Kynna tillögur vegna fuglaflensu 6. október 2005 00:01 Tillögur að viðbrögðum íslenska ríkisins vegna hættu á að fuglaflensan verði að heimsfaraldri verða kynntar í ríkisstjórn á næstu dögum. Kostnaður við að hrinda tillögunum í framkvæmd gæti orðið á annað hundrað milljóna króna. Spánska veikin sem geisaði hér árið 1918, var fuglaflensa sem stökkbreyttist og barst í menn. Það eru ráðuneytisstjórarnir Þorsteinn Geirsson í dómsmálaráðuneytinu og Davíð Á. Gunnarsson í heilbrigðisráðuneytinu sem hafa haft veg og vanda að undirbúningi áætlunarinnar sem fjallar um viðbúnað íslenska ríkisins vegna hættunar sem stafar að hugsanlegum heimsfaraldri. Efni skýrslunnar er trúnaðarmál þar til hún hefur verið rædd í ríkisstjórn. Endanleg fjárhagsáætlun liggur ekki fyrir en að minnsta kosti annað hundrað milljónir kostar að hrinda tillögunum í framkvæmd. Davíð Á. Gunnarsson er þessa stundina á alþjóðlegum fundi sem bandarísk stjórnvöld halda í samráði við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Verið að ræða samræmd viðbrögð við fuglaflensu en Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur hvatt þjóðir heims til að samræma viðbúnað sinn. Spánska veikin er einhver mannskæðasta inflúensa sem sögur fara af en hún dró hátt í 500 Íslendinga til dauða árið 1918. Vísindamenn við rannsóknarstofu í Atlanta hafa nú endurlífgað veiruna með því að nota lungu tveggja hermanna sem létust úr veikinni og lík konu frá Alaska sem hafði verið grafin í sífrera. Meðal þess sem vísindamennirnir hafa komist að er að spánska veikin var fuglaflensa sem stökkbreyttist og barst í mannfólk. Þetta þykir enn frekar undirstrika hættuna á að fuglaflensan verði að heimsfaraldri. Vísindamennirnir vonast til þess rannsóknirnar leiði til vopna í baráttunni gegn fuglaflensu en Reuters-fréttastofan vitnar til vísindamanna sem vara við afleiðingunum og óttast að veira berist út af rannsóknarstofum með skelfilegum afleiðingum. Þá segja enn aðrir að vísindamennirnir hafi skapað eitt skaðvænlegasta sýklavopn sem til er. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Tillögur að viðbrögðum íslenska ríkisins vegna hættu á að fuglaflensan verði að heimsfaraldri verða kynntar í ríkisstjórn á næstu dögum. Kostnaður við að hrinda tillögunum í framkvæmd gæti orðið á annað hundrað milljóna króna. Spánska veikin sem geisaði hér árið 1918, var fuglaflensa sem stökkbreyttist og barst í menn. Það eru ráðuneytisstjórarnir Þorsteinn Geirsson í dómsmálaráðuneytinu og Davíð Á. Gunnarsson í heilbrigðisráðuneytinu sem hafa haft veg og vanda að undirbúningi áætlunarinnar sem fjallar um viðbúnað íslenska ríkisins vegna hættunar sem stafar að hugsanlegum heimsfaraldri. Efni skýrslunnar er trúnaðarmál þar til hún hefur verið rædd í ríkisstjórn. Endanleg fjárhagsáætlun liggur ekki fyrir en að minnsta kosti annað hundrað milljónir kostar að hrinda tillögunum í framkvæmd. Davíð Á. Gunnarsson er þessa stundina á alþjóðlegum fundi sem bandarísk stjórnvöld halda í samráði við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Verið að ræða samræmd viðbrögð við fuglaflensu en Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur hvatt þjóðir heims til að samræma viðbúnað sinn. Spánska veikin er einhver mannskæðasta inflúensa sem sögur fara af en hún dró hátt í 500 Íslendinga til dauða árið 1918. Vísindamenn við rannsóknarstofu í Atlanta hafa nú endurlífgað veiruna með því að nota lungu tveggja hermanna sem létust úr veikinni og lík konu frá Alaska sem hafði verið grafin í sífrera. Meðal þess sem vísindamennirnir hafa komist að er að spánska veikin var fuglaflensa sem stökkbreyttist og barst í mannfólk. Þetta þykir enn frekar undirstrika hættuna á að fuglaflensan verði að heimsfaraldri. Vísindamennirnir vonast til þess rannsóknirnar leiði til vopna í baráttunni gegn fuglaflensu en Reuters-fréttastofan vitnar til vísindamanna sem vara við afleiðingunum og óttast að veira berist út af rannsóknarstofum með skelfilegum afleiðingum. Þá segja enn aðrir að vísindamennirnir hafi skapað eitt skaðvænlegasta sýklavopn sem til er.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira