Fólksflæði mest til Íslands 2. október 2006 03:30 Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Íslendingar hafa hlutfallslega tekið við langflestum frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins ef litið er á flæði til allra Norðurlandanna síðustu tvö árin. Þetta kom nýlega fram í erindi sem flutt var á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Vinnumálastofnunar. Fjöldi erlendra starfsmanna frá þessum löndum nemur tveimur prósentum af þeim sem búa á Íslandi. Norðmenn hafa í heildina tekið við langflestum erlendum starfsmönnum. Þeir tóku við tæplega 42 þúsund manns frá nýju aðildarlöndunum og endurnýjuðu atvinnuleyfi fyrir rúm 27 þúsund. Svíar tóku við tíu þúsundum, Danir svipuðum fjölda, Íslendingar um 5.800 og Finnar aðeins fleirum. Íslendingar endurnýjuðu tæplega 2.700 atvinnuleyfi. Ef fólksfjölgunin er skoðuð með tilliti til mannfjölda í viðkomandi löndum trónir Ísland efst með um tveggja prósenta hlutfall. Norðmenn eru næstir með tæpt prósent. Hlutföll annarra þjóða eru mun lægri. Erlendir starfsmenn Vinnumarkaður á Íslandi og í Noregi hafa tekið við hlutfallslega flestum starfsmönnum frá nýju aðildarríkjum ESB og þá helst Pólverjum. Atvinnuleysi er um sextán prósent í Póllandi og fara 800 þúsund Pólverjar árlega til vinnu erlendis. Mennirnir á myndinni eru pólskir og tengjast efni fréttarinnar ekki að öðru leyti. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir greinilegt að aðgangstakmarkanir stjórni ekki flæði vinnuafls, það sé efnahagsástandið og framboð og eftirspurn á vinnumarkaði sem skipti máli. Gríðarlegur straumur hefur verið til Íslands í sumar og hafa um fjögur þúsund manns komið inn á vinnumarkaðinn hér. Má kannski líkja því við sprengingu. „Þetta hefur verið stöðugt flæði og ef eitthvað er hefur það aukist frá opnuninni 1. maí. Við erum að tala um að fjögur þúsund manns hafi komið inn á vinnumarkaðinn í sumar og þá fyrst og fremst frá Póllandi. Það virðist ekki koma fram neinn slaki í eftirspurninni eftir vinnuafli,“ segir hann. Norðurlöndin eiga öll við svipuð vandamál að stríða því erfitt er að stjórna flæðinu. Stöðugt birtast fréttir um undirboð á vinnumarkaði og mál koma inn á borð skattyfirvalda, lögreglu og verkalýðsfélaga. Misjafnt er hvernig Norðurlöndin hafa tekið við fólki frá nýju aðildarríkjum ESB. Íslendingar og Finnar höfðu miklar aðgangstakmarkanir en opnuðu fyrir flæðið 1. maí með skráningu. Danir og Norðmenn hafa slakað á aðgangstakmörkunum en Svíar hafa haft galopinn vinnumarkað í rúm tvö ár og hafa haft litla sem enga stjórn á þróuninni. Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Íslendingar hafa hlutfallslega tekið við langflestum frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins ef litið er á flæði til allra Norðurlandanna síðustu tvö árin. Þetta kom nýlega fram í erindi sem flutt var á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Vinnumálastofnunar. Fjöldi erlendra starfsmanna frá þessum löndum nemur tveimur prósentum af þeim sem búa á Íslandi. Norðmenn hafa í heildina tekið við langflestum erlendum starfsmönnum. Þeir tóku við tæplega 42 þúsund manns frá nýju aðildarlöndunum og endurnýjuðu atvinnuleyfi fyrir rúm 27 þúsund. Svíar tóku við tíu þúsundum, Danir svipuðum fjölda, Íslendingar um 5.800 og Finnar aðeins fleirum. Íslendingar endurnýjuðu tæplega 2.700 atvinnuleyfi. Ef fólksfjölgunin er skoðuð með tilliti til mannfjölda í viðkomandi löndum trónir Ísland efst með um tveggja prósenta hlutfall. Norðmenn eru næstir með tæpt prósent. Hlutföll annarra þjóða eru mun lægri. Erlendir starfsmenn Vinnumarkaður á Íslandi og í Noregi hafa tekið við hlutfallslega flestum starfsmönnum frá nýju aðildarríkjum ESB og þá helst Pólverjum. Atvinnuleysi er um sextán prósent í Póllandi og fara 800 þúsund Pólverjar árlega til vinnu erlendis. Mennirnir á myndinni eru pólskir og tengjast efni fréttarinnar ekki að öðru leyti. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir greinilegt að aðgangstakmarkanir stjórni ekki flæði vinnuafls, það sé efnahagsástandið og framboð og eftirspurn á vinnumarkaði sem skipti máli. Gríðarlegur straumur hefur verið til Íslands í sumar og hafa um fjögur þúsund manns komið inn á vinnumarkaðinn hér. Má kannski líkja því við sprengingu. „Þetta hefur verið stöðugt flæði og ef eitthvað er hefur það aukist frá opnuninni 1. maí. Við erum að tala um að fjögur þúsund manns hafi komið inn á vinnumarkaðinn í sumar og þá fyrst og fremst frá Póllandi. Það virðist ekki koma fram neinn slaki í eftirspurninni eftir vinnuafli,“ segir hann. Norðurlöndin eiga öll við svipuð vandamál að stríða því erfitt er að stjórna flæðinu. Stöðugt birtast fréttir um undirboð á vinnumarkaði og mál koma inn á borð skattyfirvalda, lögreglu og verkalýðsfélaga. Misjafnt er hvernig Norðurlöndin hafa tekið við fólki frá nýju aðildarríkjum ESB. Íslendingar og Finnar höfðu miklar aðgangstakmarkanir en opnuðu fyrir flæðið 1. maí með skráningu. Danir og Norðmenn hafa slakað á aðgangstakmörkunum en Svíar hafa haft galopinn vinnumarkað í rúm tvö ár og hafa haft litla sem enga stjórn á þróuninni.
Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira