Hvað er ég að vesenast í pólitík? 2. nóvember 2006 05:00 Já, hvað er maður að brölta þetta í pólitík. Það hafa einhverjir spurt að þessu og flestir hvatt mig til dáða. Ég hef starfað í kringum stjórnmál í 17 ár þá mest í bæjarpólitík og fannst mér komin tími á að stíga skrefið og taka þátt í prófkjöri fyrir alþingiskosningar. Helsta ástæðan fyrir framboði mínu er sú að mér finnst mannlegi þátturinn hafa gleymst, mér finnst hreinlega ríkisstjórnin hafa gleymt hinum almenna borgara. Það er svo mikil klikkun hérna, á meðan einstaklingar þiggja svimandi há laun eru aðrir sem reyna að lifa af innan fátækramarka. Það á engin að þurfa að vera fátækur á Íslandi í okkar ríka þjóðfélagi, en þetta er jú takturinn þeir ríku verða ríkari á meðan fjárhagsáhyggjur aukast til muna hjá stórum hópi. Hér á landi er verðlag mjög hátt, enda miðast það ekki við hinn almenna þegn heldur þá ríku. Málefni fatlaðra og geðsjúkra eru mér afar hugleikin þar sem ég er þroskaþjálfi og starfa sem slík. Fólk með fötlun og geðsjúkir þurfa að lifa við endalausa biðlista. Það er biðlisti í greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, inn á BUGL barna og unglingageðdeild, biðlistar eru í búsetumálum, í atvinnumálum og hæfingu. Já svona mætti lengi telja og hef ég hér, meðal annars ekki minnst á örorkulífeyrinn og réttindamál fatlaðra. Hvers vegna ekki að gera Ísland að fyrirmyndalandi í þessum málflokki þar sem aðrar þjóðir mundu líta upp til okkar og kæmu hingað til að fá upplýsingar hvernig á að gera hlutina rétt. Þróun eiturlyfja hér á landi er langt því frá að vera til fyrirmyndar. Það þarf að setja meiri pening í forvarnarmál og búnað til að stöðva þessa þróun. Með auknu fé í þennan málaflokk er verið að fjárfesta í framtíðinni. Þessi mál hér að ofan eru bara nokkur þeirra mála sem ég mun berjast fyrir. Atvinnumál, menntamál, málefni fjölskyldunnar og samgöngu mál eru líka mál sem brenna á mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Já, hvað er maður að brölta þetta í pólitík. Það hafa einhverjir spurt að þessu og flestir hvatt mig til dáða. Ég hef starfað í kringum stjórnmál í 17 ár þá mest í bæjarpólitík og fannst mér komin tími á að stíga skrefið og taka þátt í prófkjöri fyrir alþingiskosningar. Helsta ástæðan fyrir framboði mínu er sú að mér finnst mannlegi þátturinn hafa gleymst, mér finnst hreinlega ríkisstjórnin hafa gleymt hinum almenna borgara. Það er svo mikil klikkun hérna, á meðan einstaklingar þiggja svimandi há laun eru aðrir sem reyna að lifa af innan fátækramarka. Það á engin að þurfa að vera fátækur á Íslandi í okkar ríka þjóðfélagi, en þetta er jú takturinn þeir ríku verða ríkari á meðan fjárhagsáhyggjur aukast til muna hjá stórum hópi. Hér á landi er verðlag mjög hátt, enda miðast það ekki við hinn almenna þegn heldur þá ríku. Málefni fatlaðra og geðsjúkra eru mér afar hugleikin þar sem ég er þroskaþjálfi og starfa sem slík. Fólk með fötlun og geðsjúkir þurfa að lifa við endalausa biðlista. Það er biðlisti í greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, inn á BUGL barna og unglingageðdeild, biðlistar eru í búsetumálum, í atvinnumálum og hæfingu. Já svona mætti lengi telja og hef ég hér, meðal annars ekki minnst á örorkulífeyrinn og réttindamál fatlaðra. Hvers vegna ekki að gera Ísland að fyrirmyndalandi í þessum málflokki þar sem aðrar þjóðir mundu líta upp til okkar og kæmu hingað til að fá upplýsingar hvernig á að gera hlutina rétt. Þróun eiturlyfja hér á landi er langt því frá að vera til fyrirmyndar. Það þarf að setja meiri pening í forvarnarmál og búnað til að stöðva þessa þróun. Með auknu fé í þennan málaflokk er verið að fjárfesta í framtíðinni. Þessi mál hér að ofan eru bara nokkur þeirra mála sem ég mun berjast fyrir. Atvinnumál, menntamál, málefni fjölskyldunnar og samgöngu mál eru líka mál sem brenna á mér.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar