Afa vill aðgerðir 20. nóvember 2006 05:00 Afa-samtökin, félag aðstandenda aldraðra, héldu blaðamannafundfyrir skömmu um ástandið í vistunarmálum aldraðra. Gagnrýndu þau harðlega „útspil" heilbrigðisráðherra en ráðherrann tilkynnti með miklum áróðurbrag fyrir skömmu ,að verja ætti 1,3 milljörðum í byggingu hjúkrunarheimila næstu 4 árin. Bentu samtökin á, að ríkið hefði tekið nær 3 milljarða úr framkvæmdasjóði aldraðra og notað í rekstur. Þessi fjárhæð, 1,3 milljarðar, er því aðeins brot þeirrar fjárhæðar. AFA-samtökin krefjast þess, að 3 milljörðunum verði skilað að fullu. Samtökin sögðu á blaðamannafundinum, að algert ófremdarástand ríkti í hjúkrunar- og vistunarmálum aldraðra. Biðlistar væru langir eftir rými og margir aldraðir þyrftu að vera í hverju herbergi. Í Danmörku þekkist ekki, að fleiri en einn sé í herbergi. Ísland er mörgum áratugum á eftir Danmörku í hjúkrunar- og vistunarmálum aldraðra. Afa-samtökin krefjast þess, að aðgerðir til úrbóta verði gerðar strax en ekki eftir mörg ár eins og stjórnvöld boða. Afa-samtökin hafa m.a. sagt, að heilbrigðisráðherra hafi ekki heimild til þess að ákveða þær aðgerðir sem hún hafi boðað í hjúkrunar- og vistunarmálum aldraðra. Heilbrigðisráðherra, Sif Friðleifsdóttir, segir, að um misskilning sé að ræða hjá Afa- samtökunum. Aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við samkomulag ríkisins og Landssambands eldri borgara frá í sumar. Hér gæti verið um misskilning að ræða hjá ráðherranum. Landssamband eldri borgara hefur ekkert umboð til þess að semja fyrir hönd allra eldri borgara um málefni þeirra. Samkomulagið eða yfirlýsingin frá í sumar hefur lítið gildi. Fulltrúar Landssambandsins voru þvingaðir með hótunum til þess að skrifa undir það. Landssambandið telur þar aðeins um fyrsta skref að ræða á langri braut og hefur þegar samþykkt nýjar kröfur á hendur ríkinu. Tekið skal undir kröfur Afa-samtakanna. Það verður að gera aðgerðir strax. Það dugar ekkert margra ára „plan". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Sjá meira
Afa-samtökin, félag aðstandenda aldraðra, héldu blaðamannafundfyrir skömmu um ástandið í vistunarmálum aldraðra. Gagnrýndu þau harðlega „útspil" heilbrigðisráðherra en ráðherrann tilkynnti með miklum áróðurbrag fyrir skömmu ,að verja ætti 1,3 milljörðum í byggingu hjúkrunarheimila næstu 4 árin. Bentu samtökin á, að ríkið hefði tekið nær 3 milljarða úr framkvæmdasjóði aldraðra og notað í rekstur. Þessi fjárhæð, 1,3 milljarðar, er því aðeins brot þeirrar fjárhæðar. AFA-samtökin krefjast þess, að 3 milljörðunum verði skilað að fullu. Samtökin sögðu á blaðamannafundinum, að algert ófremdarástand ríkti í hjúkrunar- og vistunarmálum aldraðra. Biðlistar væru langir eftir rými og margir aldraðir þyrftu að vera í hverju herbergi. Í Danmörku þekkist ekki, að fleiri en einn sé í herbergi. Ísland er mörgum áratugum á eftir Danmörku í hjúkrunar- og vistunarmálum aldraðra. Afa-samtökin krefjast þess, að aðgerðir til úrbóta verði gerðar strax en ekki eftir mörg ár eins og stjórnvöld boða. Afa-samtökin hafa m.a. sagt, að heilbrigðisráðherra hafi ekki heimild til þess að ákveða þær aðgerðir sem hún hafi boðað í hjúkrunar- og vistunarmálum aldraðra. Heilbrigðisráðherra, Sif Friðleifsdóttir, segir, að um misskilning sé að ræða hjá Afa- samtökunum. Aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við samkomulag ríkisins og Landssambands eldri borgara frá í sumar. Hér gæti verið um misskilning að ræða hjá ráðherranum. Landssamband eldri borgara hefur ekkert umboð til þess að semja fyrir hönd allra eldri borgara um málefni þeirra. Samkomulagið eða yfirlýsingin frá í sumar hefur lítið gildi. Fulltrúar Landssambandsins voru þvingaðir með hótunum til þess að skrifa undir það. Landssambandið telur þar aðeins um fyrsta skref að ræða á langri braut og hefur þegar samþykkt nýjar kröfur á hendur ríkinu. Tekið skal undir kröfur Afa-samtakanna. Það verður að gera aðgerðir strax. Það dugar ekkert margra ára „plan".
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar