Afköst Landspítalans meiri en fjárframlög standa í stað 21. október 2006 07:00 Samanburður á fjárveitingum ríkisins til Landspítalans milli ára á föstu verðlagi 2006 sýnir að rekstrarkostnaður spítalans hefur staðið í stað síðan 1999. Spítalanum er ætlað 3,1 prósentustigi minna fé til rekstursins á næsta ári samanborið við árið 1999. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist margfalt. Þetta er niðurstaðan þegar kostnaður við S-merkt lyf, sem voru fyrir árið 2001 greidd af Tryggingastofnun, og stofnkostnaður við Barnaspítalann, er dreginn frá öðrum rekstrargjöldum spítalans. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, staðfestir þetta og segir spítalann í raun vera rekinn á sömu raunkrónutölunni síðustu fimm til sex ár. Hann segir að ríkisendurskoðun hafi bent á þetta í endurskoðun sinni fram til ársins 2005. „Í þessu samhengi er vert að athuga hvað við höfum verið að gera. Þar höfum við mikla fjölgun aðgerða eins og hjartaþræðinga, kransæðavíkkana, mikla fjölgun í komum á dag- og göngudeildir og fleira. Ábatinn birtist ekki í lækkun raunkostnaðarins heldur í meiri þjónustu við skjólstæðinga okkar. Árangurinn er því mjög góður að mínu mati." Magnús segir að kannski sé þetta einfölduð mynd en raunveruleikinn engu að síður. Ef litið er til fjárlaga ársins 2007, þar sem stjórnvöld fara fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006, er ekki tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstursáætlun ársins 2006 var gerð. „Ef stjórnvöld ætla að bæta hallann sem er á rekstrinum í ár þá er rökrétt að þau hækki fjárframlög til næsta árs um samsvarandi upphæð. Ef litið er til raunkrónutölunnar á þessu ári hefðu framlögin þurft að vera töluvert hærri á næsta ári." Magnús segir að aðferðin við áætlanagerð hafi verið sú að lækka framlög til spítalans með ósk um hagræðingu í rekstri á móti. „Það höfum við reynt að gera og ég gagnrýni það ekki. Ég segi samt á móti að líta verður á þjónustuna sem alltaf er að aukast." Magnús bendir jafnframt á að samhengi þurfi að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. „Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og hún eykst jafnt og þétt." Innlent Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Samanburður á fjárveitingum ríkisins til Landspítalans milli ára á föstu verðlagi 2006 sýnir að rekstrarkostnaður spítalans hefur staðið í stað síðan 1999. Spítalanum er ætlað 3,1 prósentustigi minna fé til rekstursins á næsta ári samanborið við árið 1999. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist margfalt. Þetta er niðurstaðan þegar kostnaður við S-merkt lyf, sem voru fyrir árið 2001 greidd af Tryggingastofnun, og stofnkostnaður við Barnaspítalann, er dreginn frá öðrum rekstrargjöldum spítalans. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, staðfestir þetta og segir spítalann í raun vera rekinn á sömu raunkrónutölunni síðustu fimm til sex ár. Hann segir að ríkisendurskoðun hafi bent á þetta í endurskoðun sinni fram til ársins 2005. „Í þessu samhengi er vert að athuga hvað við höfum verið að gera. Þar höfum við mikla fjölgun aðgerða eins og hjartaþræðinga, kransæðavíkkana, mikla fjölgun í komum á dag- og göngudeildir og fleira. Ábatinn birtist ekki í lækkun raunkostnaðarins heldur í meiri þjónustu við skjólstæðinga okkar. Árangurinn er því mjög góður að mínu mati." Magnús segir að kannski sé þetta einfölduð mynd en raunveruleikinn engu að síður. Ef litið er til fjárlaga ársins 2007, þar sem stjórnvöld fara fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006, er ekki tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstursáætlun ársins 2006 var gerð. „Ef stjórnvöld ætla að bæta hallann sem er á rekstrinum í ár þá er rökrétt að þau hækki fjárframlög til næsta árs um samsvarandi upphæð. Ef litið er til raunkrónutölunnar á þessu ári hefðu framlögin þurft að vera töluvert hærri á næsta ári." Magnús segir að aðferðin við áætlanagerð hafi verið sú að lækka framlög til spítalans með ósk um hagræðingu í rekstri á móti. „Það höfum við reynt að gera og ég gagnrýni það ekki. Ég segi samt á móti að líta verður á þjónustuna sem alltaf er að aukast." Magnús bendir jafnframt á að samhengi þurfi að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. „Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og hún eykst jafnt og þétt."
Innlent Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira