Nýjar árásir á Gaza-strönd 2. nóvember 2006 06:45 Jarðarför í Beit Lahija. Ættingi eins af palestínsku stríðsmönnunum, sem féllu í árás Ísraelshers í gærmorgun, fórnar höndum í jarðarför hans, sem fór fram strax í gær. Ísraelski herinn beitti bæði skriðdrekum og þyrlum í árásinni auk fótgönguliða. MYND/AP Gaza-borg, AP Ísraelskir hermenn drápu að minnsta kosti sex Palestínumenn í árás á Gaza-strönd snemma í gærmorgun. Einnig féll einn ísraelskur hermaður. Árás ísraelska hersins var með þeim stærstu frá því Ísraelar réðust á ný inn á Gaza-strönd í sumar. Ísraelski herinn beitti bæði skriðdrekum og þyrlum í árásinni, auk fótgönguliða. Árásin beindist einkum að bænum Beit Hanoun, en Ísraelar halda því fram að þaðan hafi Palestínumenn skotið fjölmörgum flugskeytum yfir landamærin til Ísraels. Ísraelar yfirgáfu Gaza-strönd í september árið 2005 en herinn sneri aftur í júní í sumar til þess að bjarga ísraelskum hermanni úr klóm Palestínumanna, sem höfðu tekið hann í gíslingu. Í gær upplýstu Hezbollah-samtökin í Líbanon að samningaviðræður ættu sér stað milli Hezbollah og Ísraela um fangaskipti, einkum um afdrif tveggja ísraelskra hermanna, sem Hezbollah tóku höndum í sumar. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, sagði að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefði milligöngu um þessar viðræður, en þær færu engu að síður fram í fullri alvöru. Handtaka þessara tveggja hermanna varð Ísraelum tilefni til harðra árása á Líbanon í sumar. Nasrallah staðfesti jafnframt að Hezbollah-samtökin krefjist þess nú að fá stærri hlut í stjórn Líbanons, en samtökin, sem Ísraelar og Bandaríkjamenn segja hryðjuverkasamtök, hafa árum saman átt ráðherra í ríkisstjórn landsins. Nú krefjast samtökin þess að fá þriðjung ráðherra í stjórninni, sem gæfi þeim neitunarvald í mikilvægum málum. Á þriðjudaginn sagði Amir Peretz varnarmálaráðherra að nokkurra ára gamlar friðartillögur frá Sádi-Arabíu gætu orðið grunnur að nýjum friðarviðræðum. Tillögurnar snúast um það að Ísraelsmenn afhendi Palestínumönnum allt landsvæði sem Palestínumenn réðu yfir fyrir stríðið 1967 gegn því að samið verði um frið til frambúðar. „Þetta þýðir ekki að við föllumst á tillögur Sádi-Araba, en þær gætu verið grunnurinn,“ sagði Peretz, en hann er æðsti ráðamaður í Ísrael sem til þessa hefur viljað ljá máls á þessum tillögum frá Sádi-Arabíu. Erlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Gaza-borg, AP Ísraelskir hermenn drápu að minnsta kosti sex Palestínumenn í árás á Gaza-strönd snemma í gærmorgun. Einnig féll einn ísraelskur hermaður. Árás ísraelska hersins var með þeim stærstu frá því Ísraelar réðust á ný inn á Gaza-strönd í sumar. Ísraelski herinn beitti bæði skriðdrekum og þyrlum í árásinni, auk fótgönguliða. Árásin beindist einkum að bænum Beit Hanoun, en Ísraelar halda því fram að þaðan hafi Palestínumenn skotið fjölmörgum flugskeytum yfir landamærin til Ísraels. Ísraelar yfirgáfu Gaza-strönd í september árið 2005 en herinn sneri aftur í júní í sumar til þess að bjarga ísraelskum hermanni úr klóm Palestínumanna, sem höfðu tekið hann í gíslingu. Í gær upplýstu Hezbollah-samtökin í Líbanon að samningaviðræður ættu sér stað milli Hezbollah og Ísraela um fangaskipti, einkum um afdrif tveggja ísraelskra hermanna, sem Hezbollah tóku höndum í sumar. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, sagði að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefði milligöngu um þessar viðræður, en þær færu engu að síður fram í fullri alvöru. Handtaka þessara tveggja hermanna varð Ísraelum tilefni til harðra árása á Líbanon í sumar. Nasrallah staðfesti jafnframt að Hezbollah-samtökin krefjist þess nú að fá stærri hlut í stjórn Líbanons, en samtökin, sem Ísraelar og Bandaríkjamenn segja hryðjuverkasamtök, hafa árum saman átt ráðherra í ríkisstjórn landsins. Nú krefjast samtökin þess að fá þriðjung ráðherra í stjórninni, sem gæfi þeim neitunarvald í mikilvægum málum. Á þriðjudaginn sagði Amir Peretz varnarmálaráðherra að nokkurra ára gamlar friðartillögur frá Sádi-Arabíu gætu orðið grunnur að nýjum friðarviðræðum. Tillögurnar snúast um það að Ísraelsmenn afhendi Palestínumönnum allt landsvæði sem Palestínumenn réðu yfir fyrir stríðið 1967 gegn því að samið verði um frið til frambúðar. „Þetta þýðir ekki að við föllumst á tillögur Sádi-Araba, en þær gætu verið grunnurinn,“ sagði Peretz, en hann er æðsti ráðamaður í Ísrael sem til þessa hefur viljað ljá máls á þessum tillögum frá Sádi-Arabíu.
Erlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira