Kaupskipin verði áfram skráð hér 3. febrúar 2006 00:01 Kaupskipaútgerðin hér á landi er í harði samkeppni við erlend skipafélög bæði um flutninga til og frá landinu og ekki síður á alþjóðlegum markaði. Þetta hefur leitt til þess að skip í eigu íslensku félaganna hafa í síauknum mæli siglt undir fánum erlendra ríkja, svokölluðum hentifánum, en með því móti segja skipafélögin að rekstrargrundvöllurinn verði hagstæðari. Sífellt fleiri útlendingar frá láglaunalöndum hafa verið munstraðir á skipin í stað Íslendinga, þrátt fyrir öfluga baráttu sjómannasamtakanna gegn þessari þróun. Nú bendir allt til þess ekkert af skipum stóru skipafélaganna tveggja, Eimskips og Samskipa, verði skráð hér á landi, sem er slæm þróun í sögu sjóflutninga hér á landi. Það er ekkert nýtt að sjómenn frá láglaunalöndum séu áberandi á skipum í alþjóðasiglingum. Sumir þeirra hafa verið þar um borð á skammarlega lágum kjörum, og auðvitað aðallega verið þar í skítverkunum. Yfirmennirnir hafa hins vegar sprangað um í brúnni borðalagðir og notið lífsins í yfirmannamessanum. Þrátt fyrir öflug samtök flutningaverkamanna hefur gengið erfiðlega að snúa þessari þróun við, því alltaf öðru hverju hafa komið upp mál þar sem komið hefur í ljós að hásetar og lægra settir í áhöfnum hentifánaskipa búa við lakan kost. Sum nágrannalanda okkar hafa tekið þessi mál alvarlegum tökum og reynt eftir megni að leysa þau. Þetta virðist hafa tekist í Færeyjum og þá er von að spurt sé hvers vegna ekki sé hægt að leysa þetta mál á sama hátt hér. Eru það staðnaðir og stirðir embættismenn í ráðuneytum sem koma í veg fyrir að hægt sé að gera breytingar á lögum og reglum til að greiða fyrir þessu máli, eða vantar pólitískan vilja til þess? Við erum eyþjóð og eigum nær allt okkar undir sjóflutningum með helstu aðdrætti til landins. Þess vegna brennur þetta mál heitar á okkur en meginlandsþjóðum, sem eiga margra kosta völ við flutninga á helstu nauðsynjum fyrir íbúa landa sinna, að ekki sé minnst á flutninga á eldsneyti og hráefnum til iðnaðar og uppbyggingar. Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og til marga ára forystumaður sjómanna, hefur margoft bent á þetta mál, og nú síðast á Alþingi í vikunni. Samflokksmaður hans og ráðherra, Árni Mathiesen, hefur sagt að þessi mál hafi verið í athugun, en það er ekki nóg. Það verður að bregðast fljótt við svo kaupskipaflotinn verði ekki allur skráður erlendis. Það ætti að vera stolt okkar Íslendinga sem eyþjóðar að kaupskipafloti okkar sé skráður hér og í því ætti að felast visst öryggi fyrir land og þjóð komi upp sú staða að truflanir verði á siglingum til og frá landinu. Íslenska fánann í skut hvers kaupskips! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Kaupskipaútgerðin hér á landi er í harði samkeppni við erlend skipafélög bæði um flutninga til og frá landinu og ekki síður á alþjóðlegum markaði. Þetta hefur leitt til þess að skip í eigu íslensku félaganna hafa í síauknum mæli siglt undir fánum erlendra ríkja, svokölluðum hentifánum, en með því móti segja skipafélögin að rekstrargrundvöllurinn verði hagstæðari. Sífellt fleiri útlendingar frá láglaunalöndum hafa verið munstraðir á skipin í stað Íslendinga, þrátt fyrir öfluga baráttu sjómannasamtakanna gegn þessari þróun. Nú bendir allt til þess ekkert af skipum stóru skipafélaganna tveggja, Eimskips og Samskipa, verði skráð hér á landi, sem er slæm þróun í sögu sjóflutninga hér á landi. Það er ekkert nýtt að sjómenn frá láglaunalöndum séu áberandi á skipum í alþjóðasiglingum. Sumir þeirra hafa verið þar um borð á skammarlega lágum kjörum, og auðvitað aðallega verið þar í skítverkunum. Yfirmennirnir hafa hins vegar sprangað um í brúnni borðalagðir og notið lífsins í yfirmannamessanum. Þrátt fyrir öflug samtök flutningaverkamanna hefur gengið erfiðlega að snúa þessari þróun við, því alltaf öðru hverju hafa komið upp mál þar sem komið hefur í ljós að hásetar og lægra settir í áhöfnum hentifánaskipa búa við lakan kost. Sum nágrannalanda okkar hafa tekið þessi mál alvarlegum tökum og reynt eftir megni að leysa þau. Þetta virðist hafa tekist í Færeyjum og þá er von að spurt sé hvers vegna ekki sé hægt að leysa þetta mál á sama hátt hér. Eru það staðnaðir og stirðir embættismenn í ráðuneytum sem koma í veg fyrir að hægt sé að gera breytingar á lögum og reglum til að greiða fyrir þessu máli, eða vantar pólitískan vilja til þess? Við erum eyþjóð og eigum nær allt okkar undir sjóflutningum með helstu aðdrætti til landins. Þess vegna brennur þetta mál heitar á okkur en meginlandsþjóðum, sem eiga margra kosta völ við flutninga á helstu nauðsynjum fyrir íbúa landa sinna, að ekki sé minnst á flutninga á eldsneyti og hráefnum til iðnaðar og uppbyggingar. Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og til marga ára forystumaður sjómanna, hefur margoft bent á þetta mál, og nú síðast á Alþingi í vikunni. Samflokksmaður hans og ráðherra, Árni Mathiesen, hefur sagt að þessi mál hafi verið í athugun, en það er ekki nóg. Það verður að bregðast fljótt við svo kaupskipaflotinn verði ekki allur skráður erlendis. Það ætti að vera stolt okkar Íslendinga sem eyþjóðar að kaupskipafloti okkar sé skráður hér og í því ætti að felast visst öryggi fyrir land og þjóð komi upp sú staða að truflanir verði á siglingum til og frá landinu. Íslenska fánann í skut hvers kaupskips!
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun