Bráðavakt varnarlausra villidýra 19. október 2006 06:15 Grænlandsfálki með bólginn fót Þegar þessir fallegu fuglar villast af leið er það þrautalending þeirra að lenda á skipum. Það eru því helst sjómenn sem þeim koma til bjargar. Um það bil þúsund villt dýr af sextíu tegundum hafa fengið aðhlynningu og athvarf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í þau sextán ár sem sem hann hefur verið starfræktur. Ekki komast dýr sem fá aðhlynningu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum öll til heilsu aftur; mörg deyja á leiðinni eða stuttu eftir komu. Mörg lifa þó af og geta horfið aftur til heimkynna sinna í náttúrunni. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður garðsins, segir það gefa starfinu gildi. "Við hófum þetta verkefni í upphafi í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi til að láta gott af okkur leiða en í öðru lagi til að fræða almenning um villt dýr," segir Tómas sem segir að í byrjun hafi verið mikið um að fólk kæmi með dýr sem ættu ekki heima í garðinum svo sem þrasta- eða gæsaunga sem það taldi hafa villst frá foreldrum sínum. "Við vildum að fólk skildi að einmana ungi er ekki vísbending um að eitthvað sé að heldur á fólk að láta þá í friði og gefa foreldrunum tækifæri til að koma til þeirra. Einnig hefur það komið fyrir oftar en einu sinni að fólk hafði ungað út eggjum villtra fugla heima hjá sér og ætlað þeim svo að flytja hingað. Það var heldur ekki hægt," segir Tómas. Dýrin eru að öllu jöfnu ekki til sýnis enda flest það veik til að byrja með að hlúa verður að þeim inni í ró og næði. Þegar styrkur þeirra vex hafa sum þeirra möguleika á að stæla vöðvana að nýju utandyra og gefst gestum þá stundum einstakt tækifæri til að fræðast um lifnaðarhætti þeirra áður en þeim er sleppt á ný út í náttúruna. Einna mesta athygli vekja fáséðar tegundir dýra eins og fálkar, ernir og uglur. Tómas segir algengast að fuglarnir þurfi aðhlynningu eftir að hafa lent í grút, oft eftir að hafa verið í hvals- eða selshræi eða eftir að hafa lent í viðureign við fýl. Vængbrot séu einnig algeng en við þau sé erfitt að eiga þó fuglar geti jafnað sig furðu fljótt eftir að hafa fengið hlýju, þvott, vítamín, fóðrun, dýralæknisskoðun, lyf, umbúðir og tíma til að safna kröftum. Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Um það bil þúsund villt dýr af sextíu tegundum hafa fengið aðhlynningu og athvarf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í þau sextán ár sem sem hann hefur verið starfræktur. Ekki komast dýr sem fá aðhlynningu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum öll til heilsu aftur; mörg deyja á leiðinni eða stuttu eftir komu. Mörg lifa þó af og geta horfið aftur til heimkynna sinna í náttúrunni. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður garðsins, segir það gefa starfinu gildi. "Við hófum þetta verkefni í upphafi í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi til að láta gott af okkur leiða en í öðru lagi til að fræða almenning um villt dýr," segir Tómas sem segir að í byrjun hafi verið mikið um að fólk kæmi með dýr sem ættu ekki heima í garðinum svo sem þrasta- eða gæsaunga sem það taldi hafa villst frá foreldrum sínum. "Við vildum að fólk skildi að einmana ungi er ekki vísbending um að eitthvað sé að heldur á fólk að láta þá í friði og gefa foreldrunum tækifæri til að koma til þeirra. Einnig hefur það komið fyrir oftar en einu sinni að fólk hafði ungað út eggjum villtra fugla heima hjá sér og ætlað þeim svo að flytja hingað. Það var heldur ekki hægt," segir Tómas. Dýrin eru að öllu jöfnu ekki til sýnis enda flest það veik til að byrja með að hlúa verður að þeim inni í ró og næði. Þegar styrkur þeirra vex hafa sum þeirra möguleika á að stæla vöðvana að nýju utandyra og gefst gestum þá stundum einstakt tækifæri til að fræðast um lifnaðarhætti þeirra áður en þeim er sleppt á ný út í náttúruna. Einna mesta athygli vekja fáséðar tegundir dýra eins og fálkar, ernir og uglur. Tómas segir algengast að fuglarnir þurfi aðhlynningu eftir að hafa lent í grút, oft eftir að hafa verið í hvals- eða selshræi eða eftir að hafa lent í viðureign við fýl. Vængbrot séu einnig algeng en við þau sé erfitt að eiga þó fuglar geti jafnað sig furðu fljótt eftir að hafa fengið hlýju, þvott, vítamín, fóðrun, dýralæknisskoðun, lyf, umbúðir og tíma til að safna kröftum.
Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira