Verndun götumyndar Lindargötu aflétt 6. október 2006 07:30 LINDARGATA Verndun götumyndar á þessu svæði við Lindargötu hefur verið aflétt, samkvæmt samþykktum borgarráðs og skipulagsráðs. Verndun götumyndar á húseignunum á Lindargötu 21, 23 og 25 hefur verið aflétt. Þetta var samþykkt í skipulagsráði og í borgarráði nýverið, að sögn Helgu Bragadóttur skipulagsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Eigendur umræddra húsa hafa tjáð Fréttablaðinu að athafnamenn hefðu bankað upp á hjá þeim og viljað kaupa eignir þeirra á markaðsverði. Fengu þeir vikufrest til þess að svara tilboðunum. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við í gær lögðu áherslu á að mikilvægt væri fyrir húseigendur sem fengju tilboð af þessu tagi að leita ráðgjafar hjá löggildum fasteignasölum áður en þeir gengju til samninga. Verðgildi eignar í miðborginni gæti snarhækkað ef útlit væri fyrir að leyfi fengist til að rífa gamalt hús og setja niður meira byggingarmagn á lóðinni. Það hafa borist fyrirspurnir frá eigendum einhverra af þessum gömlu húsum um hvort flytja megi þau í burtu, segir Helga. Ekki hafa borist beiðnir um breytingar á deiliskipulagi á þessum lóðum, né heldur beiðnir um niðurrif húsa, en þær fara til byggingarfulltrúa. Slíkar umsóknir eru metnar hverju sinni, en vissulega eru reitir með eldri húsum í miðborginni sem við viljum gjarnan halda í. Helga segir að deiliskipulagið sem er í gildi fyrir Lindargötu 21, 23 og 25 nú kveði á um sama byggingarmagn og gömlu húsin séu. Sækja þurfi um breytingu á deiliskipulagi ef setja eigi niður meira byggingarmagn á lóðunum. Ljóst er að hugur ýmissa stendur til þess að fjölga íbúðum á tilteknum lóðum við Lindargötu. Til dæmis er nú til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa umsókn um breytingar á deiliskipulagi á Lindargötu 28, 30 og 32. Þar standa nú hús, en samkvæmt deiliskipulagi mega þau víkja. Verið er að sækja um að byggja meira á umræddum lóðum heldur en gert er ráð fyrir í deiliskipulagi, en þær umsóknir eru lagðar inn fyrir hönd lóðahafa. Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Sjá meira
Verndun götumyndar á húseignunum á Lindargötu 21, 23 og 25 hefur verið aflétt. Þetta var samþykkt í skipulagsráði og í borgarráði nýverið, að sögn Helgu Bragadóttur skipulagsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Eigendur umræddra húsa hafa tjáð Fréttablaðinu að athafnamenn hefðu bankað upp á hjá þeim og viljað kaupa eignir þeirra á markaðsverði. Fengu þeir vikufrest til þess að svara tilboðunum. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við í gær lögðu áherslu á að mikilvægt væri fyrir húseigendur sem fengju tilboð af þessu tagi að leita ráðgjafar hjá löggildum fasteignasölum áður en þeir gengju til samninga. Verðgildi eignar í miðborginni gæti snarhækkað ef útlit væri fyrir að leyfi fengist til að rífa gamalt hús og setja niður meira byggingarmagn á lóðinni. Það hafa borist fyrirspurnir frá eigendum einhverra af þessum gömlu húsum um hvort flytja megi þau í burtu, segir Helga. Ekki hafa borist beiðnir um breytingar á deiliskipulagi á þessum lóðum, né heldur beiðnir um niðurrif húsa, en þær fara til byggingarfulltrúa. Slíkar umsóknir eru metnar hverju sinni, en vissulega eru reitir með eldri húsum í miðborginni sem við viljum gjarnan halda í. Helga segir að deiliskipulagið sem er í gildi fyrir Lindargötu 21, 23 og 25 nú kveði á um sama byggingarmagn og gömlu húsin séu. Sækja þurfi um breytingu á deiliskipulagi ef setja eigi niður meira byggingarmagn á lóðunum. Ljóst er að hugur ýmissa stendur til þess að fjölga íbúðum á tilteknum lóðum við Lindargötu. Til dæmis er nú til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa umsókn um breytingar á deiliskipulagi á Lindargötu 28, 30 og 32. Þar standa nú hús, en samkvæmt deiliskipulagi mega þau víkja. Verið er að sækja um að byggja meira á umræddum lóðum heldur en gert er ráð fyrir í deiliskipulagi, en þær umsóknir eru lagðar inn fyrir hönd lóðahafa.
Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent