Reykjavík

Fréttamynd

Fresta fram­kvæmdum vegna veðurs

Ákveðið hefur verið að fresta framkvæmdum Reykjavíkurborgar við gatnaviðhald í næstu viku vegna veðurs. Um er að ræða fræsingu og malbikun en ekki er hægt að malbika í rigningu og er von á roki og rigningu í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Mark­miðið að græða ekkert og „helst tapa pening“

Tólf klukkustunda sviðslistarhátíðin „Komum út í mínus“ fer fram laugardaginn 4. október frá hádegi til miðnættis. Markmiðið er lyfta upp grasrót íslenskra sviðslista og geta áhorfendur kíkt á dansverk um fótbolta, hlustað á uppistand, sánað sig eða fengið sér pulsu.

Menning
Fréttamynd

Leik­skólar eru ekki munaður

Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna?

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrar þurfa bara að vera dug­legri

Þó það sé ástæða til þess að fagna því að Reykjavíkurborg sé að gera eitthvað í leikskólamálum er ástæða til þess að staldra við. Í tillögudrögum frá borgarráði í vikunni eru kynntar hugmyndir til þess að bæta náms- og starfsumhverfi leikskóla.

Skoðun
Fréttamynd

Til­lögurnar í leik­skóla­málum séu von­brigði og upp­gjöf

Formaður BSRB segir nýjar tillögur meirihlutans í Reykjavík í leikskólamálum vonbrigði. Tillögurnar taki ekki á grunnvanda leikskólakerfisins heldur velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það sé vel hægt að gera kerfi sem hentar börnum, foreldrum og starfsfólki og það sé ekki þetta kerfi. 

Innlent
Fréttamynd

Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstu­dögum

Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra.

Innlent
Fréttamynd

Hafnaði kæru Sam­eindar vegna Konukots í Ár­múla

Úrskurðarnefnd hafnaði kröfu fyrirtækisins Sameindar um að fella úr gildi byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla. Stjórnendur fyrirtækisins töldu skjólstæðinga Konukots hættulega og getað smitað sjúklinga af berklum.

Innlent
Fréttamynd

Hugsum stórt í skipu­lags- og sam­göngu­málum

Íslendingar hafa í gegnum tíðina sýnt að þegar stórar ákvarðanir eru teknar af festu og með framtíðarsýn, skila þær ávinningi fyrir heilar kynslóðir. Uppbygging hitaveitunnar á sínum tíma er skýrasta dæmið: þá þótti hugmyndin ævintýraleg, en reyndist lykill að uppgangi, bættum lífsgæðum og hagkvæmu samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Til um­ræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú

Aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, sem standa að byggingu Fossvogsbrúar, segist skilja áhyggjur um öryggi vegfarenda um brúna vegna vindhviða. Mögulega verða settir upp lokunarpóstar vegna slæmra veðurskilyrða en slíkt ástand sé þó einungis tímabundið.

Innlent
Fréttamynd

Betri mönnun er lykillinn

Miklar áskoranir varðandi mönnun hafa mætt leikskólum um land allt undanfarin ár og áratugi.Ljóst er að vanhugsaðar ákvarðanir Alþingis um lengingu kennaranáms árið 2008 höfðu þau óæskilegu en að mörgu leyti fyrirsjáanlegu áhrif að aðsókn ungs fólks í kennaranám hrundi og verulegur skortur á leikskólakennurum fylgdi í kjölfarið sem enn hefur ekki tekist að vinna til baka þrátt fyrir batamerki hin síðari ár.

Skoðun
Fréttamynd

Miklar breytingar á gjald­skrá leik­skóla borgarinnar

Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík sem nýta ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá heilan mánuð ókeypis. Þá verður einnig veittur afsláttur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Miðað er við að breytingarnar taki gildi um áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­hönnunar­stefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykja­vík

Það eru stór tímamót að kynna fyrstuBorgarhönnunarstefnu Reykjavíkur.Stefnan er sett fram til að huga betur að gæðum í uppbyggingu og þróun borgarinnar. Innleiða stóra sýn aðalskipulagsins um grænt og manneskjuvæntumhverfi í hinu smáa sem skiptir svo ótrúlega miklu máli.

Skoðun
Fréttamynd

Styttist í lok rann­sóknar

Það styttist í að lögregla ljúki rannsókn á máli þar sem kona er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition. Konan gengur laus en er í farbanni til 27. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg

Íbúar við Grettisgötu í Reykjavík hafa hrundið af stað undirskriftarsöfnun þar sem þeir krefjast þess að framkvæmdir í götunni verði stöðvaðar og verkið endurskipulagt. Verkið hófst í apríl og átti að vera lokið í júní en nú er útlit fyrir að það standi út október. Íbúi segir borgina hafi látið vera að svara athugasemdum.

Innlent
Fréttamynd

Ómar Örn og Nanna selja á eftir­sóttum stað í mið­bænum

Hjónin Ómar Örn Hauksson, grafískur hönnuður og fyrrum meðlimur Quarashi, og Nanna Þórdís Árnadóttir, hönnuður, hafa sett fallega íbúð í hjarta Reykjavíkur á sölu. Eignin er 108 fermetrar að stærð og innréttuð á afar heillandi hátt. Ásett verð er 87,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Múla­kaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn

Faxaflóahafnir hafa gert samning við eigendur Múlakaffis um að nýta samkomu- og veislusali í nýrri farþegamiðstöð sem rís nú á Skarfabakka við Viðeyjarsund á veturna. Það er þegar skemmtiferðaskip eru ekki að koma til landsins í eins miklum mæli og á sumrin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tálbeitan á­kærð fyrir rangt brot

Unga konan sem ákærð var fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni í Gufunessmálinu var sýknuð þar sem ekki þótti sannað að ásetningur hennar hefði staðið til þess að fórnarlambið yrði beitt ofbeldi. Í dóminum er tekið fram að háttsemi sem hún gekkst við hefði mátt heimfæra sem hlutdeild í fjárkúgun, sem varðar allt að sex ára fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Friðarsúlan tendruð í ní­tjánda sinn 9. októ­ber

Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey í nítjánda sinn, fimmtudaginn 9. október klukkan 20. Í eyjunni verður friðsæl athöfn með tónlistarflutningi Unu Torfadóttur og ávarpi borgarstjóra auk þess sem boðið verður upp á skipulagðar gönguferðir.

Lífið
Fréttamynd

Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið

Fjölmiðlamaðurinn Sindri Sindrason og eiginmaður hans, Albert Haagensen umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Kaldalóni, hafa sett einbýlishús sitt við Bauganes í Skerjafirðinum á sölu. Ásett verð er 268 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Létu sér and­lát Hjör­leifs í léttu rúmi liggja

Hafið er yfir skynsamlegan vafa að Stefáni Blackburn, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Matthíasi Birni Erlingssyni gat ekki dulist að afleiðingar af ofbeldi þeirra gegn Hjörleifi Hauki Guðmundssyni gætu orðið þær að hann myndi deyja en að þeir hafi látið sér það í léttu rúmi liggja.

Innlent
Fréttamynd

Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir við­brögðunum

Reykjavíkurborg vissi að yrði beygjuvasi við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls fjarlægður yrðu tafir á umferð úr Árbænum. Samgöngustýra Reykjavíkurborgar segir þær gríðarlegu tafir sem ökumenn hafa upplifað síðustu vikur eiga vera mun skárri nú. Hún vonast til þess að tíminn leiði í ljós að framkvæmdirnar séu ekki svo slæmar. 

Innlent