Sameining ólíkleg á Reykjanesi 4. október 2005 00:01 Bæjarstjóri Reykjanessbæjar segir ólíklegt að af sameiningu Reykjanessbæjar, Garðs og Sandgerðis verði, þótt hann telji það einu skynsamlegu lausnina. Skiptar skoðanir eru á því hvort sameining Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis sé skynsamleg. Kosningar eru framundan en ellefu ár eru síðan Keflavík, Hafnir og Njarðvík sameinuðust í Reykjanesbæ. Og skoðanirnar eru sterkar. Sigurður Jónsson, bæjarstjóri í Garði, segir 1400 manns búa þar og sveitarfélagið eigi sér 97 ára sögu og sé í sífelldri sókn. Íbúum hafi fjölgað mikið og bæjaryfirvöld geti veitt alla þá þjónustu sem með þurfi þannig að hann telji enga ástæðu til þess að bæjarfélögin þrjú sameinist nú. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort eigin hagsmunir spili inn í en líklegt þykir að ef sameiningu verði muni bæjarstjórinn í Reykjanesbæ einn halda starfi sínu. Aðspurður hvort hann sé ekki bara hræddur um að missa vinnuna segir Sigurður að bæjarstjórastarfið sé ekki það öruggasta starf sem hægt sé að velja sér. Kosið sé á fjögurra ára fresti og þá geti orðið meirihlutaskipti. Sigurður hvetur sitt fólk til að hafna sameiningu og segir Garð hafa alla burði til að vera sjálfstætt bæjarfélag. Það sé mun nær að fólk velji sér sjálft sína menn sem það vilji að stjórni fremur en að það sé í einhverri fjarlægð í stóru sveitarfélagi. Áhuginn fyrir sameiningu eru þó meiri í Reykjanesbæ. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að svæðið sé eitt atvinnusvæði og það eigi að vera eitt tekjujöfnunarsvæði. Þess vegna telji yfirvöld í Reykjanesbæ mjög skynsamlegt að menn geti horft á þetta í sameiningu sem eitt sveitarfélag og byggt upp á þeim miklu tækifærum sem þar séu. Árni segir þúsund til fimmtán hundruð manna sveitarfélög illa geta þjónað íbúum sínum þegar kemur að löggæslu, málefnum fatlaðra og heilsugæslu svo fáein dæmi séu tekin. Því sé skynsamlegra að sameina þessi sveitarfélög. Hann segist hins vegar óttast með þeim áróðri sem verið hafi gegn sameiningunni hjá Sandgerðingum og í Garðinum sé ólíklegt að af sameiningunni verði. Sveitarfélögin á landinu öllu eru um 100 talsins. Í yfir 70 þeirra búa undir eitt þúsund manns. Þessi sveitarfélög ber að sameina, segir bæjarstjórinn í Sandgerði, Sigurður Valur Ásbjarnarson. Hann segir 1500 manns búa í Sandgerði og sveitarfélagið hafi mestar tekjur á svæðinu. Skuldirnir séu svipaðar og í hinum sveitarfélögunum en eignir séu mestar þar á hvern íbúa. Þetta verði íbúar bæjarfélagsins að vega og meta og ekki megi gleyma því að þjónustugjöldin í Sandgerði séu þau lægstu á svæðinu. Sigurður vill þó ekki gefa upp hvort hann persónulega vilji sameiningu. Af orðum hans af dæma má þó lesa út að hann sé ekki eins spenntur og til dæmis Árni. Svör fólksins í bæjunum eru jafn misjöfn og bæjarstjóranna þriggja. Frjálslyndi flokkurinn er að undirbúa frumvarp sem miðar að því að hægt verði að slíta samstarfi sameinaðra sveitarfélaga, þar sem það er mat flokksins að það sé óeðlilegt að ekki sé hægt að skilja ef hjónabandið gengur ekki upp. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Bæjarstjóri Reykjanessbæjar segir ólíklegt að af sameiningu Reykjanessbæjar, Garðs og Sandgerðis verði, þótt hann telji það einu skynsamlegu lausnina. Skiptar skoðanir eru á því hvort sameining Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis sé skynsamleg. Kosningar eru framundan en ellefu ár eru síðan Keflavík, Hafnir og Njarðvík sameinuðust í Reykjanesbæ. Og skoðanirnar eru sterkar. Sigurður Jónsson, bæjarstjóri í Garði, segir 1400 manns búa þar og sveitarfélagið eigi sér 97 ára sögu og sé í sífelldri sókn. Íbúum hafi fjölgað mikið og bæjaryfirvöld geti veitt alla þá þjónustu sem með þurfi þannig að hann telji enga ástæðu til þess að bæjarfélögin þrjú sameinist nú. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort eigin hagsmunir spili inn í en líklegt þykir að ef sameiningu verði muni bæjarstjórinn í Reykjanesbæ einn halda starfi sínu. Aðspurður hvort hann sé ekki bara hræddur um að missa vinnuna segir Sigurður að bæjarstjórastarfið sé ekki það öruggasta starf sem hægt sé að velja sér. Kosið sé á fjögurra ára fresti og þá geti orðið meirihlutaskipti. Sigurður hvetur sitt fólk til að hafna sameiningu og segir Garð hafa alla burði til að vera sjálfstætt bæjarfélag. Það sé mun nær að fólk velji sér sjálft sína menn sem það vilji að stjórni fremur en að það sé í einhverri fjarlægð í stóru sveitarfélagi. Áhuginn fyrir sameiningu eru þó meiri í Reykjanesbæ. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að svæðið sé eitt atvinnusvæði og það eigi að vera eitt tekjujöfnunarsvæði. Þess vegna telji yfirvöld í Reykjanesbæ mjög skynsamlegt að menn geti horft á þetta í sameiningu sem eitt sveitarfélag og byggt upp á þeim miklu tækifærum sem þar séu. Árni segir þúsund til fimmtán hundruð manna sveitarfélög illa geta þjónað íbúum sínum þegar kemur að löggæslu, málefnum fatlaðra og heilsugæslu svo fáein dæmi séu tekin. Því sé skynsamlegra að sameina þessi sveitarfélög. Hann segist hins vegar óttast með þeim áróðri sem verið hafi gegn sameiningunni hjá Sandgerðingum og í Garðinum sé ólíklegt að af sameiningunni verði. Sveitarfélögin á landinu öllu eru um 100 talsins. Í yfir 70 þeirra búa undir eitt þúsund manns. Þessi sveitarfélög ber að sameina, segir bæjarstjórinn í Sandgerði, Sigurður Valur Ásbjarnarson. Hann segir 1500 manns búa í Sandgerði og sveitarfélagið hafi mestar tekjur á svæðinu. Skuldirnir séu svipaðar og í hinum sveitarfélögunum en eignir séu mestar þar á hvern íbúa. Þetta verði íbúar bæjarfélagsins að vega og meta og ekki megi gleyma því að þjónustugjöldin í Sandgerði séu þau lægstu á svæðinu. Sigurður vill þó ekki gefa upp hvort hann persónulega vilji sameiningu. Af orðum hans af dæma má þó lesa út að hann sé ekki eins spenntur og til dæmis Árni. Svör fólksins í bæjunum eru jafn misjöfn og bæjarstjóranna þriggja. Frjálslyndi flokkurinn er að undirbúa frumvarp sem miðar að því að hægt verði að slíta samstarfi sameinaðra sveitarfélaga, þar sem það er mat flokksins að það sé óeðlilegt að ekki sé hægt að skilja ef hjónabandið gengur ekki upp.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira