Segir eftirlaunafrumvarpið dýrara 14. október 2005 00:01 Umdeilt eftirlaunafrumvarp alþingis sem samþykkt var naumlega á þingi fyrir tveimur árum jók lífeyrrisskuldbindingu ríkisins um 650 milljónir á árinu 2004. Þetta segir Helgi Hjörvar alþingismaður á heimasíðu sinni í dag. Hann segir kostnaðinn orðinn miklu mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir. Helgi Hjörvar fer hörðum orðum um eftrilaunafrumvarpið umdeilda og afleiðingar þess, sem eins og menn eflaust muna var samþykkt þrátt fyrir hávær mótmæli launaþegahreyfinga og þingmanna um þar síðustu jól. Helgi segir að upphaflega hafi ekki fylgt frumvarpinu kostnaðarmat en eftir eftirgangssemi þings og fjölmiðla hafi formaður Allsherjarnefndar látið framkvæma slíkt mat. Það hafi gert ráð fyrir að í versta falli myndi frumvarpið hafa í för með sér rúmlega 400 milljóna króna kostnaðaaukningu, í besta falli yrði hún þó ekki nema um 7 milljónir. Helgi Hjörvar segir í pistli sínum að hækkunin sem nú hafi komið fram sé þegar orðinn 650 milljónir króna samkvæmt áætlun. Þannig hafi kostnaður vegna lífeyrisskuldbindinga alþingismanna árið 2004 hækkað um 323 milljónir króna, en spár Talnakönnunar fyrir Alþingi hafi gert ráð fyrir að hækkun gæti mest orðið 172 milljónir. Helgi segir að hækkun lífeyrisskuldbindinga ráðherra árið 2004 hafi verið 83 milljónir, en mat Talnakönnunar hafi gert ráð fyrir að hækkunin yrði aldrei minni en 66 milljónir króna. Hið sama á við ef lífeyrisskuldbindingar embættismanna en þær hækkuðu eftir því sem Helgi segir um 242 milljónir króna á síðasta ári en áttu samkvæmt verstu spám Talnakönnunar einungis að hækka um 57milljónir. Samanlagt jukust því lífeyrisskuldbindingar vegna ráðherra, alþingismanna og embætismanna um 650 milljónir á síðasta ári. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
Umdeilt eftirlaunafrumvarp alþingis sem samþykkt var naumlega á þingi fyrir tveimur árum jók lífeyrrisskuldbindingu ríkisins um 650 milljónir á árinu 2004. Þetta segir Helgi Hjörvar alþingismaður á heimasíðu sinni í dag. Hann segir kostnaðinn orðinn miklu mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir. Helgi Hjörvar fer hörðum orðum um eftrilaunafrumvarpið umdeilda og afleiðingar þess, sem eins og menn eflaust muna var samþykkt þrátt fyrir hávær mótmæli launaþegahreyfinga og þingmanna um þar síðustu jól. Helgi segir að upphaflega hafi ekki fylgt frumvarpinu kostnaðarmat en eftir eftirgangssemi þings og fjölmiðla hafi formaður Allsherjarnefndar látið framkvæma slíkt mat. Það hafi gert ráð fyrir að í versta falli myndi frumvarpið hafa í för með sér rúmlega 400 milljóna króna kostnaðaaukningu, í besta falli yrði hún þó ekki nema um 7 milljónir. Helgi Hjörvar segir í pistli sínum að hækkunin sem nú hafi komið fram sé þegar orðinn 650 milljónir króna samkvæmt áætlun. Þannig hafi kostnaður vegna lífeyrisskuldbindinga alþingismanna árið 2004 hækkað um 323 milljónir króna, en spár Talnakönnunar fyrir Alþingi hafi gert ráð fyrir að hækkun gæti mest orðið 172 milljónir. Helgi segir að hækkun lífeyrisskuldbindinga ráðherra árið 2004 hafi verið 83 milljónir, en mat Talnakönnunar hafi gert ráð fyrir að hækkunin yrði aldrei minni en 66 milljónir króna. Hið sama á við ef lífeyrisskuldbindingar embættismanna en þær hækkuðu eftir því sem Helgi segir um 242 milljónir króna á síðasta ári en áttu samkvæmt verstu spám Talnakönnunar einungis að hækka um 57milljónir. Samanlagt jukust því lífeyrisskuldbindingar vegna ráðherra, alþingismanna og embætismanna um 650 milljónir á síðasta ári.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira