Ísraelsher ræðst inn í Suður-Líbanon 13. júlí 2006 07:15 Brú eyðilögð Ungur líbanskur maður sýndi friðarmerkið með fingrunum þegar ljósmyndara bar að garði. Maðurinn var að skoða rústir Qassmieh-brúarinnar sem Ísraelsher sprengdi í loft upp í gær í hefndarskyni fyrir handtöku Hezbollah á tveimur ísraelskum hermönnum. MYND/AP Liðsmenn Hezbollah handsömuðu tvo ísraelska hermenn í gærmorgun og varð það til þess að Ísraelsher svaraði fyrir sig með umfangsmiklum árásum úr herflugvélum, skriðdrekum og fallbyssubátum í Suður-Líbanon, á meðan ísraelskir landgönguliðar flykktust yfir landamærin í leit að föngunum tveim. Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, kallaði handtökuna "stríðsaðgerð" og sagði líbönsku ríkisstjórnina ábyrga. Hann sagði jafnframt að viðbrögð Ísraela "myndu verða öguð, en afar, afar sársaukafull". Ísraelsher á þegar í afar umdeildum átökum við Palestínumenn á Gaza-ströndinni, þar sem hermenn reyna að frelsa einn félaga sinn sem handsamaður var 25. júní af aðilum sem taldir eru tengjast Hamas-hreyfingunni. Þau átök hafa vakið mikil viðbrögð alþjóðlega, og hafa ráðamenn valdamestu ríkja heims hvatt Ísraelsher til að draga sig til baka. Einn ísraelskur hermaður hefur farist í þeim átökum, en minnst 60 Palestínumenn, þar af fjölmörg börn og unglingar. Hermaðurinn var skotinn af félögum sínum fyrir mistök. En í stað þess að draga úr átökunum, jók Ísraelsher umfang árásanna á Gaza í gærmorgun og sprengdi heimahús skömmu fyrir dögun í þeirri trú að þar væri að finna háttsettan leiðtoga Hamas-hreyfingarinnar. Svo var þó ekki og fórust níu meðlimir einnar palestínskrar fjölskyldu í árásinni, þar af sjö börn. Talsmenn Hezbollah segjast hafa handtekið hermennina í þeim tilgangi að fá ísraelsk yfirvöld til að leysa líbanska fanga úr haldi í Ísrael. Uppreisnarmennirnir sem halda hermanninum í Palestínu hafa einnig farið fram á fangaskipti, en Ísraelar hafa neitað þeim skiptum, þó þeir hafi áður skipst á föngum við Hezbollah. Ísraelar halda minnst níu þúsund Palestínumönnum í fangelsi í Ísrael, körlum, konum og börnum. Bæði talsmenn Hezbollah og heimastjórnar Palestínu sögðust í gær vonast eftir friðsamlegri lausn á deilunum. En hernaðaraðgerðir Ísraela í gærdag sýndu enn frekar að Ísraelar hafa lítinn áhuga á samningaviðræðum um fangaskipti í þetta sinn. Fórust minnst tveir óbreyttir líbanskir borgarar í átökunum, auk sjö ísraelskra hermanna. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt árásir Ísraelsmanna á Gaza-svæðið og sagt þá beita of miklum herafla. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, fordæmdi viðbrögð Ísraela gegn Líbanon, og kallaði eftir tafarlausri lausn ísraelsku hermannanna. Talsmenn Bandaríkjastjórnar sögðust halda Íran og Sýrland ábyrg fyrir handtöku hermannanna. Erlent Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Liðsmenn Hezbollah handsömuðu tvo ísraelska hermenn í gærmorgun og varð það til þess að Ísraelsher svaraði fyrir sig með umfangsmiklum árásum úr herflugvélum, skriðdrekum og fallbyssubátum í Suður-Líbanon, á meðan ísraelskir landgönguliðar flykktust yfir landamærin í leit að föngunum tveim. Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, kallaði handtökuna "stríðsaðgerð" og sagði líbönsku ríkisstjórnina ábyrga. Hann sagði jafnframt að viðbrögð Ísraela "myndu verða öguð, en afar, afar sársaukafull". Ísraelsher á þegar í afar umdeildum átökum við Palestínumenn á Gaza-ströndinni, þar sem hermenn reyna að frelsa einn félaga sinn sem handsamaður var 25. júní af aðilum sem taldir eru tengjast Hamas-hreyfingunni. Þau átök hafa vakið mikil viðbrögð alþjóðlega, og hafa ráðamenn valdamestu ríkja heims hvatt Ísraelsher til að draga sig til baka. Einn ísraelskur hermaður hefur farist í þeim átökum, en minnst 60 Palestínumenn, þar af fjölmörg börn og unglingar. Hermaðurinn var skotinn af félögum sínum fyrir mistök. En í stað þess að draga úr átökunum, jók Ísraelsher umfang árásanna á Gaza í gærmorgun og sprengdi heimahús skömmu fyrir dögun í þeirri trú að þar væri að finna háttsettan leiðtoga Hamas-hreyfingarinnar. Svo var þó ekki og fórust níu meðlimir einnar palestínskrar fjölskyldu í árásinni, þar af sjö börn. Talsmenn Hezbollah segjast hafa handtekið hermennina í þeim tilgangi að fá ísraelsk yfirvöld til að leysa líbanska fanga úr haldi í Ísrael. Uppreisnarmennirnir sem halda hermanninum í Palestínu hafa einnig farið fram á fangaskipti, en Ísraelar hafa neitað þeim skiptum, þó þeir hafi áður skipst á föngum við Hezbollah. Ísraelar halda minnst níu þúsund Palestínumönnum í fangelsi í Ísrael, körlum, konum og börnum. Bæði talsmenn Hezbollah og heimastjórnar Palestínu sögðust í gær vonast eftir friðsamlegri lausn á deilunum. En hernaðaraðgerðir Ísraela í gærdag sýndu enn frekar að Ísraelar hafa lítinn áhuga á samningaviðræðum um fangaskipti í þetta sinn. Fórust minnst tveir óbreyttir líbanskir borgarar í átökunum, auk sjö ísraelskra hermanna. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt árásir Ísraelsmanna á Gaza-svæðið og sagt þá beita of miklum herafla. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, fordæmdi viðbrögð Ísraela gegn Líbanon, og kallaði eftir tafarlausri lausn ísraelsku hermannanna. Talsmenn Bandaríkjastjórnar sögðust halda Íran og Sýrland ábyrg fyrir handtöku hermannanna.
Erlent Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira