Skattalækkun betri en launahækkun 5. október 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir engar forsendur fyrir því að segja upp samningum á vinnumarkaði. Hann segir kaupmátt hafa aukist um 60 prósent á tíu árum og séu skattalækkanir miklu meiri kjarabót en almennar launahækkanir. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar mótmæltu því harðlega við utandagskrárumræður í þinginu í dag að allt væri í kalda koli í efnahagslífinu. Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, sem hóf umræðuna. Hún vildi meðal annars vita hvort ríkisstjórnin ætlaði að grípa til einhverra aðgerða til að bregðast við fyrirsjáanlegri uppsögn samninga. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist hins vegar ósammála því að forsendur kjarasamninga væru að bresta. Kaupmáttur launa hefði hækkað um 60 prósent á síðustu tíu árum og hann spurði hvort það væri slæm efnahagsstefna. Hann sagðist viss um það að aðilar vinnumarkaðarins tækju mið af þessu. Hann væri þess fullviss að það væri besta leiðin til þess að bæta kjör fólks um þessar mundir að lækka skattana en ekki að hækka prósentur launa. Haldið yrði fast við þá stefnu. Stjórnarandstaðan sagði greinilegt ójafnvægi í efnahagsmálunum, og benti á viðskiptahalla sem hefði ekki verið meiri frá stríðslokum og vaxandi verðbólgu. Spurt var hvort það væri rugl í forsvarsmönnum vinnumarkaðarins, talsmönnum bankanna, Seðlabankans og fleiri aðilum að aðhald ríkisins væri ekki nægielgt og fyrirsjáanleg væri uppsögn kjarasamninga. Geir H. Haarde utanríkisráðherra sagði að það væri einhver misskilningur sem verið væri að reyna að koma að að það væri allt í klessu í efnahagsmálum. Staðan í efnahagsmálum væri í aðalatriðum góð og það hefðu allir sem hefðu kynnt sér málið viðurkennt bæði innanlands og utan. Ingibjörg Sólrún sagði að svör forsætisráðherra hefðu verið mjög upplýsandi vegna þess að það sem hann, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra hefðu sagt að ríkisstjórnin ætlaði ekkert að gera. Ríkisstjórnin hefði engu hlutverki að gegna í hagstjórninni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir engar forsendur fyrir því að segja upp samningum á vinnumarkaði. Hann segir kaupmátt hafa aukist um 60 prósent á tíu árum og séu skattalækkanir miklu meiri kjarabót en almennar launahækkanir. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar mótmæltu því harðlega við utandagskrárumræður í þinginu í dag að allt væri í kalda koli í efnahagslífinu. Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, sem hóf umræðuna. Hún vildi meðal annars vita hvort ríkisstjórnin ætlaði að grípa til einhverra aðgerða til að bregðast við fyrirsjáanlegri uppsögn samninga. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist hins vegar ósammála því að forsendur kjarasamninga væru að bresta. Kaupmáttur launa hefði hækkað um 60 prósent á síðustu tíu árum og hann spurði hvort það væri slæm efnahagsstefna. Hann sagðist viss um það að aðilar vinnumarkaðarins tækju mið af þessu. Hann væri þess fullviss að það væri besta leiðin til þess að bæta kjör fólks um þessar mundir að lækka skattana en ekki að hækka prósentur launa. Haldið yrði fast við þá stefnu. Stjórnarandstaðan sagði greinilegt ójafnvægi í efnahagsmálunum, og benti á viðskiptahalla sem hefði ekki verið meiri frá stríðslokum og vaxandi verðbólgu. Spurt var hvort það væri rugl í forsvarsmönnum vinnumarkaðarins, talsmönnum bankanna, Seðlabankans og fleiri aðilum að aðhald ríkisins væri ekki nægielgt og fyrirsjáanleg væri uppsögn kjarasamninga. Geir H. Haarde utanríkisráðherra sagði að það væri einhver misskilningur sem verið væri að reyna að koma að að það væri allt í klessu í efnahagsmálum. Staðan í efnahagsmálum væri í aðalatriðum góð og það hefðu allir sem hefðu kynnt sér málið viðurkennt bæði innanlands og utan. Ingibjörg Sólrún sagði að svör forsætisráðherra hefðu verið mjög upplýsandi vegna þess að það sem hann, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra hefðu sagt að ríkisstjórnin ætlaði ekkert að gera. Ríkisstjórnin hefði engu hlutverki að gegna í hagstjórninni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira