Búa sig undir aðra sprengju 18. október 2006 06:00 Hwang Jang Yop Var einn af æðstu leiðtogum Norður-Kóreu þegar hann flúði land árið 1997. MYND/AP Fyrrverandi ráðamaður í Norður-Kóreu telur engar líkur á því að kjarnorkuvopnaáætlun landsins verði stöðvuð fyrr en leiðtoginn Kim Young Il missir völdin. Hann sagðist þó telja litlar líkur á því í bráðina. Í gær bárust fréttir af því að Norður-Kóreumenn væru hugsanlega að undirbúa aðra tilraunasprengingu kjarnorkuvopns, en Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að litið verði á aðra sprengingu sem alvarlega ögrun. Hún hélt í gær til Japans og ætlar einnig að fara til Kína og Suður-Kóreu til þess að ræða um kjarnorkudeiluna við Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn ítrekuðu hins vegar í gær að þeir líti á allan þrýsting sem stríðsyfirlýsingu og muni bregðast við með harkalegum hætti. Hwang Jang Yop, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 1997, sagðist í viðtali við AP fréttastofuna efast um að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna veiki stöðu leiðtogans, sem hefur alla þræði í hendi sér. „Ég efast um að völd hans veikist að ráði,“ sagði Hwang, og bætti því við að Suður-Kórea haldi áfram að veita Norður-Kóreu margvíslega aðstoð, auk þess sem Kína, Rússland og fleiri lönd séu andvíg því að beita Norður-Kóreu miklum þrýstingi. Hann sagðist ekki heldur telja það skila nokkrum árangri að semja við Norður-Kóreu. Þess í stað ættu Bandaríkin, Rússland, Kína, Japan og Suður-Kórea að standa saman að því að einangra landið, sem hann kallar „alþjóðleg glæpasamtök og óvin lýðræðis“. Hwang lagði áherslu á að einungis Kínverjar geti komið því til leiðar að Kim Young Il missi völdin. „Engir kínverskir embættismenn eru hrifnir af leiðtoga Norður-Kóreu, en þeir halda honum við völd,“ segir Hwang. Hwang, sem sjaldan gefur viðtöl, kom heiminum heldur betur á óvart árið 1997 þegar hann bað, ásamt aðstoðarmanni sínum, um hæli í sendiráði Suður-Kóreu í Beijing þegar þeir voru þar í heimsókn. Hann var þá einn af æðstu leiðtogum Norður-Kóreu, aðalritari Verkamannaflokksins sem réði þar lögum og lofum. Hwang hafði verið nákominn Kim Il Sung, stofnanda Norður-Kóreu, og var nánast uppeldisfaðir sonar hans og núverandi leiðtoga landsins, Kim Young Il. Hann er einnig almennt talinn helsti hugmyndafræðingurinn á bak við Juche-stefnuna, sem stjórnvöld í Norður-Kóreu fylgja, og gengur út á það að landið sé sjálfu sér nægt um allar þarfir. Hwang nýtur lögregluverndar allan sólahringinn af ótta við að Norður-Kóreumenn reyni að ráða hann af dögum. Erlent Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Fyrrverandi ráðamaður í Norður-Kóreu telur engar líkur á því að kjarnorkuvopnaáætlun landsins verði stöðvuð fyrr en leiðtoginn Kim Young Il missir völdin. Hann sagðist þó telja litlar líkur á því í bráðina. Í gær bárust fréttir af því að Norður-Kóreumenn væru hugsanlega að undirbúa aðra tilraunasprengingu kjarnorkuvopns, en Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að litið verði á aðra sprengingu sem alvarlega ögrun. Hún hélt í gær til Japans og ætlar einnig að fara til Kína og Suður-Kóreu til þess að ræða um kjarnorkudeiluna við Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn ítrekuðu hins vegar í gær að þeir líti á allan þrýsting sem stríðsyfirlýsingu og muni bregðast við með harkalegum hætti. Hwang Jang Yop, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 1997, sagðist í viðtali við AP fréttastofuna efast um að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna veiki stöðu leiðtogans, sem hefur alla þræði í hendi sér. „Ég efast um að völd hans veikist að ráði,“ sagði Hwang, og bætti því við að Suður-Kórea haldi áfram að veita Norður-Kóreu margvíslega aðstoð, auk þess sem Kína, Rússland og fleiri lönd séu andvíg því að beita Norður-Kóreu miklum þrýstingi. Hann sagðist ekki heldur telja það skila nokkrum árangri að semja við Norður-Kóreu. Þess í stað ættu Bandaríkin, Rússland, Kína, Japan og Suður-Kórea að standa saman að því að einangra landið, sem hann kallar „alþjóðleg glæpasamtök og óvin lýðræðis“. Hwang lagði áherslu á að einungis Kínverjar geti komið því til leiðar að Kim Young Il missi völdin. „Engir kínverskir embættismenn eru hrifnir af leiðtoga Norður-Kóreu, en þeir halda honum við völd,“ segir Hwang. Hwang, sem sjaldan gefur viðtöl, kom heiminum heldur betur á óvart árið 1997 þegar hann bað, ásamt aðstoðarmanni sínum, um hæli í sendiráði Suður-Kóreu í Beijing þegar þeir voru þar í heimsókn. Hann var þá einn af æðstu leiðtogum Norður-Kóreu, aðalritari Verkamannaflokksins sem réði þar lögum og lofum. Hwang hafði verið nákominn Kim Il Sung, stofnanda Norður-Kóreu, og var nánast uppeldisfaðir sonar hans og núverandi leiðtoga landsins, Kim Young Il. Hann er einnig almennt talinn helsti hugmyndafræðingurinn á bak við Juche-stefnuna, sem stjórnvöld í Norður-Kóreu fylgja, og gengur út á það að landið sé sjálfu sér nægt um allar þarfir. Hwang nýtur lögregluverndar allan sólahringinn af ótta við að Norður-Kóreumenn reyni að ráða hann af dögum.
Erlent Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira