Varnarmálastefna í vestur og austur 5. október 2006 07:15 Valgerður Sverrisdóttir Utanríkisráðherra. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi sögðu forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa „talað í vestur og austur“ í framsöguerindum sínum í þingumræðum um stöðuna í varnarmálum þjóðarinnar eftir brottför bandaríska varnarliðsins, sem fram fóru í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra hóf umræðuna með því að gera grein fyrir samningunum við Bandaríkjamenn, annars vegar um framhald varnarsamstarfs þjóðanna og hins vegar um skil Bandaríkjahers á landi og mannvirkjum. Að sögn Geirs teldi ríkisstjórnin að helstu samningsmarkmið Íslendinga hefðu náðst. Varnaráætlunin sem tekur við af fastri viðveru Bandaríkjahers hér á landi og byggir á „hreyfanlegum herstyrk“ sé „trúverðugar varnir“. Hann sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á að staðið verði við áform um árlegar heræfingar hér á landi, einkum með þátttöku herþotna. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að niðurstaðan úr samningunum við Bandaríkjamenn væri „viðunandi“. Hún sagði Íslendinga hljóta að rækta áfram tengslin við Bandaríkin og viðhalda varnarsamningnum. En hún sagði einnig að „sem Evrópuþjóð hljótum við að fylgjast grannt með öryggis- og varnarmálastefnu Evrópusambandsins“. Sú stefna sé í örri þróun og til lengri tíma litið „skyldi alls ekki útiloka að Ísland geti leitað samstarfs við ESB á sviði öryggismála“. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði áberandi að forsætis- og utanríkisráðherrann töluðu „annar í vestur, hinn í austur“ og vísaði þar til þess að Geir talaði eingöngu um mikilvægi áframhaldandi náins samstarfs við Bandaríkjamenn en Valgerður um að Íslendingar ættu líka að líta til Evrópusambandsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fagnaði því að í fyrsta sinn væri ekki ágreiningur um það á Alþingi að „svo friðvænlegt sé í okkar heimshluta að ekki sé þörf á bandarískum herafla í landinu“. Hún gagnrýndi hins vegar hvernig ríkisstjórnin hefði haldið á samningum við Bandaríkjamenn. Síðast í febrúar hafi forsætisráðherra haldið því fram að „sýnilegar varnir“ í formi fjögurra orrustuþotna Bandaríkjahers væri algjör lágmarksviðbúnaður. Núna léti hann eins og það hefði ekki verið neitt að marka þau orð hans. Ingibjörg, Steingrímur og fleiri fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu einnig þá leynd sem hvíldi yfir varnaráætluninni sem koma á í staðinn fyrir varnarliðið. Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi sögðu forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa „talað í vestur og austur“ í framsöguerindum sínum í þingumræðum um stöðuna í varnarmálum þjóðarinnar eftir brottför bandaríska varnarliðsins, sem fram fóru í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra hóf umræðuna með því að gera grein fyrir samningunum við Bandaríkjamenn, annars vegar um framhald varnarsamstarfs þjóðanna og hins vegar um skil Bandaríkjahers á landi og mannvirkjum. Að sögn Geirs teldi ríkisstjórnin að helstu samningsmarkmið Íslendinga hefðu náðst. Varnaráætlunin sem tekur við af fastri viðveru Bandaríkjahers hér á landi og byggir á „hreyfanlegum herstyrk“ sé „trúverðugar varnir“. Hann sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á að staðið verði við áform um árlegar heræfingar hér á landi, einkum með þátttöku herþotna. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að niðurstaðan úr samningunum við Bandaríkjamenn væri „viðunandi“. Hún sagði Íslendinga hljóta að rækta áfram tengslin við Bandaríkin og viðhalda varnarsamningnum. En hún sagði einnig að „sem Evrópuþjóð hljótum við að fylgjast grannt með öryggis- og varnarmálastefnu Evrópusambandsins“. Sú stefna sé í örri þróun og til lengri tíma litið „skyldi alls ekki útiloka að Ísland geti leitað samstarfs við ESB á sviði öryggismála“. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði áberandi að forsætis- og utanríkisráðherrann töluðu „annar í vestur, hinn í austur“ og vísaði þar til þess að Geir talaði eingöngu um mikilvægi áframhaldandi náins samstarfs við Bandaríkjamenn en Valgerður um að Íslendingar ættu líka að líta til Evrópusambandsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fagnaði því að í fyrsta sinn væri ekki ágreiningur um það á Alþingi að „svo friðvænlegt sé í okkar heimshluta að ekki sé þörf á bandarískum herafla í landinu“. Hún gagnrýndi hins vegar hvernig ríkisstjórnin hefði haldið á samningum við Bandaríkjamenn. Síðast í febrúar hafi forsætisráðherra haldið því fram að „sýnilegar varnir“ í formi fjögurra orrustuþotna Bandaríkjahers væri algjör lágmarksviðbúnaður. Núna léti hann eins og það hefði ekki verið neitt að marka þau orð hans. Ingibjörg, Steingrímur og fleiri fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu einnig þá leynd sem hvíldi yfir varnaráætluninni sem koma á í staðinn fyrir varnarliðið.
Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira