Kosið um 23 þúsund manna byggð 5. október 2005 00:01 Í sameiningarkosningunum á laugardag taka íbúar við Eyjafjörð afstöðu til þess hvort tímabært sé að sameina öll sveitarfélögin á svæðinu, að undanskildum Grímseyjarhreppi. Þar með yrði til ríflega 23 þúsund manna samfélag við Eyjarfjörð þar sem um 70 prósent íbúanna búa á Akureyri. Stærsta sameiningarkosningin á laugardaginn, með tilliti til fjölda sveitarfélaga, snýst um sameiningu níu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu. Haldnir voru kynningarfundir í öllum sveitarfélögunum níu og var fundarsókn allgóð á flestum stöðunum. Síðasti kynningarfundurinn var haldinn á Akureyri í gærkvöld og var fundarsókn mjög dræm, en einungis 60 aftæplega 17 þúsund íbúum bæjarins mættu á fundinn. Samkvæmt viðhorfskönnun rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri frá því í febrúar síðastliðnum nýtur hugmyndin um eitt sveitarfélag við Eyjafjörð meira fylgis á meðal íbúa þéttbýlisstaðanna fjögurra en í hinum fimm sveitarfélögunum þar sem byggð er dreifðari. Andstaðan við stórsameiningu í Eyjafirði virðist vera hvað mest í Eyjafjarðarsveit og Grýtubakkahreppi, en á Grenivík sem er í Grýtubakkahreppi er sagt að þeir sem hlynntir séu sameiningu fari með veggjum. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir að íbúar þar óttist mest að svæðið verði jaðarbyggð í þessu stóra sveitarfélagi. Dæmin hafi sýnt það að jaðarbyggðir líði fyrir stöðu sína og þjónusta hafi skerst þar. Grýtubakkahreppur eigi heilmiklar eignir í aflaheimildum og þær hafi verið nýttar til þess að byggja upp atvinnulífið á staðnum. Guðný segir enn fremur að dæmin hafi sýnt það að sveitarfélög hafi ekki legið á sínum aflaheimildum heldur yfirleitt selt þær. Það óttist íbúar á staðnum mest. Guðný segir að Grenvíkingar leiti mikið til Akureyrar nú þegar og henni finnist mjög gott að hafa bæinn í nágrenninu en bæjarfélögin þurfi ekkert endilega að ganga í eina sæng. Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er misjöfn en verst er staðan í Ólafsfirðir, Dalvíkurbyggð, Siglufirði og Hörgárbyggð. Erfitt er hins vegar að meta til fulls fjárhagsstöðu sveitarfélaganna þar sem bókfærðar eignir kunna að vera aðrar en markaðsverð þeirra. Slagorð Akureyrarbæjar er: Öll lífsins gæði. Aðspurður, ef það sé satt og rétt, hvort Akureyringar hafi eftir einhverju að slægjast í kosningunum segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, að hann telji að það sé eftir töluverðu að slægjast fyrir alla íbúa svæðisins, að standa saman sem Eyfirðingar út á við og inn á við og halda málum sínum saman fram sem ein heild fremur en að vera með níu ólíkar, uppbrotnar skoðanir. Sófanías Antonsson, íbúi á Dalvík, segist aðspurður sáttur við að sameinast Akureyringum og telur að helsti ávinningur Dalvíkinga af sameiningunni verði á sviði fjármála, en fjárhagur Dalvíkur hefur verið erfiður. Ásrún Aðalsteinsdóttir, íbúi á Akureyri, segist ætla að hafna sameiningunni þar sem hún telji að litlu sveitarfélögin eigi ekki samleið með Akureyri. Hólmgeir Valdimarsson, íbúi í Eyjafjarðarsveit, segist aðspurður afar hlynntur sameiningu vegna þess að sameinaðir muni Eyfirðingar búa til enn öflugra sveitarfélag heldur en verði nokkurn tíma hægt að áorka í Eyjafjarðarsveit. Árið 1993 var gerð tilraun til stórsameiningar við Eyjafjörð. Þá voru Siglfirðingar ekki inni í myndinni. Í þeim kosningum samþykktu íbúar á Akureyri, í Arnarhreppi og Hrísey sameiningu en íbúar annarra sveitarfélaga við Eyjafjörð voru ekki tilbúnir að sameinast fyrir tólf árum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Í sameiningarkosningunum á laugardag taka íbúar við Eyjafjörð afstöðu til þess hvort tímabært sé að sameina öll sveitarfélögin á svæðinu, að undanskildum Grímseyjarhreppi. Þar með yrði til ríflega 23 þúsund manna samfélag við Eyjarfjörð þar sem um 70 prósent íbúanna búa á Akureyri. Stærsta sameiningarkosningin á laugardaginn, með tilliti til fjölda sveitarfélaga, snýst um sameiningu níu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu. Haldnir voru kynningarfundir í öllum sveitarfélögunum níu og var fundarsókn allgóð á flestum stöðunum. Síðasti kynningarfundurinn var haldinn á Akureyri í gærkvöld og var fundarsókn mjög dræm, en einungis 60 aftæplega 17 þúsund íbúum bæjarins mættu á fundinn. Samkvæmt viðhorfskönnun rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri frá því í febrúar síðastliðnum nýtur hugmyndin um eitt sveitarfélag við Eyjafjörð meira fylgis á meðal íbúa þéttbýlisstaðanna fjögurra en í hinum fimm sveitarfélögunum þar sem byggð er dreifðari. Andstaðan við stórsameiningu í Eyjafirði virðist vera hvað mest í Eyjafjarðarsveit og Grýtubakkahreppi, en á Grenivík sem er í Grýtubakkahreppi er sagt að þeir sem hlynntir séu sameiningu fari með veggjum. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir að íbúar þar óttist mest að svæðið verði jaðarbyggð í þessu stóra sveitarfélagi. Dæmin hafi sýnt það að jaðarbyggðir líði fyrir stöðu sína og þjónusta hafi skerst þar. Grýtubakkahreppur eigi heilmiklar eignir í aflaheimildum og þær hafi verið nýttar til þess að byggja upp atvinnulífið á staðnum. Guðný segir enn fremur að dæmin hafi sýnt það að sveitarfélög hafi ekki legið á sínum aflaheimildum heldur yfirleitt selt þær. Það óttist íbúar á staðnum mest. Guðný segir að Grenvíkingar leiti mikið til Akureyrar nú þegar og henni finnist mjög gott að hafa bæinn í nágrenninu en bæjarfélögin þurfi ekkert endilega að ganga í eina sæng. Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er misjöfn en verst er staðan í Ólafsfirðir, Dalvíkurbyggð, Siglufirði og Hörgárbyggð. Erfitt er hins vegar að meta til fulls fjárhagsstöðu sveitarfélaganna þar sem bókfærðar eignir kunna að vera aðrar en markaðsverð þeirra. Slagorð Akureyrarbæjar er: Öll lífsins gæði. Aðspurður, ef það sé satt og rétt, hvort Akureyringar hafi eftir einhverju að slægjast í kosningunum segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, að hann telji að það sé eftir töluverðu að slægjast fyrir alla íbúa svæðisins, að standa saman sem Eyfirðingar út á við og inn á við og halda málum sínum saman fram sem ein heild fremur en að vera með níu ólíkar, uppbrotnar skoðanir. Sófanías Antonsson, íbúi á Dalvík, segist aðspurður sáttur við að sameinast Akureyringum og telur að helsti ávinningur Dalvíkinga af sameiningunni verði á sviði fjármála, en fjárhagur Dalvíkur hefur verið erfiður. Ásrún Aðalsteinsdóttir, íbúi á Akureyri, segist ætla að hafna sameiningunni þar sem hún telji að litlu sveitarfélögin eigi ekki samleið með Akureyri. Hólmgeir Valdimarsson, íbúi í Eyjafjarðarsveit, segist aðspurður afar hlynntur sameiningu vegna þess að sameinaðir muni Eyfirðingar búa til enn öflugra sveitarfélag heldur en verði nokkurn tíma hægt að áorka í Eyjafjarðarsveit. Árið 1993 var gerð tilraun til stórsameiningar við Eyjafjörð. Þá voru Siglfirðingar ekki inni í myndinni. Í þeim kosningum samþykktu íbúar á Akureyri, í Arnarhreppi og Hrísey sameiningu en íbúar annarra sveitarfélaga við Eyjafjörð voru ekki tilbúnir að sameinast fyrir tólf árum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira