Mýrin fékk flest verðlaun 20. nóvember 2006 06:00 Afhending Edduverðlaunanna fór fram við glæsilega athöfn á Hótel Nordica í gærkvöldi. Mikil stemning var í salnum og vöktu kynnarnir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir mikla kátínu meðal viðstaddra. Edduverðlaunin sem besta mynd ársins hlaut Mýrin og fékk Baltasar Kormákur leikstjóri hennar jafnframt Edduna fyrir leikstjórn. Baltasar minntist sérstaklega á framlag eldri kynslóðar leikara til myndarinnar. Ingvar E. Sigurðsson var valinn leikari ársins fyrir aðalhlutverk sitt í Mýrinni og Atli Rafn Sigurðsson fyrir aukahlutverk í sömu mynd. Loks fékk Mugison Edduna fyrir hljóð og tónlist í Mýrinni. Ómar Ragnarsson var valinn vinsælasti sjónvarpsmaður ársins í netkosningu og risu viðstaddir úr sætum og fögnuðu honum gríðarlega. „Ég þakka þeim af auðmýkt sem hafa stutt mig á þessu óvenjulega ári sem ég hef lifað núna,“ sagði Ómar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Magnúsi Scheving heiðursverðlaun ÍKSA. Magnús hvatti til frekari framlaga stjórnvalda til framleiðslu leikins efnis fyrir sjónvarp. „Með nægu fjármagni geta Íslendingar verið á heimsmælikvarða,“ sagði hann í þakkarræðunni. Kompás var valinn sjónvarpsþáttur ársins og Anna og skap-sveiflurnar stuttmynd ársins. Kvikmyndin Börn fékk Edduna fyrir handrit ársins og gamanþátturinn Stelpurnar fékk Edduna fyrir leikið sjónvarpsefni. Jón Ólafs var valinn besti skemmtiþátturinn. Óttar Guðnason hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku í Little trip to Heaven og Skuggabörn var valin heimildarmynd ársins. Loks hlaut stuttmyndin Presturinn, djákninn og brúðguminn hvatningarverðlaun Eddunnar. Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Afhending Edduverðlaunanna fór fram við glæsilega athöfn á Hótel Nordica í gærkvöldi. Mikil stemning var í salnum og vöktu kynnarnir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir mikla kátínu meðal viðstaddra. Edduverðlaunin sem besta mynd ársins hlaut Mýrin og fékk Baltasar Kormákur leikstjóri hennar jafnframt Edduna fyrir leikstjórn. Baltasar minntist sérstaklega á framlag eldri kynslóðar leikara til myndarinnar. Ingvar E. Sigurðsson var valinn leikari ársins fyrir aðalhlutverk sitt í Mýrinni og Atli Rafn Sigurðsson fyrir aukahlutverk í sömu mynd. Loks fékk Mugison Edduna fyrir hljóð og tónlist í Mýrinni. Ómar Ragnarsson var valinn vinsælasti sjónvarpsmaður ársins í netkosningu og risu viðstaddir úr sætum og fögnuðu honum gríðarlega. „Ég þakka þeim af auðmýkt sem hafa stutt mig á þessu óvenjulega ári sem ég hef lifað núna,“ sagði Ómar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Magnúsi Scheving heiðursverðlaun ÍKSA. Magnús hvatti til frekari framlaga stjórnvalda til framleiðslu leikins efnis fyrir sjónvarp. „Með nægu fjármagni geta Íslendingar verið á heimsmælikvarða,“ sagði hann í þakkarræðunni. Kompás var valinn sjónvarpsþáttur ársins og Anna og skap-sveiflurnar stuttmynd ársins. Kvikmyndin Börn fékk Edduna fyrir handrit ársins og gamanþátturinn Stelpurnar fékk Edduna fyrir leikið sjónvarpsefni. Jón Ólafs var valinn besti skemmtiþátturinn. Óttar Guðnason hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku í Little trip to Heaven og Skuggabörn var valin heimildarmynd ársins. Loks hlaut stuttmyndin Presturinn, djákninn og brúðguminn hvatningarverðlaun Eddunnar.
Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira