Dýrt að halda uppi réttarríki 11. október 2005 00:01 Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóra, segir að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi að sínu leyti rétt fyrir sér þegar hann segi á vefsíðu sinni að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð. „Máli sem tekið er til rannsóknar getur aðeins lokið með tvennum hætti. Annars vegar með bréfi þar sem greint er frá því að ekki þyki tilefni til þess að gefa út ákæru. Hins vegar með útgáfu ákæru sem dómstólar fjalla þá um. Björn er lögfræðingur að mennt og það situr væntanlega enn í honum,“ segir Jón og bætir við: „Nú er greinileg sú tilhneiging við meðferð opinbers valds að sífellt meiri kröfur eru gerðar til handhafanna.“ Jón telur að dómur Hæstaréttar um frávísun 32 ákæruliða verði fordæmisgefandi og hafi áhrif á allar ákærur sem skrifaðar verði héðan í frá. Þeir 32 ákæruliðir Baugsmálsins sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í fyrradag eru nú í höndum Ríkissaksóknara. „Við vildum að enginn vafi léki á trúverðugleika þeirra ákvarðana sem teknar eru í sambandi við niðurstöðu Hæstaréttar, þess vegna óskaði ég eftir því að Ríkissaksóknari tæki yfir málið,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. „Síðan er það Ríkissaksóknari sem ákveður hvernig haldið verður á málinu. Við höfum engin afskipti af þeim hluta málsins,“ bætir Haraldur við. Jón segir að kostnaðurinn við rannsóknina gæti komið til með að hlaupa á tugum milljóna króna en bendir á að hlutfallslega sé ekki víst að hann sé meiri en við aðrar rannsóknir hjá embættinu. „Kostnaðurinn hefur ekki verið tekinn saman en við vitum þetta á ákveðnum tímapunkti. Flest mál sem rannsökuð eru hjá embættinu taka fleiri mánuði í vinnslu og að þeim koma fleiri en einn starfsmaður. Þannig getur einstakt mál kostað fleiri ein eitt ársverk og það er fljótt að hlaupa á tugum milljóna króna. Það kostar peninga að halda uppi réttarríki. Þetta er ekki gríðarlegur kostnaður þótt það sé vissulega afstætt,“ segir Jón. Baugsmálið Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóra, segir að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi að sínu leyti rétt fyrir sér þegar hann segi á vefsíðu sinni að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð. „Máli sem tekið er til rannsóknar getur aðeins lokið með tvennum hætti. Annars vegar með bréfi þar sem greint er frá því að ekki þyki tilefni til þess að gefa út ákæru. Hins vegar með útgáfu ákæru sem dómstólar fjalla þá um. Björn er lögfræðingur að mennt og það situr væntanlega enn í honum,“ segir Jón og bætir við: „Nú er greinileg sú tilhneiging við meðferð opinbers valds að sífellt meiri kröfur eru gerðar til handhafanna.“ Jón telur að dómur Hæstaréttar um frávísun 32 ákæruliða verði fordæmisgefandi og hafi áhrif á allar ákærur sem skrifaðar verði héðan í frá. Þeir 32 ákæruliðir Baugsmálsins sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í fyrradag eru nú í höndum Ríkissaksóknara. „Við vildum að enginn vafi léki á trúverðugleika þeirra ákvarðana sem teknar eru í sambandi við niðurstöðu Hæstaréttar, þess vegna óskaði ég eftir því að Ríkissaksóknari tæki yfir málið,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. „Síðan er það Ríkissaksóknari sem ákveður hvernig haldið verður á málinu. Við höfum engin afskipti af þeim hluta málsins,“ bætir Haraldur við. Jón segir að kostnaðurinn við rannsóknina gæti komið til með að hlaupa á tugum milljóna króna en bendir á að hlutfallslega sé ekki víst að hann sé meiri en við aðrar rannsóknir hjá embættinu. „Kostnaðurinn hefur ekki verið tekinn saman en við vitum þetta á ákveðnum tímapunkti. Flest mál sem rannsökuð eru hjá embættinu taka fleiri mánuði í vinnslu og að þeim koma fleiri en einn starfsmaður. Þannig getur einstakt mál kostað fleiri ein eitt ársverk og það er fljótt að hlaupa á tugum milljóna króna. Það kostar peninga að halda uppi réttarríki. Þetta er ekki gríðarlegur kostnaður þótt það sé vissulega afstætt,“ segir Jón.
Baugsmálið Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira