Skógareldar æ algengari 24. júlí 2006 06:15 Hveitiakur brennur Slökkviliðsmenn börðust í vikunni við bruna á hveitiakri í Montana í Bandaríkjunum. MYND/AP Eftir því sem loftslagið hlýnar verða skógareldar algengari víðs vegar um jörðina. Vísindamenn finna æ fleiri vísbendingar um að fjölgun skógarelda tengist loftslagsbreytingum, eins og lengi hefur verið spáð. Skógareldum hefur til dæmis fjölgað gríðarlega í Bandaríkjunum á síðustu þremur áratugum, samkvæmt skýrslu sem rannsóknarstofnunin Scripps Institution í Kaliforníu sendi frá sér fyrir skemmstu. vipaða sögu er að segja frá Kanada, þar sem um 2,6 milljónir hektara eyðileggjast af völdum skógarelda á ári hverju, en fyrir um þrjátíu árum varð að jafnaði um ein milljón hektara á ári skógareldum að bráð. Hlýnunin er nátengd því að stærra svæði brennur í Kanada, og ég býst við að það sama gildi um heim allan, segir Mike Flannigan, gamalreyndur rannsóknarmaður við skógareftirlitsstofnun Kanada. Í Síberíu eru skógareldar á þessu ári nú þegar orðnir svo margir að árið telst með þeim allra verstu í sögunni. Þó er þetta ár ekki mikið verra en sex af síðustu átta árum. Nadezda M. Tchebakova, loftslagsfræðingur við rússneska skógræktarstofnun, segir að á árunum 1980 til 2000 hafi hitinn í suðurhluta Síberíu verið að meðaltali tveimur til fjórum stigum hærri en almennt tíðkaðist fyrir 1960. Snjórinn byrjar að bráðna mun fyrr á vorin, sagði hún. Úrkoma fer minnkandi. Þessi blanda af hækkandi hita og minnkandi úrkomu ætti að skapa aðstæður fyrir tíðari skógarelda. Í Rússlandi hafa ellefu milljónir hektara orðið eldi að bráð á þessu ári, en það er álíka stórt svæði og Grikkland. Í Ástralíu var árið 2005 heitasta ár sögunnar og hið hættulega kjarreldatímabil þar syðra lengist ár frá ári. Breytingarnar hafa orðið miklu hraðari en upphaflega var spáð fyrir tíu eða fimmtán árum, segir Brian Stocks, vísindamaður í Kanada. Það er eins og fólk sé loksins að byrja að skoða þetta. Skýrslan frá Scripps-stofnuninni, sem greint er frá í vísindatímaritinu Science, er byggð á ítarlegum gögnum frá 34 árum um skógarelda í vesturhluta Bandaríkjanna. Tíðni eldanna hefur verið mjög breytileg frá ári til árs, en þó má merkja greinilega þróun: Á seinni hluta tímabilsins eru eldarnir að meðaltali fjórum sinnum fleiri en á fyrri hluta tímabilsins. Erlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Eftir því sem loftslagið hlýnar verða skógareldar algengari víðs vegar um jörðina. Vísindamenn finna æ fleiri vísbendingar um að fjölgun skógarelda tengist loftslagsbreytingum, eins og lengi hefur verið spáð. Skógareldum hefur til dæmis fjölgað gríðarlega í Bandaríkjunum á síðustu þremur áratugum, samkvæmt skýrslu sem rannsóknarstofnunin Scripps Institution í Kaliforníu sendi frá sér fyrir skemmstu. vipaða sögu er að segja frá Kanada, þar sem um 2,6 milljónir hektara eyðileggjast af völdum skógarelda á ári hverju, en fyrir um þrjátíu árum varð að jafnaði um ein milljón hektara á ári skógareldum að bráð. Hlýnunin er nátengd því að stærra svæði brennur í Kanada, og ég býst við að það sama gildi um heim allan, segir Mike Flannigan, gamalreyndur rannsóknarmaður við skógareftirlitsstofnun Kanada. Í Síberíu eru skógareldar á þessu ári nú þegar orðnir svo margir að árið telst með þeim allra verstu í sögunni. Þó er þetta ár ekki mikið verra en sex af síðustu átta árum. Nadezda M. Tchebakova, loftslagsfræðingur við rússneska skógræktarstofnun, segir að á árunum 1980 til 2000 hafi hitinn í suðurhluta Síberíu verið að meðaltali tveimur til fjórum stigum hærri en almennt tíðkaðist fyrir 1960. Snjórinn byrjar að bráðna mun fyrr á vorin, sagði hún. Úrkoma fer minnkandi. Þessi blanda af hækkandi hita og minnkandi úrkomu ætti að skapa aðstæður fyrir tíðari skógarelda. Í Rússlandi hafa ellefu milljónir hektara orðið eldi að bráð á þessu ári, en það er álíka stórt svæði og Grikkland. Í Ástralíu var árið 2005 heitasta ár sögunnar og hið hættulega kjarreldatímabil þar syðra lengist ár frá ári. Breytingarnar hafa orðið miklu hraðari en upphaflega var spáð fyrir tíu eða fimmtán árum, segir Brian Stocks, vísindamaður í Kanada. Það er eins og fólk sé loksins að byrja að skoða þetta. Skýrslan frá Scripps-stofnuninni, sem greint er frá í vísindatímaritinu Science, er byggð á ítarlegum gögnum frá 34 árum um skógarelda í vesturhluta Bandaríkjanna. Tíðni eldanna hefur verið mjög breytileg frá ári til árs, en þó má merkja greinilega þróun: Á seinni hluta tímabilsins eru eldarnir að meðaltali fjórum sinnum fleiri en á fyrri hluta tímabilsins.
Erlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira