Segir þingmönnum sagt rangt til 21. október 2005 00:01 Alþingismönnum hefur verið sagt rangt til um stöðu varnarviðræðna, segir Össur Skarphéðinsson, skuggaráðherra utanríkismála hjá Samfylkingunni. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill ekki ræða málið. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn greindu íslenskum stjórnvöldum frá því að kalla ætti herþoturnar á Keflavíkurflugvelli heim; eftir að málinu var skotið til Bush Bandaríkjaforseta; og eftir fjölmarga fundi embættismanna þjóðanna er staðan í málinu þessi: Það er ekki komið tilefni til efnislegra viðræðna. Stöð 2 vildi fá skýringar utanríkisráðherra á þessu en hann hafnaði viðtali og kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, segir málið augljóslega í hönk. "Málið virðist vera í algjöru uppnámi. Ég held að þetta sé til nokkurrar hneysu fyrir okkur Íslendinga hvernig haldið hefur verið á málinu af okkar hálfu. Það liggur alveg fyrir að íslensk stjórnvöld hafa alveg vanrækt að skilgreina þær þarfir sem við höfum fyrir varnir. Meðan sú skilgreining liggur ekki fyrir eru menn ekki alveg klárir á hvað þarf og þar af leiðandi er dálítið erfitt að semja um slíka hluti. Ég verð líka að segja að ég er ekki ánægður sem alþingismaður og sitjandi í utanríkismálanefnd að það virðist sem við höfum fengið rangar upplýsingar. Það var sagt að það væru farnar af stað efnislegar umræður en nú kemur í ljós að menn hafa í raun ekki verið að ræða um, varla nokkurn skapaðan hlut." Í Japan og Kóreu borga viðkomandi ríki stærsta hluta kostnaðar við veru Bandaríkjahers þar sem hann er þeim þar til verndar. Japan var sigrað land, Kóreu var komið til hjálpar í stríði, ólíkt Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttastofu, vilja Bandaríkjamenn halda við þá ákvörðun sína að flytja orysstuþorutnar fjórar héðan og sinna öryggishlutverki þeirar frá flugstöðinni í Laden Heath í Bretlandi. Jafnhliða yrði þyrlubjörgunarsveitin flutt héðan, því hún er nátengd herþotunu. Þá vilja bandaríkjamenn að Íslendingar greiði allt að 75 prósentum kostnaðar við rekstur flugbrautannna á Keflavíkurflugvelli og álika hlutfall í rekstri slökkvilisðins þar, en bandaríkjamenn greiða nú fyrir þessa þætti. Þá vilja þeir að flugherinn taki yfir rekstur stöðvarinnar af sjóhernum og reki hér viðhaldsstöð fyrir bandarískar- og aðrar Natóflugvélar, sem hér þyrftu að hafa viðkomu, en engar flugvélar yrðu staðsettar hér. Bandaríski herinn og hervélar Nató hefðu áfram full afnot af vellinum þegar á þyrfti að halda, en án viðveru flugvéla hér, eins og áður sagði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Alþingismönnum hefur verið sagt rangt til um stöðu varnarviðræðna, segir Össur Skarphéðinsson, skuggaráðherra utanríkismála hjá Samfylkingunni. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill ekki ræða málið. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn greindu íslenskum stjórnvöldum frá því að kalla ætti herþoturnar á Keflavíkurflugvelli heim; eftir að málinu var skotið til Bush Bandaríkjaforseta; og eftir fjölmarga fundi embættismanna þjóðanna er staðan í málinu þessi: Það er ekki komið tilefni til efnislegra viðræðna. Stöð 2 vildi fá skýringar utanríkisráðherra á þessu en hann hafnaði viðtali og kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, segir málið augljóslega í hönk. "Málið virðist vera í algjöru uppnámi. Ég held að þetta sé til nokkurrar hneysu fyrir okkur Íslendinga hvernig haldið hefur verið á málinu af okkar hálfu. Það liggur alveg fyrir að íslensk stjórnvöld hafa alveg vanrækt að skilgreina þær þarfir sem við höfum fyrir varnir. Meðan sú skilgreining liggur ekki fyrir eru menn ekki alveg klárir á hvað þarf og þar af leiðandi er dálítið erfitt að semja um slíka hluti. Ég verð líka að segja að ég er ekki ánægður sem alþingismaður og sitjandi í utanríkismálanefnd að það virðist sem við höfum fengið rangar upplýsingar. Það var sagt að það væru farnar af stað efnislegar umræður en nú kemur í ljós að menn hafa í raun ekki verið að ræða um, varla nokkurn skapaðan hlut." Í Japan og Kóreu borga viðkomandi ríki stærsta hluta kostnaðar við veru Bandaríkjahers þar sem hann er þeim þar til verndar. Japan var sigrað land, Kóreu var komið til hjálpar í stríði, ólíkt Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttastofu, vilja Bandaríkjamenn halda við þá ákvörðun sína að flytja orysstuþorutnar fjórar héðan og sinna öryggishlutverki þeirar frá flugstöðinni í Laden Heath í Bretlandi. Jafnhliða yrði þyrlubjörgunarsveitin flutt héðan, því hún er nátengd herþotunu. Þá vilja bandaríkjamenn að Íslendingar greiði allt að 75 prósentum kostnaðar við rekstur flugbrautannna á Keflavíkurflugvelli og álika hlutfall í rekstri slökkvilisðins þar, en bandaríkjamenn greiða nú fyrir þessa þætti. Þá vilja þeir að flugherinn taki yfir rekstur stöðvarinnar af sjóhernum og reki hér viðhaldsstöð fyrir bandarískar- og aðrar Natóflugvélar, sem hér þyrftu að hafa viðkomu, en engar flugvélar yrðu staðsettar hér. Bandaríski herinn og hervélar Nató hefðu áfram full afnot af vellinum þegar á þyrfti að halda, en án viðveru flugvéla hér, eins og áður sagði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira