Fauk í Bandaríkjamenn 25. október 2005 18:30 Það fauk í Bandaríkjamenn í kjölfar viðræðufunda með Íslendingum um varnarmál í síðustu viku í Washington. Í bandaríska varnarmálaráðuneytinu er vilji fyrir því að loka Keflavíkurstöðinni og hörð samningatækni Íslendinga gerir þeim sem bera á móti erfitt fyrir. Varnarviðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna í síðustu viku stóðu stutt. Íslensku sendinefndinni þótti tilboð Bandaríkjamanna ekki gefa tilefni til efnislegra viðræðna og því var þeim í raun slitið áður en þær hófust. Þetta kom flatt upp á Bandaríkjamennina og fulltrúar varnarmálaráðuneytisins munu vera á því að Íslendingar hafi ekkert til málanna að leggja, ekkert gangi að koma vitinu fyrir þá eins og það er orðað og viðræður séu tilgangslausar. Eins og staðan sé, sé í raun vænlegast að gera það sem æðstu menn í varnarmálaráðuneytinu vildu í upphafi: loka stöðinni. Þó að íslenskir ráðamenn hafi blandaði bæði Bush forseta og Condoleezzu Rice utanríkisráðherra í málið er tilboð Bandaríkjamanna lítið breytt frá þeim tillögum sem kynntar voru fyrir kosningarnar 2003: orustuþoturnar burt, loftvarnir frá Skotlandi, Íslendingar borga stærsta hlut reikningsins við rekstur flugvallarins. Íslensk stjórnvöld munu hins vegar ekki vera til viðræðna um neitt annað en skiptingu kostnaðar. Þó að vilji sé til viðræðna er himinn og haf á milli hugmynda fulltrúa þjóðanna í þeim málum. Ennfremur munu hugmyndir Íslendinga um varnir landsins vera mjög óljósar. Engar líkur eru sagðar á að Keflavíkurstöðinni verði lokað á næstunni, þrátt fyrir vilja varnarmálaráðuneytisins. Í bandaríska utanríkisráðuneytinu er reynt að koma í veg fyrir þær, en háttalag Íslendinga er sagt gera það erfiðara. Vonir eru bundnar við að samkomulag takist hið fyrsta á milli sjóhersins, sem rekur stöðina, og flughersins um að flugherinn taki við. Þá er sagt að annað viðhorf blasi við og hugsanlega tímabundin uppbygging á stöðinni, þó að langtímaáhrifin og þýðing fyrir varnir Íslands séu óljós. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Það fauk í Bandaríkjamenn í kjölfar viðræðufunda með Íslendingum um varnarmál í síðustu viku í Washington. Í bandaríska varnarmálaráðuneytinu er vilji fyrir því að loka Keflavíkurstöðinni og hörð samningatækni Íslendinga gerir þeim sem bera á móti erfitt fyrir. Varnarviðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna í síðustu viku stóðu stutt. Íslensku sendinefndinni þótti tilboð Bandaríkjamanna ekki gefa tilefni til efnislegra viðræðna og því var þeim í raun slitið áður en þær hófust. Þetta kom flatt upp á Bandaríkjamennina og fulltrúar varnarmálaráðuneytisins munu vera á því að Íslendingar hafi ekkert til málanna að leggja, ekkert gangi að koma vitinu fyrir þá eins og það er orðað og viðræður séu tilgangslausar. Eins og staðan sé, sé í raun vænlegast að gera það sem æðstu menn í varnarmálaráðuneytinu vildu í upphafi: loka stöðinni. Þó að íslenskir ráðamenn hafi blandaði bæði Bush forseta og Condoleezzu Rice utanríkisráðherra í málið er tilboð Bandaríkjamanna lítið breytt frá þeim tillögum sem kynntar voru fyrir kosningarnar 2003: orustuþoturnar burt, loftvarnir frá Skotlandi, Íslendingar borga stærsta hlut reikningsins við rekstur flugvallarins. Íslensk stjórnvöld munu hins vegar ekki vera til viðræðna um neitt annað en skiptingu kostnaðar. Þó að vilji sé til viðræðna er himinn og haf á milli hugmynda fulltrúa þjóðanna í þeim málum. Ennfremur munu hugmyndir Íslendinga um varnir landsins vera mjög óljósar. Engar líkur eru sagðar á að Keflavíkurstöðinni verði lokað á næstunni, þrátt fyrir vilja varnarmálaráðuneytisins. Í bandaríska utanríkisráðuneytinu er reynt að koma í veg fyrir þær, en háttalag Íslendinga er sagt gera það erfiðara. Vonir eru bundnar við að samkomulag takist hið fyrsta á milli sjóhersins, sem rekur stöðina, og flughersins um að flugherinn taki við. Þá er sagt að annað viðhorf blasi við og hugsanlega tímabundin uppbygging á stöðinni, þó að langtímaáhrifin og þýðing fyrir varnir Íslands séu óljós.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira