Crouch tryggði Liverpool skjöldinn 13. ágúst 2006 18:59 Hér eru þeir Peter Crouch og John Arne Riise að fagna sigrinum gegn Chelsea en þeir skoruðu mörk Liverpool í leiknum. nordicphotos/getty Liverpool vann Chelsea 2-1 í hinum árlega leik milli Englandsmeistarana og bikarmeistarana þar í landi. Sigurinn var sanngjarn en Peter Crouch skoraði sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. ¿Þessi sigur gefur leikmönnum vonandi aukið sjálfstraust nú þegar deildarkeppnin er að fara að byrja. það er alltaf erfitt að spila á móti liði sem er eitt af því bestu í heiminum en mínir menn unnu sína vinnu vel í þessum leik. Á lokamínútunni voru ennþá allir að leggja sig fram af fullum krafti,¿ sagði Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir að liðið vann hinn svokallaða Samfélagsskjöld með því að leggja Englandsmeistara Chelsea að velli 2-1 á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff. Leikurinn um þennan skjöld markar upphaf hvers keppnistímabils á Englandi en þar mætast deildarmeistararnir og bikarmeistararnir frá síðasta leiktímabili. Benítez leyfði sér að geyma nokkra lykimenn á bekknum, þar á meðal fyrirliðann Steven Gerrard. Þrátt fyrir það vann Liverpool leikinn en úrslitin verða að teljast sanngjörn. ¿Þetta sýnir það bara hve sterkan leikmannahóp ég er með í höndunum. Við lékum vel í báðum hálfleikjum og ég er ánægður þó alltaf sé hægt að gera aðeins betur í nokkrum atriðum,¿ sagði Benítez. Norðmaðurinn John Arne Riise skoraði fyrsta mark leiksins í gær eftir frábært einstaklingsframtak. Hann lék upp allan völlinn og skaut knettinum í netið af um 25 metra færi framhjá Carlo Cudicini sem stóð í marki Chelsea í gær vegna meiðsla Petr Cech. Michael Ballack lauk leik um miðjan fyrri hálfleik vegna meiðsla en fram að því hafði hann lítið sést í leiknum. Mark Gonzalez var líflegur í liði Liverpool og var óheppinn að ná ekki að skora áður en Chelsea jafnaði. Andriy Shevchenko átti góðan leik í dag og skoraði gott mark fyrir Chelsea.nordicphotos/getty Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko var skeinuhættur í fremstu víglínu hjá Chelsea og náði að jafna metinn á 43. mínútu, hann fékk frábæra sendingu frá Frank Lampard og kláraði færið snilldarlega. Snemma í seinni hálfleik átti hann skalla sem Reina í marki Liverpool varði naumlega. Þá tók Benítez til sinna ráða og Gerrard og Xabi Alonso inn sem varamenn og svo stuttu seinna kom Craig Bellamy. Sá síðastnefndi lagði síðan upp sigurmarkið sem Peter Crouch skoraði með skalla tíu mínútum fyrir leikslok. ¿Ég er í fótboltanum til að ná árangri og að sjálfsögðu er farið út í alla leiki með það að markmiði að sigra. Fólk talar um að þessi leikur skipti ekki máli en ef maður horfir á stuðningsmennina og leikmennina á vellinum sér maður að það er bara ekki rétt,¿ sagði Crouch sem sleppti því að taka hinn sívinsæla vélmennadans þegar hann skoraði sigurmarkið í leiknum. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagði að sigur Liverpool hefði verið sanngjarn. ¿Ef ég lít á þennan leik sem æfingaleik þá er ég mjög ánægður. Þarna fengum við leik gegn liði sem er í mun betra ástandi en við. Ef ég lít á þennan leik sem keppni um titil er ég mjög ósáttur. Þeir eru komnir lengra í sínum undirbúningi og voru betri á vellinum, það er ekki flókið,¿ sagði Mourinho sem vonast til að meiðsli Ballack séu ekki alvarleg. ¿Nú þegar eru Cech, Joe Cole og Claude Makelele á meiðslalistanum svo við megum ekki við mikið fleirum á hann.¿ Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Liverpool vann Chelsea 2-1 í hinum árlega leik milli Englandsmeistarana og bikarmeistarana þar í landi. Sigurinn var sanngjarn en Peter Crouch skoraði sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. ¿Þessi sigur gefur leikmönnum vonandi aukið sjálfstraust nú þegar deildarkeppnin er að fara að byrja. það er alltaf erfitt að spila á móti liði sem er eitt af því bestu í heiminum en mínir menn unnu sína vinnu vel í þessum leik. Á lokamínútunni voru ennþá allir að leggja sig fram af fullum krafti,¿ sagði Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir að liðið vann hinn svokallaða Samfélagsskjöld með því að leggja Englandsmeistara Chelsea að velli 2-1 á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff. Leikurinn um þennan skjöld markar upphaf hvers keppnistímabils á Englandi en þar mætast deildarmeistararnir og bikarmeistararnir frá síðasta leiktímabili. Benítez leyfði sér að geyma nokkra lykimenn á bekknum, þar á meðal fyrirliðann Steven Gerrard. Þrátt fyrir það vann Liverpool leikinn en úrslitin verða að teljast sanngjörn. ¿Þetta sýnir það bara hve sterkan leikmannahóp ég er með í höndunum. Við lékum vel í báðum hálfleikjum og ég er ánægður þó alltaf sé hægt að gera aðeins betur í nokkrum atriðum,¿ sagði Benítez. Norðmaðurinn John Arne Riise skoraði fyrsta mark leiksins í gær eftir frábært einstaklingsframtak. Hann lék upp allan völlinn og skaut knettinum í netið af um 25 metra færi framhjá Carlo Cudicini sem stóð í marki Chelsea í gær vegna meiðsla Petr Cech. Michael Ballack lauk leik um miðjan fyrri hálfleik vegna meiðsla en fram að því hafði hann lítið sést í leiknum. Mark Gonzalez var líflegur í liði Liverpool og var óheppinn að ná ekki að skora áður en Chelsea jafnaði. Andriy Shevchenko átti góðan leik í dag og skoraði gott mark fyrir Chelsea.nordicphotos/getty Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko var skeinuhættur í fremstu víglínu hjá Chelsea og náði að jafna metinn á 43. mínútu, hann fékk frábæra sendingu frá Frank Lampard og kláraði færið snilldarlega. Snemma í seinni hálfleik átti hann skalla sem Reina í marki Liverpool varði naumlega. Þá tók Benítez til sinna ráða og Gerrard og Xabi Alonso inn sem varamenn og svo stuttu seinna kom Craig Bellamy. Sá síðastnefndi lagði síðan upp sigurmarkið sem Peter Crouch skoraði með skalla tíu mínútum fyrir leikslok. ¿Ég er í fótboltanum til að ná árangri og að sjálfsögðu er farið út í alla leiki með það að markmiði að sigra. Fólk talar um að þessi leikur skipti ekki máli en ef maður horfir á stuðningsmennina og leikmennina á vellinum sér maður að það er bara ekki rétt,¿ sagði Crouch sem sleppti því að taka hinn sívinsæla vélmennadans þegar hann skoraði sigurmarkið í leiknum. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagði að sigur Liverpool hefði verið sanngjarn. ¿Ef ég lít á þennan leik sem æfingaleik þá er ég mjög ánægður. Þarna fengum við leik gegn liði sem er í mun betra ástandi en við. Ef ég lít á þennan leik sem keppni um titil er ég mjög ósáttur. Þeir eru komnir lengra í sínum undirbúningi og voru betri á vellinum, það er ekki flókið,¿ sagði Mourinho sem vonast til að meiðsli Ballack séu ekki alvarleg. ¿Nú þegar eru Cech, Joe Cole og Claude Makelele á meiðslalistanum svo við megum ekki við mikið fleirum á hann.¿
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira