Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2025 12:39 Grafalvarlegt ástand ríkir nú meðal annars á Gasaströndinni í Palestínu. AP/Abdel Kareem Hana Aldrei síðan í fyrri heimsstyrjöldinni hafa jafn mörg stríð geysað í heiminum og nú. Bæði hefur fjöldi stríða og átaka farið vaxandi á heimsvísu og þá er að eiga sér stað aukin hervæðing samkvæmt nýrri rannsókn. Hin danska Isabel Bramsen, lektor í friðar- og átakafræðum hjá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð, leiddi rannsóknina sem kynnt verður síðar í dag, 5. maí, þegar áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur undan hernámi nasista í síðari heimsstyrjöld. Bramsen ræddi helstu niðurstöður rannsóknarinnar í samtali við DR þar sem fram kemur að heimurinn standi á vafasömum tímamótum. „Í sögulegu samhengi erum við stödd í mjög órólegum heimi. Við erum með mestan fjölda virkra stríða, 56 stykki, síðan í seinni heimsstyrjöldinni,“ segir Bramsen við DR. Dönsku konungshjónin sóttu athöfn í gær í tilefni af því að áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur.Ritzau/Ida Marie Odgaard Hlýnun jarðar meðal sökudólga Nokkrir þættir kunni að skýra þá stöðu sem uppi er í heiminum í dag. Í fyrsta lagi blasi við breytt heimsmynd frá því sem þekkst hefur undanfarna áratugi, þar sem Bandaríkin hafa haft yfirburðastöðu á alþjóðavettvangi. Merki séu um að þetta sé að breytast og valdakapphlaup að aukast milli Kína, Rússlands og Bandaríkjanna. Þar að auki segir Bramsen að svæðisbundin borgarastríð séu farin að teygja anga sína út fyrir landamæri og verða að alþjóðlegum borgarastríðum þar sem önnur ríki blanda sér inn í deilurnar. Þá kunni loftslagsbreytingar einnig að hafa áhrif. „Jörð, land og jarðefni hafa aðra þýðingu og virði í krafti hnattrænnar hlýnunar,“ er haft eftir Bramsen. Vopnavæðing sú mesta síðan í Kalda stríðinu Athygli vekur einnig að það er ekki aðeins fjöldi stríða sem fer vaxandi. Í skýrslunni kemur einnig fram að hernaðarviðbúnaður, meðal annars með vopnaframleiðslu, hefur aukist um 9,4% á síðastliðnu ári. Horfa þarf aftur til ára Kalda stríðsins til að sjá álíka aukningu á þessu sviði. Aukin vopnavæðing er fyrst og fremst að eiga sér stað í Evrópu vegna stríðsins í Úkraínu, en einnig í Miðausturlöndum sem rakið er til ástandsins á Gasa og sambandsins milli Bandaríkjanna, Íran og Sádi-Arabíu. Viðbragðsaðilar í Úkraínu deildu þessari mynd eftir enn eina árás Rússa í Úkraínu um helgina.Ukrainian Emergency Service „Í grundvallaratriðum er þetta mjög alvarlegt. Fjöldi vopna um allan heim er nokkuð sem hefur áhrif á hættuna á því að þau verði notuð,“ segir Bramsen. Aukin vopnavæðing, jafnvel þótt hún sé hugsuð til þess eins að tryggja öryggi- og varnir, geti leitt til stigmögnununar þvert á markmið um frið. Ef eitt ríki til að mynda stækkar vopnabúr sitt til að efla varnir sínar sé það líklegt til að leiða til þess að önnur ríki geri það sama og þetta getur haft keðjuverkandi áhrif. Raunverulegar ógnir skýri þetta þó að einhverju leiti einnig, til að mynda í tilfelli Evrópu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. „Við erum stödd á þeim tíma að það eru að myndast nýr valdastrúktúr í heiminum sem einnig hefur í för með sér óöryggi. Þetta leiðir til aukinnar hervæðingar til að geta varið sig,“ segir Bramsen. Danmörk Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Hin danska Isabel Bramsen, lektor í friðar- og átakafræðum hjá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð, leiddi rannsóknina sem kynnt verður síðar í dag, 5. maí, þegar áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur undan hernámi nasista í síðari heimsstyrjöld. Bramsen ræddi helstu niðurstöður rannsóknarinnar í samtali við DR þar sem fram kemur að heimurinn standi á vafasömum tímamótum. „Í sögulegu samhengi erum við stödd í mjög órólegum heimi. Við erum með mestan fjölda virkra stríða, 56 stykki, síðan í seinni heimsstyrjöldinni,“ segir Bramsen við DR. Dönsku konungshjónin sóttu athöfn í gær í tilefni af því að áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur.Ritzau/Ida Marie Odgaard Hlýnun jarðar meðal sökudólga Nokkrir þættir kunni að skýra þá stöðu sem uppi er í heiminum í dag. Í fyrsta lagi blasi við breytt heimsmynd frá því sem þekkst hefur undanfarna áratugi, þar sem Bandaríkin hafa haft yfirburðastöðu á alþjóðavettvangi. Merki séu um að þetta sé að breytast og valdakapphlaup að aukast milli Kína, Rússlands og Bandaríkjanna. Þar að auki segir Bramsen að svæðisbundin borgarastríð séu farin að teygja anga sína út fyrir landamæri og verða að alþjóðlegum borgarastríðum þar sem önnur ríki blanda sér inn í deilurnar. Þá kunni loftslagsbreytingar einnig að hafa áhrif. „Jörð, land og jarðefni hafa aðra þýðingu og virði í krafti hnattrænnar hlýnunar,“ er haft eftir Bramsen. Vopnavæðing sú mesta síðan í Kalda stríðinu Athygli vekur einnig að það er ekki aðeins fjöldi stríða sem fer vaxandi. Í skýrslunni kemur einnig fram að hernaðarviðbúnaður, meðal annars með vopnaframleiðslu, hefur aukist um 9,4% á síðastliðnu ári. Horfa þarf aftur til ára Kalda stríðsins til að sjá álíka aukningu á þessu sviði. Aukin vopnavæðing er fyrst og fremst að eiga sér stað í Evrópu vegna stríðsins í Úkraínu, en einnig í Miðausturlöndum sem rakið er til ástandsins á Gasa og sambandsins milli Bandaríkjanna, Íran og Sádi-Arabíu. Viðbragðsaðilar í Úkraínu deildu þessari mynd eftir enn eina árás Rússa í Úkraínu um helgina.Ukrainian Emergency Service „Í grundvallaratriðum er þetta mjög alvarlegt. Fjöldi vopna um allan heim er nokkuð sem hefur áhrif á hættuna á því að þau verði notuð,“ segir Bramsen. Aukin vopnavæðing, jafnvel þótt hún sé hugsuð til þess eins að tryggja öryggi- og varnir, geti leitt til stigmögnununar þvert á markmið um frið. Ef eitt ríki til að mynda stækkar vopnabúr sitt til að efla varnir sínar sé það líklegt til að leiða til þess að önnur ríki geri það sama og þetta getur haft keðjuverkandi áhrif. Raunverulegar ógnir skýri þetta þó að einhverju leiti einnig, til að mynda í tilfelli Evrópu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. „Við erum stödd á þeim tíma að það eru að myndast nýr valdastrúktúr í heiminum sem einnig hefur í för með sér óöryggi. Þetta leiðir til aukinnar hervæðingar til að geta varið sig,“ segir Bramsen.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira