ÍBV fellur og fjögur önnur lið eru í hættu 10. september 2006 11:00 Ólíkt hlutskipti. Baldur Aðalsteinsson úr Val tæklar hér Fylkismanninn Arnar Þór Úlfarsson en Kristinn Hafliðason fylgist með. Valur er í baráttu um Evrópusæti en Fylkismenn eru enn í talsverðri fallhættu. MYND/Anton Brink Í dag hefst 16. umferð Landsbankadeildar karla með fjórum leikjum. FH getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn ÍBV í Vestmannaeyjum og Ólafur Þórðarson, sem spáir í spilin fyrir Fréttablaðið í dag, býst ekki við öðru. „Þeir tryggja sér titilinn í þessum leik. Ég held að það sé ekki spurning,“ sagði Ólafur. Augu margra munu þó sjálfsagt beinast að fallbaráttunni sem er gríðarlega spennandi. ÍBV er á botninum og segir Ólafur að örlög liðsins séu nánast ráðin. „ÍBV er svo gott sem fallið. En ég tel að fjögur lið séu svo í mikilli fallhættu en þetta eru Fylkir, Grindavík, Breiðablik og ÍA. Þarna munar ekki nema tveimur stigum á liðunum.“ Tvö þessara liða munu mætast innbyrðist í dag er Breiðablik tekur á móti gamla liði Ólafs, ÍA. „Þetta er vitaskuld afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Ég var búinn að spá honum jafntefli og held mig við það.“ Hin liðin, Fylkir og Grindavík, eiga mjög erfiða útileiki fyrir höndum en Fylkir fer til Keflavíkur í dag og á morgun tekur Valur á móti Grindvíkingum. „Þetta verður mjög erfitt fyrir bæði Fylki og Grindavík. Keflavík hefur staðið sig mjög vel, leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts og komnir í bikarúrslit. Valur er á góðu róli og vill sjálfsagt tryggja sér annað sætið í deildinni,“ sagði Ólafur. Þá mætast Víkingur og KR einnig í dag en fyrrnefnda liðið vill sjálfsagt fá nokkur stig til viðbótar til að gulltryggja veru sína í deildinni. „Víkingar eru með mikið baráttulið og bæði lið hafa sjálfsagt áhuga á að styrkja stöðu sína í efri hluta deildarinnar.“ Ólafur sagði á almennum nótum að botnbaráttan hafi komið sér mest á óvart í sumar. „Ég reiknaði fyrirfram ekki með því að jafn mörg lið og raunin er yrðu í hættu undir lok mótsins. Staðan á toppnum hefur verið svipuð og búist var við enda FH eina liðið sem hefur verið stöðugt í sumar. Það var fyrst þegar þeir voru nánast búnir að tryggja sér titilinn að þeir fóru að misstíga sig. Þá hefur það einnig verið mjög athyglisvert að öðrum liðum sem var spáð í toppbaráttuna hefur ekki tekist að fylgja eftir þeim væntingum,“ sagði Ólafur. Leikir dagsins hefjast kl. 14 en Valur mætir Grindavík kl. 20 annað kvöld og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn. Viðureign Breiðabliks og ÍA í dag er sömuleiðis í beinni útsendingu á sömu stöð. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Sjá meira
Í dag hefst 16. umferð Landsbankadeildar karla með fjórum leikjum. FH getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn ÍBV í Vestmannaeyjum og Ólafur Þórðarson, sem spáir í spilin fyrir Fréttablaðið í dag, býst ekki við öðru. „Þeir tryggja sér titilinn í þessum leik. Ég held að það sé ekki spurning,“ sagði Ólafur. Augu margra munu þó sjálfsagt beinast að fallbaráttunni sem er gríðarlega spennandi. ÍBV er á botninum og segir Ólafur að örlög liðsins séu nánast ráðin. „ÍBV er svo gott sem fallið. En ég tel að fjögur lið séu svo í mikilli fallhættu en þetta eru Fylkir, Grindavík, Breiðablik og ÍA. Þarna munar ekki nema tveimur stigum á liðunum.“ Tvö þessara liða munu mætast innbyrðist í dag er Breiðablik tekur á móti gamla liði Ólafs, ÍA. „Þetta er vitaskuld afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Ég var búinn að spá honum jafntefli og held mig við það.“ Hin liðin, Fylkir og Grindavík, eiga mjög erfiða útileiki fyrir höndum en Fylkir fer til Keflavíkur í dag og á morgun tekur Valur á móti Grindvíkingum. „Þetta verður mjög erfitt fyrir bæði Fylki og Grindavík. Keflavík hefur staðið sig mjög vel, leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts og komnir í bikarúrslit. Valur er á góðu róli og vill sjálfsagt tryggja sér annað sætið í deildinni,“ sagði Ólafur. Þá mætast Víkingur og KR einnig í dag en fyrrnefnda liðið vill sjálfsagt fá nokkur stig til viðbótar til að gulltryggja veru sína í deildinni. „Víkingar eru með mikið baráttulið og bæði lið hafa sjálfsagt áhuga á að styrkja stöðu sína í efri hluta deildarinnar.“ Ólafur sagði á almennum nótum að botnbaráttan hafi komið sér mest á óvart í sumar. „Ég reiknaði fyrirfram ekki með því að jafn mörg lið og raunin er yrðu í hættu undir lok mótsins. Staðan á toppnum hefur verið svipuð og búist var við enda FH eina liðið sem hefur verið stöðugt í sumar. Það var fyrst þegar þeir voru nánast búnir að tryggja sér titilinn að þeir fóru að misstíga sig. Þá hefur það einnig verið mjög athyglisvert að öðrum liðum sem var spáð í toppbaráttuna hefur ekki tekist að fylgja eftir þeim væntingum,“ sagði Ólafur. Leikir dagsins hefjast kl. 14 en Valur mætir Grindavík kl. 20 annað kvöld og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn. Viðureign Breiðabliks og ÍA í dag er sömuleiðis í beinni útsendingu á sömu stöð.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Sjá meira