Stöðugleikinn felist í stöðugum óróa 5. október 2006 06:45 Framkvæmdir Umfang framkvæmda á vegum ríkisins er í sjálfu sér ekki það mikið en kannski hefði verið æskilegra að fá þessi skilaboð ekki á þessum tímapunkti. Það hefði verið betra að þetta væri enn í biðstöðu um sinn því það skiptir máli að menn séu samstiga þannig að Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið gangi í takt að þessu leyti, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um yfirlýsingu forsætisráðherra um að ríkisstjórnin hætti við að fresta framkvæmdum. Ef fjármálaráðuneytið spáir því að verðbólga sé svo mikið á niðurleið þá veltir maður vöngum yfir því hvort óhætt sé að hætta við og setja verkin í gang aftur. Það er spurning hvort Seðlabankinn hafi sama skilning á stöðunni og hvort bankinn sé tilbúinn til að hefja vaxtalækkunarferilinn og ganga í takt með ríkisstjórninni, segir hann. Vilhjálmur bendir á að framkvæmdir ríkisins nemi ekki háum fjárhæðum og því skipti tölurnar sem slíkar ekki miklu máli. Skilaboðin skipti meira máli. Í þessu felast sterk og afgerandi skilaboð frá ríkisstjórninni og því vildi ég gjarnan sjá að ríkisstjórnin og Seðlabankinn gengju í takt, segir Vilhjálmur og telur að gengið verði hærra en annars og verðbólgugusa komi fram í lok næsta árs eða byrjun þarnæsta fari Seðlabankinn í þveröfuga átt við ríkisstjórnina. Ég verð að viðurkenna að ég hrökk svolítið við þegar ég heyrði að það væri búið að aflýsa hættuástandinu, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Verðbólgan er tæplega átta prósent sem er þrisvar sinnum meira en verðbólgumarkmið Seðlabankans þannig að það er dálítið snemmt að aflýsa ástandinu. Það hefur verið stöðugur órói í efnahagskerfinu og það er greinilega markmið ríkisstjórnarinnar að svo haldist áfram. Í því felist stöðugleikinn, segir hann og telur yfirlýsinguna bera þess merki að kosningavetur sé að hefjast. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, segir að miðað við spár KB banka og fjármálaráðuneytisins minnki hagvöxtur og dragist jafnvel saman. Innlent Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Framkvæmdir Umfang framkvæmda á vegum ríkisins er í sjálfu sér ekki það mikið en kannski hefði verið æskilegra að fá þessi skilaboð ekki á þessum tímapunkti. Það hefði verið betra að þetta væri enn í biðstöðu um sinn því það skiptir máli að menn séu samstiga þannig að Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið gangi í takt að þessu leyti, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um yfirlýsingu forsætisráðherra um að ríkisstjórnin hætti við að fresta framkvæmdum. Ef fjármálaráðuneytið spáir því að verðbólga sé svo mikið á niðurleið þá veltir maður vöngum yfir því hvort óhætt sé að hætta við og setja verkin í gang aftur. Það er spurning hvort Seðlabankinn hafi sama skilning á stöðunni og hvort bankinn sé tilbúinn til að hefja vaxtalækkunarferilinn og ganga í takt með ríkisstjórninni, segir hann. Vilhjálmur bendir á að framkvæmdir ríkisins nemi ekki háum fjárhæðum og því skipti tölurnar sem slíkar ekki miklu máli. Skilaboðin skipti meira máli. Í þessu felast sterk og afgerandi skilaboð frá ríkisstjórninni og því vildi ég gjarnan sjá að ríkisstjórnin og Seðlabankinn gengju í takt, segir Vilhjálmur og telur að gengið verði hærra en annars og verðbólgugusa komi fram í lok næsta árs eða byrjun þarnæsta fari Seðlabankinn í þveröfuga átt við ríkisstjórnina. Ég verð að viðurkenna að ég hrökk svolítið við þegar ég heyrði að það væri búið að aflýsa hættuástandinu, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Verðbólgan er tæplega átta prósent sem er þrisvar sinnum meira en verðbólgumarkmið Seðlabankans þannig að það er dálítið snemmt að aflýsa ástandinu. Það hefur verið stöðugur órói í efnahagskerfinu og það er greinilega markmið ríkisstjórnarinnar að svo haldist áfram. Í því felist stöðugleikinn, segir hann og telur yfirlýsinguna bera þess merki að kosningavetur sé að hefjast. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, segir að miðað við spár KB banka og fjármálaráðuneytisins minnki hagvöxtur og dragist jafnvel saman.
Innlent Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira