Kaupendur í betri stöðu en seljendur 8. ágúst 2006 08:00 Mynd/Stefán Fólk þrýsti í mörgum tilvikum á fasteignasölur að setja hærra verð á íbúðir sínar og hús en sölurnar mátu að væri það rétta. Það gengur ekki lengur. Íbúðirnar seljast illa séu þær verðlagðar um of, segir Ingólfur Gissurarson, löggiltur fasteignasali og framkvæmdastjóri Valhallar. „Síðastliðið ár einkenndist af þessum þrýstingi þó að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við um alla," segir Ingólfur. „Það er alveg sama hver staðsetningin er því ef verðið er vitlaust miðað við aldur hússins og ástand þess að utan og innan selst það ekki." Ingólfur segir ofurverðið hafa gengið í fyrra og hitteðfyrra. Seljendur hafi staðið með pálmann í höndunum: „En á þessu ári hefur það engan veginn verið þannig. Markaðurinn er kaupendum í hag núna." Hann segir kaupendur því freistast til þess að bjóða langt undir ásettu verði en hins vegar sé reynsla hans að seljendur sætti sig ekki við það. Kauptilboðum upp á sautján milljónir í tuttugu milljóna eign sé ekki svarað: „Fólk setur þá frekar íbúðirnar sínar í leigu." Ingólfur segir að svo geti vel verið að einn og einn selji íbúðina á miklu undirverði og séu örvæntingarfullir. „En það er alger undantekning og fáheyrt." Í nýjustu tölum Fasteignamats ríkins má sjá að fasteignasala hefur dregist saman um 41 prósent á fjölbýlum milli júlímánuða í ár og í fyrra og nítján prósent á sérbýlum. Verðið á fermetrann í fjölbýli hækkaði hins vegar á sama tíma um átta prósent, úr 196 þúsundum að meðaltali í 213 þúsund. Milli júní- og júlímánuða á þessu ári varð fimmtungs samdráttur í sölu og fjórðungs milli maí og júní. Þrátt fyrir sölusamdráttinn hefur verð á fermetra í fjölbýli ekki lækkað á árinu, var 206 þúsund krónur í janúar. Ingólfur metur að fasteignaverð lækki ekki um meira en um hámark þrjú til fimm prósent að jafnaði, verðið lækki á sumum svæðum en gæti hækkað á öðrum. „Nú verður ákveðin leiðrétting á ásettu verði. Samkeppnin á fasteignamarkaðinum hefur verið gríðarlega hörð. Fólk hefur fengið fleiri en tvo og þrjá fasteignasala til að meta eignina og þeir óreyndu eða óvönduðu hafa metið eignina til sín svo að þeir fái söluna," segir hann. Fasteignamarkaðurinn sé í ágætis jafnvægi þó að menn séu varkárari en áður: „Fleiri tilboð hafa komið inn á okkar borð þessa vikuna en allan mánuðinn á undan." Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fólk þrýsti í mörgum tilvikum á fasteignasölur að setja hærra verð á íbúðir sínar og hús en sölurnar mátu að væri það rétta. Það gengur ekki lengur. Íbúðirnar seljast illa séu þær verðlagðar um of, segir Ingólfur Gissurarson, löggiltur fasteignasali og framkvæmdastjóri Valhallar. „Síðastliðið ár einkenndist af þessum þrýstingi þó að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við um alla," segir Ingólfur. „Það er alveg sama hver staðsetningin er því ef verðið er vitlaust miðað við aldur hússins og ástand þess að utan og innan selst það ekki." Ingólfur segir ofurverðið hafa gengið í fyrra og hitteðfyrra. Seljendur hafi staðið með pálmann í höndunum: „En á þessu ári hefur það engan veginn verið þannig. Markaðurinn er kaupendum í hag núna." Hann segir kaupendur því freistast til þess að bjóða langt undir ásettu verði en hins vegar sé reynsla hans að seljendur sætti sig ekki við það. Kauptilboðum upp á sautján milljónir í tuttugu milljóna eign sé ekki svarað: „Fólk setur þá frekar íbúðirnar sínar í leigu." Ingólfur segir að svo geti vel verið að einn og einn selji íbúðina á miklu undirverði og séu örvæntingarfullir. „En það er alger undantekning og fáheyrt." Í nýjustu tölum Fasteignamats ríkins má sjá að fasteignasala hefur dregist saman um 41 prósent á fjölbýlum milli júlímánuða í ár og í fyrra og nítján prósent á sérbýlum. Verðið á fermetrann í fjölbýli hækkaði hins vegar á sama tíma um átta prósent, úr 196 þúsundum að meðaltali í 213 þúsund. Milli júní- og júlímánuða á þessu ári varð fimmtungs samdráttur í sölu og fjórðungs milli maí og júní. Þrátt fyrir sölusamdráttinn hefur verð á fermetra í fjölbýli ekki lækkað á árinu, var 206 þúsund krónur í janúar. Ingólfur metur að fasteignaverð lækki ekki um meira en um hámark þrjú til fimm prósent að jafnaði, verðið lækki á sumum svæðum en gæti hækkað á öðrum. „Nú verður ákveðin leiðrétting á ásettu verði. Samkeppnin á fasteignamarkaðinum hefur verið gríðarlega hörð. Fólk hefur fengið fleiri en tvo og þrjá fasteignasala til að meta eignina og þeir óreyndu eða óvönduðu hafa metið eignina til sín svo að þeir fái söluna," segir hann. Fasteignamarkaðurinn sé í ágætis jafnvægi þó að menn séu varkárari en áður: „Fleiri tilboð hafa komið inn á okkar borð þessa vikuna en allan mánuðinn á undan."
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira