Innlent

Loka lauginni vegna veðurs

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mikið rok er á Kjalarnesi í dag.
Mikið rok er á Kjalarnesi í dag.

Klébergslaug á Kjalarnesi hefur verið lokað vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þar segir að laugin verði lokuð fram eftir degi. Aðstæður á laugasvæðinu séu ekki öruggar. Tekið er fram að líkamsræktin sé þó opin.

Í svari til gesta segir borgin að lagfæra þurfi hurð sem fjúki upp við notkun. Þá er einnig vísað til annars búnaðar á laugasvæðinu. Verið sé að tryggja að svæðið sé öruggt til notkunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×