Segir hervæðingu óskiljanlega 5. október 2005 00:01 Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir hervæðingu Íslands með öllu óskiljanlega. Meðan skortur sé á almennri löggæslu og sakamál séu látin klúðrast vegna manneklu sé verið að eyða á annað hundrað milljónum króna í að efla sérsveitina og kaupa vopn. Fjárlög til löggæslu og öryggismála hækka um fjögur hundruð og sextíu milljónir að raungildi.. Dýrasta viðbótin er vegna nýrra vegabréfa og vegabréfsáritana með svokölluðum lífkennum. Þá er stóraukið framlag til sérsveitar Ríkislögreglustjóra, um 112 milljónir. Yfirmaður sérsveitarinnar, Jón Bjartmarz, segir að verið sé að efla almenna löggæslu með því að styrkja sérsveitina. Hún sé í raun ekkert annað en almenn löggæsla og sérsveitarmenn vinni dagsdaglega almenn lögreglustörf en hafi það sem aukahlutverk að tilheyra sérsveit sem leysi vopnuð lögreglustörf og krefjandi verkefni sem upp komi. Það komi til af bæði þörf hér innanlands og alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga varðandi siglinga- og flugvernd. Íslensk lögregla verði að geta tekist á við hin erfiðustu mál og Íslendingar verði að leysa sín eigin mál. Gert er ráð fyrir fjórtán milljóna króna framlagi til kaupa á vopnum og öðrum búnaði fyrir sérsveitina en alls er áætlað að kaupa slíkt fyrir 30 milljónir í ár. Jón segir að um leið og mönnum sé fjölgað þurfi að kaupa vopnabúnað og ýmsan annan búnað fyrir þá. Keyptar séu Glock-skammbyssur og MP 5 Heckler og Koch hríðskotabyssur sem sé staðalvopnabúnaður sésveitarinnar og hafi verið í áratug. Lúðvík Bergvinsson segir sem hervæðing Íslands sé sérstakt einkaáhugamál dómsmálaráðherra. Ef það falli til peningar í löggæslu þá fari þeir til hermennskudrauma ráðherrans en ekki í að efla öryggi borgaranna. Hann segir dómsmálaráðherra lengi hafa verið mikinn áhugamann um stríð og samkvæmt því fjárlagafrumvarpi sem nú liggi fyrir sé ætlun að leggja á þriðja hundrað milljónir í sérsveitina, þar af fari 30 milljónir í að kaupa vopn. Því hljóti menn að spyrja sig hvort verið sé að hervæða þjóðina í bakgarðinum, hvort ekki þurfi að fara fram umræða um þessi mál áður en Íslendingar komi sér upp einkaher og hvenær sérsveit sé orðin að her. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir hervæðingu Íslands með öllu óskiljanlega. Meðan skortur sé á almennri löggæslu og sakamál séu látin klúðrast vegna manneklu sé verið að eyða á annað hundrað milljónum króna í að efla sérsveitina og kaupa vopn. Fjárlög til löggæslu og öryggismála hækka um fjögur hundruð og sextíu milljónir að raungildi.. Dýrasta viðbótin er vegna nýrra vegabréfa og vegabréfsáritana með svokölluðum lífkennum. Þá er stóraukið framlag til sérsveitar Ríkislögreglustjóra, um 112 milljónir. Yfirmaður sérsveitarinnar, Jón Bjartmarz, segir að verið sé að efla almenna löggæslu með því að styrkja sérsveitina. Hún sé í raun ekkert annað en almenn löggæsla og sérsveitarmenn vinni dagsdaglega almenn lögreglustörf en hafi það sem aukahlutverk að tilheyra sérsveit sem leysi vopnuð lögreglustörf og krefjandi verkefni sem upp komi. Það komi til af bæði þörf hér innanlands og alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga varðandi siglinga- og flugvernd. Íslensk lögregla verði að geta tekist á við hin erfiðustu mál og Íslendingar verði að leysa sín eigin mál. Gert er ráð fyrir fjórtán milljóna króna framlagi til kaupa á vopnum og öðrum búnaði fyrir sérsveitina en alls er áætlað að kaupa slíkt fyrir 30 milljónir í ár. Jón segir að um leið og mönnum sé fjölgað þurfi að kaupa vopnabúnað og ýmsan annan búnað fyrir þá. Keyptar séu Glock-skammbyssur og MP 5 Heckler og Koch hríðskotabyssur sem sé staðalvopnabúnaður sésveitarinnar og hafi verið í áratug. Lúðvík Bergvinsson segir sem hervæðing Íslands sé sérstakt einkaáhugamál dómsmálaráðherra. Ef það falli til peningar í löggæslu þá fari þeir til hermennskudrauma ráðherrans en ekki í að efla öryggi borgaranna. Hann segir dómsmálaráðherra lengi hafa verið mikinn áhugamann um stríð og samkvæmt því fjárlagafrumvarpi sem nú liggi fyrir sé ætlun að leggja á þriðja hundrað milljónir í sérsveitina, þar af fari 30 milljónir í að kaupa vopn. Því hljóti menn að spyrja sig hvort verið sé að hervæða þjóðina í bakgarðinum, hvort ekki þurfi að fara fram umræða um þessi mál áður en Íslendingar komi sér upp einkaher og hvenær sérsveit sé orðin að her.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira