Dómsmálaráðherra taki ábyrgð 11. október 2005 00:01 „Það er algerlega óviðeigandi og óþolandi að yfirmenn - það er framkvæmdavaldið - hafi afskipti með þessum hætti af málefnum sem eru fyrir dómstólum," sagði Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu þegar Fréttablaðið bar undir hann þau ummæli dómsmálaráðherra að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Um stöðu málsins sagði Gestur ekki óeðlilegt að Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefði ákveðið að taka málið í sínar hendur. „Þá geng ég út frá því að þegar það verður gert fari fram sjálfstæð og heildstæð skoðun og raunverulegt endurmat á öllum gögnum málsins." Gestur kveðst vænta þess að sakboraningarnir og þeir sem fyrir þá hafa starfað geti þá komið að gögnum og sjónarmiðum áður en tekin verður ákvörðun um framhald þessa máls." Gestur segir mjög athyglisvert að sjá í dómi hæstaréttar ýmsa hluti sem verjendur sakborninga hefðu ávallt haldið fram. Ákært hefði verið fyrir atriði sem ekki væru refsiverð. „Í ákærulýsingunni kemur fram að Jón Ásgeir er með fyrirtækjakort. Hann tekur út á fyrirtækjakortið allskyns hluti sem eru ýmist persónulegir eða í þágu fyrirtækisins. Á gjalddaga greiðir Baugur afborgunina og eignfærir á viðskiptareikning Jóns Ásgeirs sömu fjárhæð og þar kemur fram. Þetta er í ákæru talinn fjárdráttur. Hvernig getur það verið fjárdráttur þegar menn nota greiðslukort fyrirtækja og fyrirtækið greiðir reikninginn en færir sömu kröfu á notandann? Og síðan ber fyrirtækið ekki kostnað nema menn komi með kvittanir? Hvar í ferlinu er brotið sem um er að ræða. Hæstiréttur er búinn að segja að í þessu geti ekki falist neitt refsivert," segir Gestur. Málið rætt á alþingi Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar gerði ummæli dómsmálaráðherra að umræðuefni í upphafi þingfundar í gær. Hann sagði að fyrir lægi að trúnaðarmenn Sjáflstæðisflokksins hefðu fundað um málið í aðdraganda þess. „Þá hefur formaður Sjálfstæðisflokksins lýst því yfir að ef pólitískur fnykur væri af málinu þá yrði því fleygt út úr dómssölum. Í ljósi þessa verður að skoða ummæli hæstvirts dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar á heimasíðu sinni í gær, en blekið hafði vart þornað á dómi hæstaréttar þegar hann lýsti því yfir að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta í málinu og ákæruvaldið skuli taka mið af því sem fram kemur í málinu hjá hæstarétti. Er það skilningur ráðherrans að dómstólar hafi það hlutverk að gæta leiðbeiningaskyldu gagnvart ákæruvaldinu? Eða er hann að segja að afskiptum Sjálfstæðismanna af málinu sé ekki lokið," spurði Lúðvík Bergvinsson. „Réttarkerfið hefur ekkert sagt sitt síðasta í málinu," sagði Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og vísaði til þess að í dómi hæstaréttar segði berum orðum að málinu væri lokið ekki gagnvart neinum sakborninganna. „Hæstiréttur er einfaldlega að segja að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð í þessu máli og það er akkúrat það sem hæstvirtur dómsmálaráðherra var að segja á sinni heimasíðu," sagði Sigurður Kári. „Fyrst og fremst vil ég vekja athygli á að dómsmálaráherra þarf að svara fyrir og bera ábyrgð á afglöpum undirmanna sinna sem þau væru hans eigin," sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna í umræðunni. „Það er nefnilega þannig að áfellisdómur hæstaréttar yfir lögreglu og ákæruvaldi er um leið áfellisdómur yfir dómsmálaráherra sem ber hina pólítísku ábyrgð á þessum málaflokki. Og þess vegna er það ekki bara þannig að hæstvirtur ráðherra geti skotið sér undan ábyrgð með því að blaðra eitthvað á heimasíðunni eða flýja til útlanda," sagði Steingrímur. Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksin sagði að menn hlytu að velta fyrir sér hvernig það mætti vera að málið væri vanreifað á báðum dómsstigum. Jafnframt yrði að velta því upp hvort ekki bæri að aðskilja rannsókn og ákæru í málum. „Ritstjóri Morgunblaðsins og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hleyptu þessu máli af stað. Og það eru staðreyndir málsins," sagði Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins. Hann skoraði dómsmálaráðherra að biðjast afsökunar á ummælum sínum og draga skrifin til baka. „En það eru nú dæmi um það að hann hafi nú breytt skrifum sínum meðan hann hefur verið staddur í útlöndum. Og ég skora á hæstvirtan dómsmálaráðherra að gera það enn á ný," sagði Sigurjón. > Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
„Það er algerlega óviðeigandi og óþolandi að yfirmenn - það er framkvæmdavaldið - hafi afskipti með þessum hætti af málefnum sem eru fyrir dómstólum," sagði Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu þegar Fréttablaðið bar undir hann þau ummæli dómsmálaráðherra að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Um stöðu málsins sagði Gestur ekki óeðlilegt að Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefði ákveðið að taka málið í sínar hendur. „Þá geng ég út frá því að þegar það verður gert fari fram sjálfstæð og heildstæð skoðun og raunverulegt endurmat á öllum gögnum málsins." Gestur kveðst vænta þess að sakboraningarnir og þeir sem fyrir þá hafa starfað geti þá komið að gögnum og sjónarmiðum áður en tekin verður ákvörðun um framhald þessa máls." Gestur segir mjög athyglisvert að sjá í dómi hæstaréttar ýmsa hluti sem verjendur sakborninga hefðu ávallt haldið fram. Ákært hefði verið fyrir atriði sem ekki væru refsiverð. „Í ákærulýsingunni kemur fram að Jón Ásgeir er með fyrirtækjakort. Hann tekur út á fyrirtækjakortið allskyns hluti sem eru ýmist persónulegir eða í þágu fyrirtækisins. Á gjalddaga greiðir Baugur afborgunina og eignfærir á viðskiptareikning Jóns Ásgeirs sömu fjárhæð og þar kemur fram. Þetta er í ákæru talinn fjárdráttur. Hvernig getur það verið fjárdráttur þegar menn nota greiðslukort fyrirtækja og fyrirtækið greiðir reikninginn en færir sömu kröfu á notandann? Og síðan ber fyrirtækið ekki kostnað nema menn komi með kvittanir? Hvar í ferlinu er brotið sem um er að ræða. Hæstiréttur er búinn að segja að í þessu geti ekki falist neitt refsivert," segir Gestur. Málið rætt á alþingi Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar gerði ummæli dómsmálaráðherra að umræðuefni í upphafi þingfundar í gær. Hann sagði að fyrir lægi að trúnaðarmenn Sjáflstæðisflokksins hefðu fundað um málið í aðdraganda þess. „Þá hefur formaður Sjálfstæðisflokksins lýst því yfir að ef pólitískur fnykur væri af málinu þá yrði því fleygt út úr dómssölum. Í ljósi þessa verður að skoða ummæli hæstvirts dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar á heimasíðu sinni í gær, en blekið hafði vart þornað á dómi hæstaréttar þegar hann lýsti því yfir að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta í málinu og ákæruvaldið skuli taka mið af því sem fram kemur í málinu hjá hæstarétti. Er það skilningur ráðherrans að dómstólar hafi það hlutverk að gæta leiðbeiningaskyldu gagnvart ákæruvaldinu? Eða er hann að segja að afskiptum Sjálfstæðismanna af málinu sé ekki lokið," spurði Lúðvík Bergvinsson. „Réttarkerfið hefur ekkert sagt sitt síðasta í málinu," sagði Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og vísaði til þess að í dómi hæstaréttar segði berum orðum að málinu væri lokið ekki gagnvart neinum sakborninganna. „Hæstiréttur er einfaldlega að segja að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð í þessu máli og það er akkúrat það sem hæstvirtur dómsmálaráðherra var að segja á sinni heimasíðu," sagði Sigurður Kári. „Fyrst og fremst vil ég vekja athygli á að dómsmálaráherra þarf að svara fyrir og bera ábyrgð á afglöpum undirmanna sinna sem þau væru hans eigin," sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna í umræðunni. „Það er nefnilega þannig að áfellisdómur hæstaréttar yfir lögreglu og ákæruvaldi er um leið áfellisdómur yfir dómsmálaráherra sem ber hina pólítísku ábyrgð á þessum málaflokki. Og þess vegna er það ekki bara þannig að hæstvirtur ráðherra geti skotið sér undan ábyrgð með því að blaðra eitthvað á heimasíðunni eða flýja til útlanda," sagði Steingrímur. Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksin sagði að menn hlytu að velta fyrir sér hvernig það mætti vera að málið væri vanreifað á báðum dómsstigum. Jafnframt yrði að velta því upp hvort ekki bæri að aðskilja rannsókn og ákæru í málum. „Ritstjóri Morgunblaðsins og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hleyptu þessu máli af stað. Og það eru staðreyndir málsins," sagði Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins. Hann skoraði dómsmálaráðherra að biðjast afsökunar á ummælum sínum og draga skrifin til baka. „En það eru nú dæmi um það að hann hafi nú breytt skrifum sínum meðan hann hefur verið staddur í útlöndum. Og ég skora á hæstvirtan dómsmálaráðherra að gera það enn á ný," sagði Sigurjón. >
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira