tyrki um ýmsar breytingar, svo sem afnám dauðarefsingar og virðingu fyrir mannréttindum. Formlegar aðildarviðræður áttu að hefjast í Lúxemborg eftir hádegið í dag, en nú er allt í uppnámi eftir að Austurríkismenn sögðust ekki geta samþykkt að markmið viðræðnanna væri full aðild Tyrklands. Betra væri að bjóða Tyrkjum einhvers konar tvíhliða samning. Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands segir ekki koma til greina að Tyrkir gefi nokkuð eftir, nú sé nóg komið. Barátta þeirra sem ekki vilji Tyrkland inn í sambandið eigi eftir að koma í bakið á viðkomandi landi eða löndum. Tyrkir eru þegar argir yfir sífelldum kröfum Evrópusambandsins, svo sem því að Tyrkland viðurkenni Kýpur sem allra fyrst og opni hafnir og flugvelli fyrir umferð þaðan. Þeir eru heldur ekki ánægðir með kröfu Evrópuþingsins um að viðurkenna að fjöldamorð Ottómana á Armenum árið 1915 hafi verið tilraun til þjóðarmorðs. En hvers vegna eru Austurríkismenn svona mikið á móti því að Tyrkir fái inngöngu? Tyrkland er fyrir það fyrsta mjög stórt og fjölmennt land, þar búa um 72 milljónir manna og eru flestir íbúarnir múslimar. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti hinna kaþólsku Austurríkismanna er alfarið á móti því að Tyrkjum verði hleypt inn, og segja austurrísk yfirvöld að eftir kosningarnar í Frakklandi og Hollandi þar sem kjósendur höfnuðu stjórnarskrá Evrópusambandsins, séu forsendur breyttar - það hafi verið skýr skilaboð um andstöðu við inngöngu Tyrkja. Málið er snúið og að mörgu leyti vandræðalegt fyrir Evrópusambandið, en Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands , sem nú fer með forsæti í sambandinu, vinnur að því hörðum höndum að reyna að ná einhverju samkomulagi. Lettneski utanríkisráðherrann Artis Pabriks orðaði það þannig þegar hann var spurður um afleiðingarnar fyrir Evrópusambandið. ,,Ef ekki næst samkomulag í dag, má fara að líta á Evrópusambandið sem bandalag misheppnaðra ríkja sem aldrei geta tekið nokkra ákvörðun." Og samkvæmt nýjustu fréttum er Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, farin að taka þátt í samningaviðræðunum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira