Vændiskonur leita skjóls fyrir dólgum 3. október 2006 03:30 Íslenskar konur sem stundað hafa vændi hafa í allnokkrum tilvikum leitað til Stígamóta og í Kvennaathvarfið á undanförnum misserum til þess að flýja undan þeim mönnum sem hafa selt þær. Þær eru oft í afar slæmu andlegu og líkamlegu ástandi eftir kúgun og líkamsmeiðingar. Þetta staðfesta þær Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, og Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. „Á síðasta ári voru nítján konur, sem á einhverjum tíma höfðu stundað vændi, í samskiptum við Stígamót,“ segir Guðrún. „Af þeim voru tíu ný mál og níu eldri, vegna þess að þær konur sem hafa stundað vændi eru gjarnan í löngum samskiptum við Stígamót. Í nokkrum þessara tilvika voru konurnar að flýja þessa svokölluðu dólga, það er mennina sem höfðu tekjur af því að selja þær. Þessi tilvik voru ekki mörg, en þau voru þeim mun alvarlegri. Þær áttu það sameiginlegt að þær voru skelfingu lostnar og búið að misþyrma þeim gróflega bæði andlega og líkamlega. Tvisvar sinnum höfum við hjálpað konum úr landi til að þær kæmust út úr neti karla sem misnotað hafa þær með þessum hætti.“ Guðrún segir að þær konur sem leiðst hafi út í vændi og leiti til Stígamóta séu yfirleitt á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára. „Sú yngsta sem ég man eftir var fimmtán ára,“ segir hún. „Oft hafa þessar konur leitað til okkar vegna kynferðisofbeldis. Síðan hefur þessi hlið mála, það er vændið, komið upp á yfirborðið, en það hefur yfirleitt tekið þó nokkurn tíma, og gerist ekki fyrr en þær eru orðnar öruggar í samskiptum við okkur.“ Guðrún segir enn fremur að ákveðin skörun sé milli vændis og fíkniefnaheimsins. Sá heimur lúti ekki sömu lögum og reglum og heimurinn sem hinn almenni borgari lifi í. Þar sé ekki hægt að kalla lögreglu til hjálpar. Þar sé lykilorðið „hefnd“. Þær konur sem flækst hafi í sambönd með mönnum úr fíkniefnaheiminum verði fyrir grófasta ofbeldinu og hótununum. Þær eigi jafnframt minnstu möguleikana á að komast út úr vændisvítahringnum. „Ég get staðfest það að til okkar hafa leitað íslenskar vændiskonur sem hafa lent í hörðu kynferðislegu ofbeldi og annars konar ofbeldi,“ segir Sigþrúður hjá Kvennaathvarfinu. Hún kvaðst ekki hafa tölur yfir tíðnina. „Í þeim tilvikum sem þær eru að flýja dólgana er oft um „kærasta“ að ræða, sem selur þær, gjarnan í tengslum við fíkniefni. Þessar konur eru oft hart leiknar þegar þær koma til okkar.“ Innlent Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Íslenskar konur sem stundað hafa vændi hafa í allnokkrum tilvikum leitað til Stígamóta og í Kvennaathvarfið á undanförnum misserum til þess að flýja undan þeim mönnum sem hafa selt þær. Þær eru oft í afar slæmu andlegu og líkamlegu ástandi eftir kúgun og líkamsmeiðingar. Þetta staðfesta þær Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, og Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. „Á síðasta ári voru nítján konur, sem á einhverjum tíma höfðu stundað vændi, í samskiptum við Stígamót,“ segir Guðrún. „Af þeim voru tíu ný mál og níu eldri, vegna þess að þær konur sem hafa stundað vændi eru gjarnan í löngum samskiptum við Stígamót. Í nokkrum þessara tilvika voru konurnar að flýja þessa svokölluðu dólga, það er mennina sem höfðu tekjur af því að selja þær. Þessi tilvik voru ekki mörg, en þau voru þeim mun alvarlegri. Þær áttu það sameiginlegt að þær voru skelfingu lostnar og búið að misþyrma þeim gróflega bæði andlega og líkamlega. Tvisvar sinnum höfum við hjálpað konum úr landi til að þær kæmust út úr neti karla sem misnotað hafa þær með þessum hætti.“ Guðrún segir að þær konur sem leiðst hafi út í vændi og leiti til Stígamóta séu yfirleitt á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára. „Sú yngsta sem ég man eftir var fimmtán ára,“ segir hún. „Oft hafa þessar konur leitað til okkar vegna kynferðisofbeldis. Síðan hefur þessi hlið mála, það er vændið, komið upp á yfirborðið, en það hefur yfirleitt tekið þó nokkurn tíma, og gerist ekki fyrr en þær eru orðnar öruggar í samskiptum við okkur.“ Guðrún segir enn fremur að ákveðin skörun sé milli vændis og fíkniefnaheimsins. Sá heimur lúti ekki sömu lögum og reglum og heimurinn sem hinn almenni borgari lifi í. Þar sé ekki hægt að kalla lögreglu til hjálpar. Þar sé lykilorðið „hefnd“. Þær konur sem flækst hafi í sambönd með mönnum úr fíkniefnaheiminum verði fyrir grófasta ofbeldinu og hótununum. Þær eigi jafnframt minnstu möguleikana á að komast út úr vændisvítahringnum. „Ég get staðfest það að til okkar hafa leitað íslenskar vændiskonur sem hafa lent í hörðu kynferðislegu ofbeldi og annars konar ofbeldi,“ segir Sigþrúður hjá Kvennaathvarfinu. Hún kvaðst ekki hafa tölur yfir tíðnina. „Í þeim tilvikum sem þær eru að flýja dólgana er oft um „kærasta“ að ræða, sem selur þær, gjarnan í tengslum við fíkniefni. Þessar konur eru oft hart leiknar þegar þær koma til okkar.“
Innlent Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira