Hjálpum þeim! 23. október 2005 17:50 Tugir þúsunda deyja í jarðskjálftum í Pakistan og við gerum ekki neitt. Fjársöfnun fyrir nauðstadda skilar litlum árangri, ekki bara hér heldur út um allan heim. Samúð heimsins er stundum mjög valkvæð. Ég hitti kunningja minn sem er frá Pakistan og hann bað mig að hjálpa. Hann sagði að heil kynslóð skólabarna hefði þurrkast út á jarðskjálftasvæðunum. Kaldir vetrarvindar gnauða nú þarna í fjöllunum og fólk hefur lítið húsaskjól. Ég lofaði að koma þessu áleiðis. Hér er síða Rauða krossins þar sem er hægt að gefa í söfnunina, en einnig er hægt að hringja í síma 907 2020 og þá dragast 1000 krónur frá símreikningi. Kannski er dæmi um hugarfarið að í einum fjölmiðli Bandaríkjunum var spurt: "Hversu margir al queida-menn dóu í skjálftanum?" Svarið: Kannski enginn, kannski fimm, ekkert sem skiptir máli. En það dóu líka mörg þúsund börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun
Tugir þúsunda deyja í jarðskjálftum í Pakistan og við gerum ekki neitt. Fjársöfnun fyrir nauðstadda skilar litlum árangri, ekki bara hér heldur út um allan heim. Samúð heimsins er stundum mjög valkvæð. Ég hitti kunningja minn sem er frá Pakistan og hann bað mig að hjálpa. Hann sagði að heil kynslóð skólabarna hefði þurrkast út á jarðskjálftasvæðunum. Kaldir vetrarvindar gnauða nú þarna í fjöllunum og fólk hefur lítið húsaskjól. Ég lofaði að koma þessu áleiðis. Hér er síða Rauða krossins þar sem er hægt að gefa í söfnunina, en einnig er hægt að hringja í síma 907 2020 og þá dragast 1000 krónur frá símreikningi. Kannski er dæmi um hugarfarið að í einum fjölmiðli Bandaríkjunum var spurt: "Hversu margir al queida-menn dóu í skjálftanum?" Svarið: Kannski enginn, kannski fimm, ekkert sem skiptir máli. En það dóu líka mörg þúsund börn.