Niðurstaðan áhyggjuefni segir menntamálaráðherra 28. nóvember 2005 12:46 MYND/GVA Einn af hverjum fimm framhaldsskólanemendum sem þreyttu samræmt stúdentspróf í stærðfræði síðastliðið vor skiluðu auðum eða alröngum úrlausnum. Síðastliðið vor voru samræmd stúdentspróf í stærðfræði og ensku lögð fyrir framhaldsskólanemendur í fyrsta sinn en prófað hafði verið í íslensku á þennan máta tvisvar áður. Breytilegt var hve margir þreyttu prófin síðasta vor en nemendur þurfa aðeins að hafa lokið tveimur samræmdum prófum til þess að geta útskrifast úr framhaldsskóla. Þá er ekki gerð krafa um tiltekinn árangur á prófunum til að af útskrift geti orðið heldur eingöngu að nemendur mæti í prófin og sitji við í eina klukkustund. Meðaleinkunn í íslenskuprófinu var 4,9, í ensku var hún 6,2 og aðeins 3,3 í stærðfræðiprófinu. Annar einkunnastigi var þó hannaður fyrir þessi próf og samkvæmt upplýsingum frá Námsmatsstofnun ber því að varast að leggja svipaða merkingu og venja er í einkunnarskalann 1-10. Mikla athygli vekur að af þeim rúmlega 653 nemendum sem þreyttu stærðfræðiprófið skiluðu 49 nemendur auðum prófheftum og 99 fengu lægstu mögulegu einkunn, sem samtals gerir tuttugu og tvö prósent nemenda. Þá skiluðu 6,5 prósent nemenda auðum íslenskuprófum og tæp þrjú og hálft prósent nemenda skrifuðu ekki staf á enskuprófinu, að undanskildu nafninu sínu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir það áhyggjuefni að einn af hverjum fimm framhaldsskólanemendum skuli ýmist skila auðu blaði í stærðfræðiprófinu eða alröngum úrlausnum. Ljóst sé að Námsmatsstofnun þurfi að fara gaumgæfilega yfir málið. Aðspurð hvort samræmdu stúdentsprófin séu ekki andvana fædd segir Þorgerður það annað mál. Hún ítrekar að þau hafi verið sett á laggirnar samkvæmt lögum sem sett hafi verið árið 1996 og enginn þingflokkur andmælti. Síðan þá hafi þó margt gerst en skoðað verði málefni framhaldsskólanna í heild eins og verið sé að gera varðandi breytta námskipan og styttingu námsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Einn af hverjum fimm framhaldsskólanemendum sem þreyttu samræmt stúdentspróf í stærðfræði síðastliðið vor skiluðu auðum eða alröngum úrlausnum. Síðastliðið vor voru samræmd stúdentspróf í stærðfræði og ensku lögð fyrir framhaldsskólanemendur í fyrsta sinn en prófað hafði verið í íslensku á þennan máta tvisvar áður. Breytilegt var hve margir þreyttu prófin síðasta vor en nemendur þurfa aðeins að hafa lokið tveimur samræmdum prófum til þess að geta útskrifast úr framhaldsskóla. Þá er ekki gerð krafa um tiltekinn árangur á prófunum til að af útskrift geti orðið heldur eingöngu að nemendur mæti í prófin og sitji við í eina klukkustund. Meðaleinkunn í íslenskuprófinu var 4,9, í ensku var hún 6,2 og aðeins 3,3 í stærðfræðiprófinu. Annar einkunnastigi var þó hannaður fyrir þessi próf og samkvæmt upplýsingum frá Námsmatsstofnun ber því að varast að leggja svipaða merkingu og venja er í einkunnarskalann 1-10. Mikla athygli vekur að af þeim rúmlega 653 nemendum sem þreyttu stærðfræðiprófið skiluðu 49 nemendur auðum prófheftum og 99 fengu lægstu mögulegu einkunn, sem samtals gerir tuttugu og tvö prósent nemenda. Þá skiluðu 6,5 prósent nemenda auðum íslenskuprófum og tæp þrjú og hálft prósent nemenda skrifuðu ekki staf á enskuprófinu, að undanskildu nafninu sínu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir það áhyggjuefni að einn af hverjum fimm framhaldsskólanemendum skuli ýmist skila auðu blaði í stærðfræðiprófinu eða alröngum úrlausnum. Ljóst sé að Námsmatsstofnun þurfi að fara gaumgæfilega yfir málið. Aðspurð hvort samræmdu stúdentsprófin séu ekki andvana fædd segir Þorgerður það annað mál. Hún ítrekar að þau hafi verið sett á laggirnar samkvæmt lögum sem sett hafi verið árið 1996 og enginn þingflokkur andmælti. Síðan þá hafi þó margt gerst en skoðað verði málefni framhaldsskólanna í heild eins og verið sé að gera varðandi breytta námskipan og styttingu námsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira