Skoða þurfi örorkukerfið í heild 2. desember 2005 19:26 MYND/GVA Forsætisráðherra segir að skoða þurfi örorkukerfið í heild, ekki taka valda hluta út. Í nýrri skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors sé nýja tekjutryggingaraukanum sleppt þegar grunnlífeyris- og tekjutrygging er borin saman sem hlutfall af lágmarkslaunum. Þetta skekki myndina. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að skýrslan ætti að vera skyldulesning fyrir ríkisstjórnina. Ef þeir skammist sín ekki eftir þann lestur séu þeir forhertari en hún hefði haldið. Lög kveða á um að kjör öryrkja eigi að vera sambærileg við kjör annarra þjóðfélagsþegna. Samkvæmt nýrri skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors eru þau þó einungis 45 prósent af meðallaunum á Íslandi. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að Íslendingar eru í hópi þeirra átta OECD-þjóða sem minnstu verja til þessa málaflokks Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir alltaf ástæðu til að bæta kjör öryrkja og ríkisstjórnin hafi gert það á undanförnum árum. Í þessum samanburði sem gerður sé í skýrslunni sýnist honum að ekki sé tekinn með tekjutryggingarauki sem bætt hafi verið við árið 2001. Hann hafi svo verið hækkaður sérstaklega árin 2003 og 2004 og samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafi, hafi kaupmáttur þessara bóta hækkað um 58 prósent frá árinu 1995 en á sama tíma hafi kaupmáttur launa hækkað um 37 prósent. Halldór tekur fram að hann sé ekki að segja að bæturnar séu háar og hann telur fulla ástæðu til að huga að því í framtíðinni að lagfæra þær eins og gert hafi verið áður. Hann hafi fengið þessar upplýsingar og honum finnist samanburðurinn í skýrslunni ekki vera algjörlega raunsær. Halldór Ásgrímsson varspurður um til hvaða aðgerða yrði gripið í framhaldi af þeim upplýsingum sem fram koma í skýrslunni. Hann svaraði því tilað stjórnvöld myndu skoða skýrsluna vel og þann samanburð sem hún hefði að geyma. Hann sagði að upplýsingar um aukna skattbyrði öryrkja heldust í hendur við meiri kaupmátt og hærri laun. Á móti kæmu aðgerðir stjórnvalda til að lækka tekjuskatt.Þá sagði hann enn fremur að tekin hefði verið upp sérstök greiðsla til ungra öryrkja árið 2004 sem hefði verið mikil bót. Það væri þó alltaf ástæða til að lagfæra meira. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar,segir skýrsluna áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Alls staðar hafi slegiðí bakseglin,bæðihvað varðialþjóðlegan samanburð, skattbyrði og meðaltekjur.Jóhanna telur að skýrsla Stefáns eigi að vera skyldulesning fyrir hvern einasta ráðherra og það sé alveg upplagt fyrir Öryrkjabandalagið að gefa þeim þessa bók í jólagjöf. Hún telji að ef þeir skammist sín ekki fyrir þessa skýrslu þá séu þeir forhertari en hún hafi haldið. Það þurfi að koma af stað aðgerðaráætlun til fimm ára og markmiðið á að vera að færa kjör öryrkja til samræmis við það sem gerist hjá öðrum þjóðum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Forsætisráðherra segir að skoða þurfi örorkukerfið í heild, ekki taka valda hluta út. Í nýrri skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors sé nýja tekjutryggingaraukanum sleppt þegar grunnlífeyris- og tekjutrygging er borin saman sem hlutfall af lágmarkslaunum. Þetta skekki myndina. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að skýrslan ætti að vera skyldulesning fyrir ríkisstjórnina. Ef þeir skammist sín ekki eftir þann lestur séu þeir forhertari en hún hefði haldið. Lög kveða á um að kjör öryrkja eigi að vera sambærileg við kjör annarra þjóðfélagsþegna. Samkvæmt nýrri skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors eru þau þó einungis 45 prósent af meðallaunum á Íslandi. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að Íslendingar eru í hópi þeirra átta OECD-þjóða sem minnstu verja til þessa málaflokks Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir alltaf ástæðu til að bæta kjör öryrkja og ríkisstjórnin hafi gert það á undanförnum árum. Í þessum samanburði sem gerður sé í skýrslunni sýnist honum að ekki sé tekinn með tekjutryggingarauki sem bætt hafi verið við árið 2001. Hann hafi svo verið hækkaður sérstaklega árin 2003 og 2004 og samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafi, hafi kaupmáttur þessara bóta hækkað um 58 prósent frá árinu 1995 en á sama tíma hafi kaupmáttur launa hækkað um 37 prósent. Halldór tekur fram að hann sé ekki að segja að bæturnar séu háar og hann telur fulla ástæðu til að huga að því í framtíðinni að lagfæra þær eins og gert hafi verið áður. Hann hafi fengið þessar upplýsingar og honum finnist samanburðurinn í skýrslunni ekki vera algjörlega raunsær. Halldór Ásgrímsson varspurður um til hvaða aðgerða yrði gripið í framhaldi af þeim upplýsingum sem fram koma í skýrslunni. Hann svaraði því tilað stjórnvöld myndu skoða skýrsluna vel og þann samanburð sem hún hefði að geyma. Hann sagði að upplýsingar um aukna skattbyrði öryrkja heldust í hendur við meiri kaupmátt og hærri laun. Á móti kæmu aðgerðir stjórnvalda til að lækka tekjuskatt.Þá sagði hann enn fremur að tekin hefði verið upp sérstök greiðsla til ungra öryrkja árið 2004 sem hefði verið mikil bót. Það væri þó alltaf ástæða til að lagfæra meira. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar,segir skýrsluna áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Alls staðar hafi slegiðí bakseglin,bæðihvað varðialþjóðlegan samanburð, skattbyrði og meðaltekjur.Jóhanna telur að skýrsla Stefáns eigi að vera skyldulesning fyrir hvern einasta ráðherra og það sé alveg upplagt fyrir Öryrkjabandalagið að gefa þeim þessa bók í jólagjöf. Hún telji að ef þeir skammist sín ekki fyrir þessa skýrslu þá séu þeir forhertari en hún hafi haldið. Það þurfi að koma af stað aðgerðaráætlun til fimm ára og markmiðið á að vera að færa kjör öryrkja til samræmis við það sem gerist hjá öðrum þjóðum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira