Vilja ekki gefa upp hvað verður gert við Heilsuverndarstöðina 28. nóvember 2005 23:36 MYND/E.Ól Nýir eigendur Heilsuverndarstöðvarinnar vilja ekki gefa upp að svo stöddu hvað standi til að gera við húsið þegar þeir fá það afhent. Þeir borga hátt ímilljarð króna fyrir húsið. Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur, fasteignin að Barónsstíg 47 þar sem Heilsuverndarstöðin hefur verið til húsa í áratugi, var á dögunum auglýst til sölu, en húsið er í eigu Reykjavíkurborgar og ríkissjóðs. AlLs bárust átta tilboð í húsið en einn bjóðenda féll frá tilboði sínu áður en tekin var afstaða til þesS. Hæsta boð átti verktakafyrirtækið Mark-Hús, heilar 980 milljónir króna, en það er um 50 milljónum króna meira en næsthæsta tilboð. Tvö hundruð milljónir verða reiddar fram við undirritun kaupssamnings og eftirstöðvarnar, 780 milljónir, þegar húsið verður afhent 1. ágúst á næsta ári. Ríkissjóður, sem á 40 prósent í húsinu, hefur þegar samþykkt tilboðið og hið sama hefur framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar gert. Þá vantar aðeins samþykki borgaráðs en búist er við því að það leggi blessun sína yfir tilboðið á fundi á fimmtudag. Mark-Hús hefur verið starfandi sem verktakafyrirtæki frá árinu 1982 en eigendur þess eru Markús Árnason og Karen Haraldsdóttir. Þau segja of snemmt að greina frá því hvaða hlutverk þau ætli húsinu enda sé nokkuð langur tími þar til húsið verður afhent. Verið sé að skoða nokkrar hugmyndir en ekki verði greint frá því hverjar þær séu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Sjá meira
Nýir eigendur Heilsuverndarstöðvarinnar vilja ekki gefa upp að svo stöddu hvað standi til að gera við húsið þegar þeir fá það afhent. Þeir borga hátt ímilljarð króna fyrir húsið. Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur, fasteignin að Barónsstíg 47 þar sem Heilsuverndarstöðin hefur verið til húsa í áratugi, var á dögunum auglýst til sölu, en húsið er í eigu Reykjavíkurborgar og ríkissjóðs. AlLs bárust átta tilboð í húsið en einn bjóðenda féll frá tilboði sínu áður en tekin var afstaða til þesS. Hæsta boð átti verktakafyrirtækið Mark-Hús, heilar 980 milljónir króna, en það er um 50 milljónum króna meira en næsthæsta tilboð. Tvö hundruð milljónir verða reiddar fram við undirritun kaupssamnings og eftirstöðvarnar, 780 milljónir, þegar húsið verður afhent 1. ágúst á næsta ári. Ríkissjóður, sem á 40 prósent í húsinu, hefur þegar samþykkt tilboðið og hið sama hefur framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar gert. Þá vantar aðeins samþykki borgaráðs en búist er við því að það leggi blessun sína yfir tilboðið á fundi á fimmtudag. Mark-Hús hefur verið starfandi sem verktakafyrirtæki frá árinu 1982 en eigendur þess eru Markús Árnason og Karen Haraldsdóttir. Þau segja of snemmt að greina frá því hvaða hlutverk þau ætli húsinu enda sé nokkuð langur tími þar til húsið verður afhent. Verið sé að skoða nokkrar hugmyndir en ekki verði greint frá því hverjar þær séu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Sjá meira