Tvö hundruð milljóna tekjur af Airwaves 20. október 2006 07:00 Eldar Ástþórsson Hver erlendur gestur á Iceland Airwaves hátíðinni eyðir rúmum hundrað þúsund krónum að jafnaði meðan á dvöl hans stendur. Þetta er niðurstaða könnunar sem Reykjavíkurborg, ásamt nítján öðrum borgum á norðurslóðum, lét gera í fyrra um ýmsa atburði sem draga að ferðamenn. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn íhuga nú að koma á svipaðri árlegri hátíð. Samkvæmt könnuninni komu um fjörutíu prósent gestanna í fyrra erlendis frá eða utan af landi, tæplega tvö þúsund manns. Hver þeirra gisti í fjórar til fimm nætur á gistiheimili eða hóteli. Samanreiknuð eyðsla þessara ferðamanna var um tvö hundruð milljónir króna, fyrir utan flugmiða. Eyðslan var fjölbreytileg, enda gestirnir í yngri kantinum; flestir á aldrinum 18-34 ára. Það sem skiptir mestu í þessu samhengi, að sögn Svanhildar Konráðsdóttur hjá Höfuðborgarstofu, er að hátíðin er utan háannatíma og því hrein viðbót við ferðamannastrauminn hingað. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar eru flest hótelherbergi í Reykjavík bókuð um helgina, þótt fleira spili inn í en Airwaves hátíðin. Í ár gæti velta hátíðarinnar numið allt að þrjátíu milljónum króna, miðað við selda miða og styrkveitingar. Svanhildur og Eldar Ástþórsson hjá Iceland Airwaves eru sammála um að þennan árangur megi þakka markaðsstarfi þeirra sem að hátíðinni standa, en ekki skipti minnstu að gott orðspor fari af hátíðinni. Áhersla hafi verið lögð á gæði og frumleika, fremur en að bjóða upp á dýra og þekkta tónlistarmenn. Frá fyrstu tíð var lögð áhersla á að bjóða erlendum blaðamönnum hingað og voru þeir strax um fimmtíu talsins árið 1999 þegar hátíðin var fyrst haldin í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Í ár eru blaðamennirnir um þrjú hundruð og margir að koma í annað, þriðja, jafnvel fjórða sinn. Innlent Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Hver erlendur gestur á Iceland Airwaves hátíðinni eyðir rúmum hundrað þúsund krónum að jafnaði meðan á dvöl hans stendur. Þetta er niðurstaða könnunar sem Reykjavíkurborg, ásamt nítján öðrum borgum á norðurslóðum, lét gera í fyrra um ýmsa atburði sem draga að ferðamenn. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn íhuga nú að koma á svipaðri árlegri hátíð. Samkvæmt könnuninni komu um fjörutíu prósent gestanna í fyrra erlendis frá eða utan af landi, tæplega tvö þúsund manns. Hver þeirra gisti í fjórar til fimm nætur á gistiheimili eða hóteli. Samanreiknuð eyðsla þessara ferðamanna var um tvö hundruð milljónir króna, fyrir utan flugmiða. Eyðslan var fjölbreytileg, enda gestirnir í yngri kantinum; flestir á aldrinum 18-34 ára. Það sem skiptir mestu í þessu samhengi, að sögn Svanhildar Konráðsdóttur hjá Höfuðborgarstofu, er að hátíðin er utan háannatíma og því hrein viðbót við ferðamannastrauminn hingað. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar eru flest hótelherbergi í Reykjavík bókuð um helgina, þótt fleira spili inn í en Airwaves hátíðin. Í ár gæti velta hátíðarinnar numið allt að þrjátíu milljónum króna, miðað við selda miða og styrkveitingar. Svanhildur og Eldar Ástþórsson hjá Iceland Airwaves eru sammála um að þennan árangur megi þakka markaðsstarfi þeirra sem að hátíðinni standa, en ekki skipti minnstu að gott orðspor fari af hátíðinni. Áhersla hafi verið lögð á gæði og frumleika, fremur en að bjóða upp á dýra og þekkta tónlistarmenn. Frá fyrstu tíð var lögð áhersla á að bjóða erlendum blaðamönnum hingað og voru þeir strax um fimmtíu talsins árið 1999 þegar hátíðin var fyrst haldin í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Í ár eru blaðamennirnir um þrjú hundruð og margir að koma í annað, þriðja, jafnvel fjórða sinn.
Innlent Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira