Ég smellpassa inn í Norrköping 18. ágúst 2006 00:01 Garðar Gunnlaugsson Sóknarmaðurinn Garðar Gunnlaugsson gekk í raðir sænska liðsins Norrköping fyrir skömmu og er að koma sér fyrir þar ytra. Hann hefur farið vel af stað í sænska boltanum og skorað tvö mörk í þeim þremur leikjum sem hann hefur leikið til þessa. Hann var ekki lengi að finna fjölina og segist smellpassa inn í liðið. "Þetta er alltaf spurningin um að ná fyrsta markinu og sem betur fer kom það snemma hjá mér. Strax í fyrsta leik fékk ég tækifæri í byrjunarliðinu vegna meiðsla í liðinu, svo skoraði ég í öðrum leiknum og í þeim þriðja var Stebbi (Stefán Þórðarson) í banni og þá var ég settur á toppinn og náði líka að skora," sagði Garðar Gunnlaugsson sem er annar íslenski leikmaðurinn í herbúðum liðsins. "Flestir leikmenn liðsins eru í kringum 25 ára aldurinn. Þetta er mjög opinn og skemmtilegur hópur, það komu tíu nýir leikmenn fyrir þetta tímabil og mér hefur verið tekið mjög vel. Þetta er miklu betra en ég bjóst við," sagði Garðar en Norrköping spilar leikkerfið 4-3-3. Hann var á vinstri vængnum í sóknarlínu liðsins fyrstu tvo leikina en fremstur í þeim þriðja. Norrköping leikur í næstefstu deild í Svíþjóð og er þar í toppbaráttunni. Íslendingarnir tveir hjá liðinu voru á sínum tíma samherjar hjá liði ÍA. Síðasta vetur fór Garðar til skoska liðsins Dunfermline en þar gekk ekki nægilega vel og kom hann því aftur til Vals. Fyrstu dagarnir í Svíþjóð lofa þó góðu. "Það hefur verið sól og 25 stiga hiti hér í Svíþjóð síðan ég kom, menn segja að þetta hafi verið besta sumarið í hundrað ár. Ég er ennþá á hóteli og er að bíða eftir að íbúðin mín losni en það gerist vonandi þann 1. september. Ég er einn hérna með litla stráknum mínum og það er svoldið erfitt að hafa hann uppi á hótelherbergi en samt fínt að hafa hann hjá mér. Þá hefur maður eitthvað að gera," sagði Garðar Gunnlaugsson. Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Sóknarmaðurinn Garðar Gunnlaugsson gekk í raðir sænska liðsins Norrköping fyrir skömmu og er að koma sér fyrir þar ytra. Hann hefur farið vel af stað í sænska boltanum og skorað tvö mörk í þeim þremur leikjum sem hann hefur leikið til þessa. Hann var ekki lengi að finna fjölina og segist smellpassa inn í liðið. "Þetta er alltaf spurningin um að ná fyrsta markinu og sem betur fer kom það snemma hjá mér. Strax í fyrsta leik fékk ég tækifæri í byrjunarliðinu vegna meiðsla í liðinu, svo skoraði ég í öðrum leiknum og í þeim þriðja var Stebbi (Stefán Þórðarson) í banni og þá var ég settur á toppinn og náði líka að skora," sagði Garðar Gunnlaugsson sem er annar íslenski leikmaðurinn í herbúðum liðsins. "Flestir leikmenn liðsins eru í kringum 25 ára aldurinn. Þetta er mjög opinn og skemmtilegur hópur, það komu tíu nýir leikmenn fyrir þetta tímabil og mér hefur verið tekið mjög vel. Þetta er miklu betra en ég bjóst við," sagði Garðar en Norrköping spilar leikkerfið 4-3-3. Hann var á vinstri vængnum í sóknarlínu liðsins fyrstu tvo leikina en fremstur í þeim þriðja. Norrköping leikur í næstefstu deild í Svíþjóð og er þar í toppbaráttunni. Íslendingarnir tveir hjá liðinu voru á sínum tíma samherjar hjá liði ÍA. Síðasta vetur fór Garðar til skoska liðsins Dunfermline en þar gekk ekki nægilega vel og kom hann því aftur til Vals. Fyrstu dagarnir í Svíþjóð lofa þó góðu. "Það hefur verið sól og 25 stiga hiti hér í Svíþjóð síðan ég kom, menn segja að þetta hafi verið besta sumarið í hundrað ár. Ég er ennþá á hóteli og er að bíða eftir að íbúðin mín losni en það gerist vonandi þann 1. september. Ég er einn hérna með litla stráknum mínum og það er svoldið erfitt að hafa hann uppi á hótelherbergi en samt fínt að hafa hann hjá mér. Þá hefur maður eitthvað að gera," sagði Garðar Gunnlaugsson.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira