Rangfærslur útvarpsstjóra Erna Kettler skrifar 24. nóvember 2006 06:00 Einkaréttarsamningar við stærstu framleiðendur sjónvarpsefnis í Hollywood eru orðnir að veruleika á Íslandi. Áður en Skjár 1 leit dagsins ljós greiddi ÍÚ (nú 365 miðlar) að jafnaði sama verð fyrir afþreyingarefni frá Hollywood og RÚV hafði verið að greiða. Með tilkomu Skjás 1 hækkaði verð svo til á einni nóttu um 50-100 prósent. Þá var ekki aftur snúið; samkeppnin var hafin fyrir alvöru. Árið 2005 gerðu 365 miðlar, sem reka Stöð 2, Sirkus og Sýn, einkaréttarsamninga við Twentieth Century Fox og Warner Brothers. Þetta þýddi að 365 skuldbatt sig til að kaupa allt það sjónvarpsefni sem þessi tvö fyrirtæki framleiða næstu árin. Skjár 1 og RUV geta því ekki boðið í sjónvarpsefni frá þessum tveimur fyrirtækjum á meðan samningurinn er í gildi. Í lok árs 2005 gerði RÚV samskonar einkaréttarsamning við Disney-samsteypuna um kaup á sjónvarpsefni sem þeir framleiða næstu árin. Þetta gerir það að verkum að hvorki Skjár 1 né 365 miðlar geta boðið í efni frá Disney. Einkaréttur RÚV á afþreyingarefni frá HollywoodÍ ljósi þessarar staðreyndar skaut það ansi skökku við þegar Páll Magnússon útvarpsstjóri þvertók fyrir það að RÚV stundaði slík viðskipti, er hann mætti Ara Edwald, forstjóra 365, í morgunþættinum Íslandi í bítið síðastliðinn mánudag. Þar fullyrti útvarpsstjóri: „Við yfirbjóðum ekkert í kaupum á bandarísku afþreyingarefni." Það er einfaldlega ekki rétt. RÚV yfirbauð 365 í umræddan einkaréttarsamning við Disney-samsteypuna. 365 átti ekki möguleika í því tilfelli á að jafna verð eða magn efnis - og hefur ekki síðan samningurinn var gerður átt þess kost að kaupa efni frá Disney. Slíkur samningur kallast einkaréttarsamningur (output deal) og ekkert annað. Það var því einnig rangt þegar útvarpsstjóri sagði fullum fetum: „Við erum ekki með einkaréttarsamninga við Disney." Undirrituð hefur undir höndum staðfestingu þess efnis frá sölustjóra sjónvarpsefnis frá Disney fyrir Norðurlöndin. Útvarpsstjóri hefði átt að vita betur. Höfundur er dagskrárstjóri Stöðvar 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einkaréttarsamningar við stærstu framleiðendur sjónvarpsefnis í Hollywood eru orðnir að veruleika á Íslandi. Áður en Skjár 1 leit dagsins ljós greiddi ÍÚ (nú 365 miðlar) að jafnaði sama verð fyrir afþreyingarefni frá Hollywood og RÚV hafði verið að greiða. Með tilkomu Skjás 1 hækkaði verð svo til á einni nóttu um 50-100 prósent. Þá var ekki aftur snúið; samkeppnin var hafin fyrir alvöru. Árið 2005 gerðu 365 miðlar, sem reka Stöð 2, Sirkus og Sýn, einkaréttarsamninga við Twentieth Century Fox og Warner Brothers. Þetta þýddi að 365 skuldbatt sig til að kaupa allt það sjónvarpsefni sem þessi tvö fyrirtæki framleiða næstu árin. Skjár 1 og RUV geta því ekki boðið í sjónvarpsefni frá þessum tveimur fyrirtækjum á meðan samningurinn er í gildi. Í lok árs 2005 gerði RÚV samskonar einkaréttarsamning við Disney-samsteypuna um kaup á sjónvarpsefni sem þeir framleiða næstu árin. Þetta gerir það að verkum að hvorki Skjár 1 né 365 miðlar geta boðið í efni frá Disney. Einkaréttur RÚV á afþreyingarefni frá HollywoodÍ ljósi þessarar staðreyndar skaut það ansi skökku við þegar Páll Magnússon útvarpsstjóri þvertók fyrir það að RÚV stundaði slík viðskipti, er hann mætti Ara Edwald, forstjóra 365, í morgunþættinum Íslandi í bítið síðastliðinn mánudag. Þar fullyrti útvarpsstjóri: „Við yfirbjóðum ekkert í kaupum á bandarísku afþreyingarefni." Það er einfaldlega ekki rétt. RÚV yfirbauð 365 í umræddan einkaréttarsamning við Disney-samsteypuna. 365 átti ekki möguleika í því tilfelli á að jafna verð eða magn efnis - og hefur ekki síðan samningurinn var gerður átt þess kost að kaupa efni frá Disney. Slíkur samningur kallast einkaréttarsamningur (output deal) og ekkert annað. Það var því einnig rangt þegar útvarpsstjóri sagði fullum fetum: „Við erum ekki með einkaréttarsamninga við Disney." Undirrituð hefur undir höndum staðfestingu þess efnis frá sölustjóra sjónvarpsefnis frá Disney fyrir Norðurlöndin. Útvarpsstjóri hefði átt að vita betur. Höfundur er dagskrárstjóri Stöðvar 2.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun