Minni sveitarfélög sögðu nei 9. október 2005 00:01 Þátttaka í sameiningarkosningum 61 sveitarfélags var misgóð í gær, en kosið var um 16 sameiningartillögur. Kjörsókn var þó víða góð í minni sveitarfélögum, sérstaklega þar sem fólk flykktist um að hafna sameiningu líkt og talið var að raunin væri í Grýtubakkahreppi þar sem 80 prósent höfðu kosið um miðjan dag í gær. Sömu sögu er að segja í Vogum þar sem íbúar höfnuðu sameiningu við Hafnarfjörð, en þátttaka þar nam um 75 prósentum. Hafnfirðingar samþykktu hins vegar sameininguna í dræmri kjörsókn, sem var bara 14 prósent og er því niðurstaðan endanleg. Til að kosið sé aftur þarf meirihluti allra íbúa sveitarfélaga sem þátt tóku að hafa verið fylgjandi sameiningu. Upphaflega var stefnt að því að sameina Voga Reykjanesbæ, en hætt var við það eftir skoðanakönnun sem gerð var meðal íbúa og sýndi að þeir vildu frekar sameinast Hafnarfirði. Í því ljósi þykir niðurstaða kosninganna koma nú nokkuð á óvart. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist hefðu kosið að fyrir lægi niðurstaða endurskoðunarnefndar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga áður en gengið yrði til kosninga, en fyrsti fundur nefndarinnar er boðaður eftir um viku. „Þarna er algjörlega öfugt í hlutina farið og þetta held ég að hafi truflað kosningarnar mjög. Menn telja sig geta haldið öllu heima þrátt fyrir að hafa lítið í höndunum um hvernig þeir ætla að standa undir aukinni þjónustu og verkefnum, sveitarfélög sem eru með þriðjung og allt upp í helming af sínum tekjum beint úr Jöfnunarsjóði. Það er ekkert sem segir að þær tekjur verði til áfram.“ Í uppsveitum Árnessýslu var sameiningu hafnað þó svo að tvö sveitarfélög sem þátt tóku hefðu samþykkt hana, en það voru Bláskógabyggð og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Hún var hins vegar felld í Hrunamannahreppi og Grímsnes- og Grafningshreppi. Þar sem fleiri sem afstöðu tóku höfnuðu tillögunni en samþykktu er niðurstaðan endanleg og verður því ekki kosið aftur þar. Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða í hverju sveitarfélagi sker úr um hvort það sameinast. Til sameiningar þarf samþykki íbúa í öllum sveitarfélögunum sem málið varðar, en ef meirihluti þeirra sem afstöðu tekur í atkvæðagreiðslunni lýsir sig fylgjandi sameiningu, á að kjósa aftur innan sex vikna í sveitarfélögum þar sem sameiningu var hafnað. Þannig fá íbúar Reykhólahrepps tækifæri til að kjósa aftur um sömu sameiningartillögu innan 6 vikna, því þó að henni hafi verið hafnað, þá samþykktu hana íbúar Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Þátttaka í sameiningarkosningum 61 sveitarfélags var misgóð í gær, en kosið var um 16 sameiningartillögur. Kjörsókn var þó víða góð í minni sveitarfélögum, sérstaklega þar sem fólk flykktist um að hafna sameiningu líkt og talið var að raunin væri í Grýtubakkahreppi þar sem 80 prósent höfðu kosið um miðjan dag í gær. Sömu sögu er að segja í Vogum þar sem íbúar höfnuðu sameiningu við Hafnarfjörð, en þátttaka þar nam um 75 prósentum. Hafnfirðingar samþykktu hins vegar sameininguna í dræmri kjörsókn, sem var bara 14 prósent og er því niðurstaðan endanleg. Til að kosið sé aftur þarf meirihluti allra íbúa sveitarfélaga sem þátt tóku að hafa verið fylgjandi sameiningu. Upphaflega var stefnt að því að sameina Voga Reykjanesbæ, en hætt var við það eftir skoðanakönnun sem gerð var meðal íbúa og sýndi að þeir vildu frekar sameinast Hafnarfirði. Í því ljósi þykir niðurstaða kosninganna koma nú nokkuð á óvart. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist hefðu kosið að fyrir lægi niðurstaða endurskoðunarnefndar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga áður en gengið yrði til kosninga, en fyrsti fundur nefndarinnar er boðaður eftir um viku. „Þarna er algjörlega öfugt í hlutina farið og þetta held ég að hafi truflað kosningarnar mjög. Menn telja sig geta haldið öllu heima þrátt fyrir að hafa lítið í höndunum um hvernig þeir ætla að standa undir aukinni þjónustu og verkefnum, sveitarfélög sem eru með þriðjung og allt upp í helming af sínum tekjum beint úr Jöfnunarsjóði. Það er ekkert sem segir að þær tekjur verði til áfram.“ Í uppsveitum Árnessýslu var sameiningu hafnað þó svo að tvö sveitarfélög sem þátt tóku hefðu samþykkt hana, en það voru Bláskógabyggð og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Hún var hins vegar felld í Hrunamannahreppi og Grímsnes- og Grafningshreppi. Þar sem fleiri sem afstöðu tóku höfnuðu tillögunni en samþykktu er niðurstaðan endanleg og verður því ekki kosið aftur þar. Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða í hverju sveitarfélagi sker úr um hvort það sameinast. Til sameiningar þarf samþykki íbúa í öllum sveitarfélögunum sem málið varðar, en ef meirihluti þeirra sem afstöðu tekur í atkvæðagreiðslunni lýsir sig fylgjandi sameiningu, á að kjósa aftur innan sex vikna í sveitarfélögum þar sem sameiningu var hafnað. Þannig fá íbúar Reykhólahrepps tækifæri til að kjósa aftur um sömu sameiningartillögu innan 6 vikna, því þó að henni hafi verið hafnað, þá samþykktu hana íbúar Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira