Skógareldar æ algengari 24. júlí 2006 06:15 Hveitiakur brennur Slökkviliðsmenn börðust í vikunni við bruna á hveitiakri í Montana í Bandaríkjunum. MYND/AP Eftir því sem loftslagið hlýnar verða skógareldar algengari víðs vegar um jörðina. Vísindamenn finna æ fleiri vísbendingar um að fjölgun skógarelda tengist loftslagsbreytingum, eins og lengi hefur verið spáð. Skógareldum hefur til dæmis fjölgað gríðarlega í Bandaríkjunum á síðustu þremur áratugum, samkvæmt skýrslu sem rannsóknarstofnunin Scripps Institution í Kaliforníu sendi frá sér fyrir skemmstu. vipaða sögu er að segja frá Kanada, þar sem um 2,6 milljónir hektara eyðileggjast af völdum skógarelda á ári hverju, en fyrir um þrjátíu árum varð að jafnaði um ein milljón hektara á ári skógareldum að bráð. Hlýnunin er nátengd því að stærra svæði brennur í Kanada, og ég býst við að það sama gildi um heim allan, segir Mike Flannigan, gamalreyndur rannsóknarmaður við skógareftirlitsstofnun Kanada. Í Síberíu eru skógareldar á þessu ári nú þegar orðnir svo margir að árið telst með þeim allra verstu í sögunni. Þó er þetta ár ekki mikið verra en sex af síðustu átta árum. Nadezda M. Tchebakova, loftslagsfræðingur við rússneska skógræktarstofnun, segir að á árunum 1980 til 2000 hafi hitinn í suðurhluta Síberíu verið að meðaltali tveimur til fjórum stigum hærri en almennt tíðkaðist fyrir 1960. Snjórinn byrjar að bráðna mun fyrr á vorin, sagði hún. Úrkoma fer minnkandi. Þessi blanda af hækkandi hita og minnkandi úrkomu ætti að skapa aðstæður fyrir tíðari skógarelda. Í Rússlandi hafa ellefu milljónir hektara orðið eldi að bráð á þessu ári, en það er álíka stórt svæði og Grikkland. Í Ástralíu var árið 2005 heitasta ár sögunnar og hið hættulega kjarreldatímabil þar syðra lengist ár frá ári. Breytingarnar hafa orðið miklu hraðari en upphaflega var spáð fyrir tíu eða fimmtán árum, segir Brian Stocks, vísindamaður í Kanada. Það er eins og fólk sé loksins að byrja að skoða þetta. Skýrslan frá Scripps-stofnuninni, sem greint er frá í vísindatímaritinu Science, er byggð á ítarlegum gögnum frá 34 árum um skógarelda í vesturhluta Bandaríkjanna. Tíðni eldanna hefur verið mjög breytileg frá ári til árs, en þó má merkja greinilega þróun: Á seinni hluta tímabilsins eru eldarnir að meðaltali fjórum sinnum fleiri en á fyrri hluta tímabilsins. Erlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Eftir því sem loftslagið hlýnar verða skógareldar algengari víðs vegar um jörðina. Vísindamenn finna æ fleiri vísbendingar um að fjölgun skógarelda tengist loftslagsbreytingum, eins og lengi hefur verið spáð. Skógareldum hefur til dæmis fjölgað gríðarlega í Bandaríkjunum á síðustu þremur áratugum, samkvæmt skýrslu sem rannsóknarstofnunin Scripps Institution í Kaliforníu sendi frá sér fyrir skemmstu. vipaða sögu er að segja frá Kanada, þar sem um 2,6 milljónir hektara eyðileggjast af völdum skógarelda á ári hverju, en fyrir um þrjátíu árum varð að jafnaði um ein milljón hektara á ári skógareldum að bráð. Hlýnunin er nátengd því að stærra svæði brennur í Kanada, og ég býst við að það sama gildi um heim allan, segir Mike Flannigan, gamalreyndur rannsóknarmaður við skógareftirlitsstofnun Kanada. Í Síberíu eru skógareldar á þessu ári nú þegar orðnir svo margir að árið telst með þeim allra verstu í sögunni. Þó er þetta ár ekki mikið verra en sex af síðustu átta árum. Nadezda M. Tchebakova, loftslagsfræðingur við rússneska skógræktarstofnun, segir að á árunum 1980 til 2000 hafi hitinn í suðurhluta Síberíu verið að meðaltali tveimur til fjórum stigum hærri en almennt tíðkaðist fyrir 1960. Snjórinn byrjar að bráðna mun fyrr á vorin, sagði hún. Úrkoma fer minnkandi. Þessi blanda af hækkandi hita og minnkandi úrkomu ætti að skapa aðstæður fyrir tíðari skógarelda. Í Rússlandi hafa ellefu milljónir hektara orðið eldi að bráð á þessu ári, en það er álíka stórt svæði og Grikkland. Í Ástralíu var árið 2005 heitasta ár sögunnar og hið hættulega kjarreldatímabil þar syðra lengist ár frá ári. Breytingarnar hafa orðið miklu hraðari en upphaflega var spáð fyrir tíu eða fimmtán árum, segir Brian Stocks, vísindamaður í Kanada. Það er eins og fólk sé loksins að byrja að skoða þetta. Skýrslan frá Scripps-stofnuninni, sem greint er frá í vísindatímaritinu Science, er byggð á ítarlegum gögnum frá 34 árum um skógarelda í vesturhluta Bandaríkjanna. Tíðni eldanna hefur verið mjög breytileg frá ári til árs, en þó má merkja greinilega þróun: Á seinni hluta tímabilsins eru eldarnir að meðaltali fjórum sinnum fleiri en á fyrri hluta tímabilsins.
Erlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent