Ferðast tæpa nítján hundruð kílómetra 5. ágúst 2006 09:00 Hljómsveitir landsins verða margar hverjar á faraldsfæti um helgina til að standa við samninga. Margar þeirra hafa bókað sig á tvær eða fleiri útihátíðir um verslunarmannahelgina. Sömu sögu má segja um einstaka skemmtikrafta. Þá þarf plötusnúðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson að ferðast tæpa nítján hundruð kílómetra til að standa við samninga. Páll Óskar er bókaður sem plötusnúður á þremur útihátíðum um helgina. Hann þeytir skífum á Neistaflugi í Neskaupstað á föstudagskvöldið, hann heiðrar Akureyringa með nærveru sinni á laugardagskvöldið og á sunnudagskvöldið spilar hann á Síldarævintýrinu á Siglufirði. „Þetta er eins og að vera á vertíð. Ef maður passar sig, borðar rétt og sefur vel þá er þetta svolítið eins og að vera úti á sjó,“ segir Páll Óskar og hlær. „Ég geri lítið annað þessa helgi en að spila og sofa.“ Páll flýgur frá Egilsstöðum til Reykjavíkur svo hann geti flogið þaðan til Akureyrar. „Það er mikið betra en að hanga í bíl,“ segir Páll Óskar. Hann er einn á ferð um helgina. Hljómsveitin Skítamórall verður einnig á faraldsfæti um verslunarmannahelgina. Meðlimir sveitarinnar eru bókaðir á bindindismótið í Galtalæk á föstudagskvöldinu, á Neistaflug í Neskaupsstað á laugardagskvöldinu og á sunnudagskvöldið verða þeir á Akureyri. Þeir keyra hringinn í kringum landið til að ná á tónleikastaðina, eða um fjórtán hundruð kílómetra. „Þetta er alltaf jafn gaman,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson, bassaleikari Skítamórals. „Það fer vel um okkur í rútunni. En auðvitað getur þetta verið lýjandi, þetta er samt örugglega mikið betra en að vera á sjó, sumir myndu örugglega segja að það væri lýjandi.“ Stuðmenn spila á þremur stöðum um helgina. Hljómsveitin spilar í Vestmannaeyjum á föstudagskvöldinu, í Húsdýragarðinum í Reykjavík á laugardaginn og á sunnudagskvöldinu treður hljómsveitin upp á bindindismótinu í Galtalæk. Hljómsveitin þarf því að ferðast um 458 kílómetra fyrir tónleikahaldið. Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Hljómsveitir landsins verða margar hverjar á faraldsfæti um helgina til að standa við samninga. Margar þeirra hafa bókað sig á tvær eða fleiri útihátíðir um verslunarmannahelgina. Sömu sögu má segja um einstaka skemmtikrafta. Þá þarf plötusnúðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson að ferðast tæpa nítján hundruð kílómetra til að standa við samninga. Páll Óskar er bókaður sem plötusnúður á þremur útihátíðum um helgina. Hann þeytir skífum á Neistaflugi í Neskaupstað á föstudagskvöldið, hann heiðrar Akureyringa með nærveru sinni á laugardagskvöldið og á sunnudagskvöldið spilar hann á Síldarævintýrinu á Siglufirði. „Þetta er eins og að vera á vertíð. Ef maður passar sig, borðar rétt og sefur vel þá er þetta svolítið eins og að vera úti á sjó,“ segir Páll Óskar og hlær. „Ég geri lítið annað þessa helgi en að spila og sofa.“ Páll flýgur frá Egilsstöðum til Reykjavíkur svo hann geti flogið þaðan til Akureyrar. „Það er mikið betra en að hanga í bíl,“ segir Páll Óskar. Hann er einn á ferð um helgina. Hljómsveitin Skítamórall verður einnig á faraldsfæti um verslunarmannahelgina. Meðlimir sveitarinnar eru bókaðir á bindindismótið í Galtalæk á föstudagskvöldinu, á Neistaflug í Neskaupsstað á laugardagskvöldinu og á sunnudagskvöldið verða þeir á Akureyri. Þeir keyra hringinn í kringum landið til að ná á tónleikastaðina, eða um fjórtán hundruð kílómetra. „Þetta er alltaf jafn gaman,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson, bassaleikari Skítamórals. „Það fer vel um okkur í rútunni. En auðvitað getur þetta verið lýjandi, þetta er samt örugglega mikið betra en að vera á sjó, sumir myndu örugglega segja að það væri lýjandi.“ Stuðmenn spila á þremur stöðum um helgina. Hljómsveitin spilar í Vestmannaeyjum á föstudagskvöldinu, í Húsdýragarðinum í Reykjavík á laugardaginn og á sunnudagskvöldinu treður hljómsveitin upp á bindindismótinu í Galtalæk. Hljómsveitin þarf því að ferðast um 458 kílómetra fyrir tónleikahaldið.
Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira