Ástandið er erfitt fyrir alla 30. nóvember 2006 05:00 Ziad Amro er staddur hér á landi til að ræða stöðu fatlaðra í Palestínu, en sífellt fleiri Palestínumenn slasast vegna aðgerða Ísraelshers á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum, en lítið er um stuðning og úrræði þeim til handa. MYND/Hörður Fötlun „Á hverjum degi verða fleiri Palestínumenn fatlaðir vegna árása og aðgerða Ísraelshers,“ segir Ziad Amro, fatlaður palestínskur félagsráðgjafi, sem staddur er hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína, Blindrafélagsins og Öryrkjabandalags Íslands. Yfir kaffibolla og rammíslenskri berjasaft í notalegu einbýlishúsi í Breiðholtinu virðast hörmungarnar í Palestínu langt undan, en fyrir Amro eru þær hluti af daglegri reynslu. „Ástandið er afar erfitt fyrir alla, en ekki síst fyrir fatlaða. Gaza-svæðið er í raun bara eitt stórt fangelsi Ísraels,“ segir Amro, sem sjálfur missti sjónina vegna aðgerða Ísraelshers í háskólanum þar sem hann stundaði nám fyrir nokkrum árum. „Efnahagur fólks er bágborinn, það er enga vinnu að fá og enginn lífeyrir frá ríkinu.“ Amro, sem hefur lengi verið virkur í mannréttindabaráttu fatlaðra á herteknu svæðunum heima fyrir, starfar sem formaður Öryrkjabandalags Palestínu en hann er jafnframt stofnandi bandalagsins. Eins var hann fulltrúi Palestínu í nefnd Sameinuðu þjóðanna um sáttmála um réttindi og reisn fatlaðra sem samþykktur var í september. „Við lifum við aðgerðir Ísraelsmanna. Nú stendur yfir aðgerðin „Haustský“ á Gaza-svæðinu sem hefur á seinustu tveimur til þremur vikunum ollið varanlegri fötlun yfir fimmtíu palestínskra manna, kvenna og barna,“ segir Amro. Og í hernumdu landi er fátt eitt til ráða og lítið um úrræði fyrir fatlaða, sem oft eiga afar erfitt með að sjá sér og sínum farborða. „Það verður að stöðva Ísrael. Þetta er eina landið í heiminum sem brýtur á hverjum degi alþjóðalög, og við verðum að kalla eftir að þau ríki sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Rússland, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Kína, sem og gyðingar um heim allan, fari að beita sér í þágu palestínsku þjóðarinnar,“ sagði Amro. En þrátt fyrir að hann hafi misst sjónina vegna aðgerða Ísraelshers, segir hann að ekki sé við Ísraelsmenn að sakast. „Ég ásaka ekki ísraelska fólkið, ég kenni ísraelsku ríkisstjórninni um ástandið heima hjá mér,“ segir Amro, sem býr í Ramallah á Vesturbakkanum. „Auðvitað verður að draga þá fyrir dóm sem bjóða sig fram í sjálfboðavinnu innan hersins til að brjóta alþjóðalög, en í heildina er eingöngu við Ísraelsstjórn og þau ríki og sérfræðingaráð sem sýna henni stuðning að sakast.“ Amro heldur fyrirlestur síðdegis í dag á vegum Blindrafélagsins og Öryrkjabandalags Íslands í Hamrahlíð 17 klukkan 17.30. Erlent Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Fötlun „Á hverjum degi verða fleiri Palestínumenn fatlaðir vegna árása og aðgerða Ísraelshers,“ segir Ziad Amro, fatlaður palestínskur félagsráðgjafi, sem staddur er hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína, Blindrafélagsins og Öryrkjabandalags Íslands. Yfir kaffibolla og rammíslenskri berjasaft í notalegu einbýlishúsi í Breiðholtinu virðast hörmungarnar í Palestínu langt undan, en fyrir Amro eru þær hluti af daglegri reynslu. „Ástandið er afar erfitt fyrir alla, en ekki síst fyrir fatlaða. Gaza-svæðið er í raun bara eitt stórt fangelsi Ísraels,“ segir Amro, sem sjálfur missti sjónina vegna aðgerða Ísraelshers í háskólanum þar sem hann stundaði nám fyrir nokkrum árum. „Efnahagur fólks er bágborinn, það er enga vinnu að fá og enginn lífeyrir frá ríkinu.“ Amro, sem hefur lengi verið virkur í mannréttindabaráttu fatlaðra á herteknu svæðunum heima fyrir, starfar sem formaður Öryrkjabandalags Palestínu en hann er jafnframt stofnandi bandalagsins. Eins var hann fulltrúi Palestínu í nefnd Sameinuðu þjóðanna um sáttmála um réttindi og reisn fatlaðra sem samþykktur var í september. „Við lifum við aðgerðir Ísraelsmanna. Nú stendur yfir aðgerðin „Haustský“ á Gaza-svæðinu sem hefur á seinustu tveimur til þremur vikunum ollið varanlegri fötlun yfir fimmtíu palestínskra manna, kvenna og barna,“ segir Amro. Og í hernumdu landi er fátt eitt til ráða og lítið um úrræði fyrir fatlaða, sem oft eiga afar erfitt með að sjá sér og sínum farborða. „Það verður að stöðva Ísrael. Þetta er eina landið í heiminum sem brýtur á hverjum degi alþjóðalög, og við verðum að kalla eftir að þau ríki sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Rússland, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Kína, sem og gyðingar um heim allan, fari að beita sér í þágu palestínsku þjóðarinnar,“ sagði Amro. En þrátt fyrir að hann hafi misst sjónina vegna aðgerða Ísraelshers, segir hann að ekki sé við Ísraelsmenn að sakast. „Ég ásaka ekki ísraelska fólkið, ég kenni ísraelsku ríkisstjórninni um ástandið heima hjá mér,“ segir Amro, sem býr í Ramallah á Vesturbakkanum. „Auðvitað verður að draga þá fyrir dóm sem bjóða sig fram í sjálfboðavinnu innan hersins til að brjóta alþjóðalög, en í heildina er eingöngu við Ísraelsstjórn og þau ríki og sérfræðingaráð sem sýna henni stuðning að sakast.“ Amro heldur fyrirlestur síðdegis í dag á vegum Blindrafélagsins og Öryrkjabandalags Íslands í Hamrahlíð 17 klukkan 17.30.
Erlent Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira