Mótsögn í tilmælum borgarstjóra 23. október 2005 17:50 Leikskólastarfsmenn eru ósáttir við tilmæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra um að stjórnendur á vinnustöðum borgarinnar bregðist jákvætt við óskum kvenna um að leggja niður störf á mánudag vegna kvennafrídagsins án þess að skerða nauðsynlega þjónustu. Þeir segja slíkt ómögulegt. Leikskólastarfsmönnum, sem eru að stórum hluta konur, er misboðið vegna yfirlýsingar borgarstjóra um að yfirmenn á vinnustöðum borgarinnar bregðist vel við óskum kvenna um að leggja niður vinnu á mánudaginn klukkan 14.08 eins og aðstandendur baráttudags kvenna hafa mælst til. Borgarstjóri hvetur konur til að komast að samkomulagi við samstarfsmenn og stjórnendur um tilhögun þannig að þjónusta skerðist ekki en bent hefur verið á að slíkt sé ógerlegt á leikskólum þar sem stærstur hluti starfsmanna séu konur og því muni þjónustan skerðast ákveði konur að leggja niður störf. Kristjana Helga Thorarensen, leikskólastjóri á Ægisborg, segir að tilmælin hljómi einkennilega þar sem Reykjavíkurborg sé örugglega stærsti kvennavinnustaður landsins. Ef ekki eigi að skerða þjónustu á leikskólum og frístundaheimilum fari engin þaðan og taki þátt í þessari samstöðu kvenna á mánudaginn. Hún telur að það vanti samstöðu og skortur sé á þeirri baráttu sem hafi einkennt Kvennalistann. Hún sé hrædd um að Bríet Bjarnhéðinsdóttir og gamlar baráttukonur sem hafi barist fyrir þeim réttindum sem konur hafi þó myndu segja eitthvað ef þær væru uppi núna. Kristjana segir að útlit sé fyrir það að hún þurfi að velja starfsfólk sem fari á baráttufundinn, en það fari eftir því hversu margir foreldrar sæki börnin sín fyrr. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Leikskólastarfsmenn eru ósáttir við tilmæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra um að stjórnendur á vinnustöðum borgarinnar bregðist jákvætt við óskum kvenna um að leggja niður störf á mánudag vegna kvennafrídagsins án þess að skerða nauðsynlega þjónustu. Þeir segja slíkt ómögulegt. Leikskólastarfsmönnum, sem eru að stórum hluta konur, er misboðið vegna yfirlýsingar borgarstjóra um að yfirmenn á vinnustöðum borgarinnar bregðist vel við óskum kvenna um að leggja niður vinnu á mánudaginn klukkan 14.08 eins og aðstandendur baráttudags kvenna hafa mælst til. Borgarstjóri hvetur konur til að komast að samkomulagi við samstarfsmenn og stjórnendur um tilhögun þannig að þjónusta skerðist ekki en bent hefur verið á að slíkt sé ógerlegt á leikskólum þar sem stærstur hluti starfsmanna séu konur og því muni þjónustan skerðast ákveði konur að leggja niður störf. Kristjana Helga Thorarensen, leikskólastjóri á Ægisborg, segir að tilmælin hljómi einkennilega þar sem Reykjavíkurborg sé örugglega stærsti kvennavinnustaður landsins. Ef ekki eigi að skerða þjónustu á leikskólum og frístundaheimilum fari engin þaðan og taki þátt í þessari samstöðu kvenna á mánudaginn. Hún telur að það vanti samstöðu og skortur sé á þeirri baráttu sem hafi einkennt Kvennalistann. Hún sé hrædd um að Bríet Bjarnhéðinsdóttir og gamlar baráttukonur sem hafi barist fyrir þeim réttindum sem konur hafi þó myndu segja eitthvað ef þær væru uppi núna. Kristjana segir að útlit sé fyrir það að hún þurfi að velja starfsfólk sem fari á baráttufundinn, en það fari eftir því hversu margir foreldrar sæki börnin sín fyrr.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira