Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2025 15:49 Drengirnir fór hér yfir á hlaupahjóli þegar ekið var á þá. Sólin var afar lágt á lofti þegar atvikið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Ekið var á tvo níu ára gömul börn um klukkan 14 í dag á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar. Annar var á reiðhjóli. Um mánuður er síðan ekið var á annað barn á sama stað, á sama tíma, um klukkan 14. Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang samkvæmt upplýsingum frá Árna Friðleifssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þarna var eldri ökumaður sem blindast af sól og sér ekki barn sem er á gangbrautinni. Vitni á staðnum sögðu sólina hafa verið mjög lágt á lofti og mjög blindandi í þessari akstursátt. Það var minniháttar slys á barninu,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Laugarnesskóli sést hér í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Senda ábendingu á veghaldara Árni segir skýrt verklag hjá lögreglu þegar slys eiga sér stað að senda ábendingar til veghaldara, sérstaklega þegar tvö slys eru á sama stað eða þau varða börn. „Ef það eru slys á börnum þá skoðum við það sérstaklega,“ segir Árni sem á von á því að lögreglan sendi ábendingu og beiðni til borgarinnar um að skoða aðstæður á vettvangi. Árni Friðleifsson segir lögreglu alltaf taka það mjög alvarlega þegar ekið er á börn. Vísir/Ívar Fannar Það verði þó að taka tillit til þess að sól hafi verið lágt á lofti og sem dæmi sé ekki víst að umferðarljós hefðu stöðvað þennan ökumann við þessar tilteknu aðstæður. Hvað varðar hitt slysið, í október, segir hann „glórulaust“ að ökumaður hafi farið af vettvangi. Bæði slys voru tilkynnt til lögreglunnar. Sólin afar lágt á lofti Guðmundur Valdimar Rafnsson, húsvörður í Laugarlækjarskóla, varð vitni að atvikinu í dag. „Ég var rétt búin að labba yfir með konunni minni og syni og var komin fjóra til fimm metra þegar ég heyrði bílinn nauðhemla,“ segir hann og að bíllinn hafi farið á hjól drengs sem var að fara yfir götuna. Hjólið sé skemmt en drengurinn hafi ekki slasast alvarlega. Hann segir annan dreng hafa verið á staðnum en aðeins var tilkynnt um eitt barn til lögreglu. Guðmundur segir sólina hafa verið lágt á lofti og hann hafi sjálfur sérstaklega gætt að því að ökumenn myndu sjá hann. Ökumaðurinn hafi verið miður sín yfir atvikinu. „Þetta tiltekna atvik er kannski ekki fréttin hérna, heldur er fréttin sú að það er mánuður síðan það var keyrt á annað barn þarna,“ segir hann. Fjallað var um atvikið á Vísi en þá lét ökumaðurinn sig hverfa af vettvangi án þess að stöðva. Vitni láðist að skilja eftir númer. Faðir drengsins sagði hann í áfalli. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan tvö á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Drengurinn, sem er í sjötta bekk, var að hjóla yfir gangbraut við Laugarnesskóla þegar keyrt var á hann. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Frétt uppfærð 16:51. Í upprunalegri útgáfu var haft eftir lögreglu að barnið hefði verið á hlaupahjóli. Samkvæmt vitni sem fréttastofa ræddi við var barnið á reiðhjóli. Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang samkvæmt upplýsingum frá Árna Friðleifssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þarna var eldri ökumaður sem blindast af sól og sér ekki barn sem er á gangbrautinni. Vitni á staðnum sögðu sólina hafa verið mjög lágt á lofti og mjög blindandi í þessari akstursátt. Það var minniháttar slys á barninu,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Laugarnesskóli sést hér í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Senda ábendingu á veghaldara Árni segir skýrt verklag hjá lögreglu þegar slys eiga sér stað að senda ábendingar til veghaldara, sérstaklega þegar tvö slys eru á sama stað eða þau varða börn. „Ef það eru slys á börnum þá skoðum við það sérstaklega,“ segir Árni sem á von á því að lögreglan sendi ábendingu og beiðni til borgarinnar um að skoða aðstæður á vettvangi. Árni Friðleifsson segir lögreglu alltaf taka það mjög alvarlega þegar ekið er á börn. Vísir/Ívar Fannar Það verði þó að taka tillit til þess að sól hafi verið lágt á lofti og sem dæmi sé ekki víst að umferðarljós hefðu stöðvað þennan ökumann við þessar tilteknu aðstæður. Hvað varðar hitt slysið, í október, segir hann „glórulaust“ að ökumaður hafi farið af vettvangi. Bæði slys voru tilkynnt til lögreglunnar. Sólin afar lágt á lofti Guðmundur Valdimar Rafnsson, húsvörður í Laugarlækjarskóla, varð vitni að atvikinu í dag. „Ég var rétt búin að labba yfir með konunni minni og syni og var komin fjóra til fimm metra þegar ég heyrði bílinn nauðhemla,“ segir hann og að bíllinn hafi farið á hjól drengs sem var að fara yfir götuna. Hjólið sé skemmt en drengurinn hafi ekki slasast alvarlega. Hann segir annan dreng hafa verið á staðnum en aðeins var tilkynnt um eitt barn til lögreglu. Guðmundur segir sólina hafa verið lágt á lofti og hann hafi sjálfur sérstaklega gætt að því að ökumenn myndu sjá hann. Ökumaðurinn hafi verið miður sín yfir atvikinu. „Þetta tiltekna atvik er kannski ekki fréttin hérna, heldur er fréttin sú að það er mánuður síðan það var keyrt á annað barn þarna,“ segir hann. Fjallað var um atvikið á Vísi en þá lét ökumaðurinn sig hverfa af vettvangi án þess að stöðva. Vitni láðist að skilja eftir númer. Faðir drengsins sagði hann í áfalli. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan tvö á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Drengurinn, sem er í sjötta bekk, var að hjóla yfir gangbraut við Laugarnesskóla þegar keyrt var á hann. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Frétt uppfærð 16:51. Í upprunalegri útgáfu var haft eftir lögreglu að barnið hefði verið á hlaupahjóli. Samkvæmt vitni sem fréttastofa ræddi við var barnið á reiðhjóli.
Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira