Markviss kynning á íslenskri tónlist á erlendis. 12. desember 2006 05:00 Samtónn, samstarfvettvangur tónlistarrétthafa, lét í októbermánuði síðastliðnum vinna þarfagreiningu meðal íslenskra tónlistarmanna, fulltrúa helstu fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Niðurstöður leiddu m.a í ljós að íslensk tónlist eigi mikla möguleika á frekari útrás ef réttur stuðningsvettvangur væri skapaður. Þessi stuðningvettvangur er nú orðinn að veruleika og með stofnun Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Með henni er stefnt að því að vinna bug á þeim annmörkum sem hingað til hafa verið til staðar í útrás íslenskrar tónlistar og byggja upp öfluga skrifstofu með tilstyrk þriggja ráðuneyta og Landsbanka Íslands. Ráðuneyti þessi eru utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið. Samtónn hefur um nokkurt skeið beitt sé fyrir stofnun skrifstofunnar og verið í mjög góðu samstarfi við Útflutningsráð um kynningu tónlistar á Midem í Frakklandi, einni stærstu tónlistarráðstefnu í heimi. Með stofnun skrifstofunnar var stór skref stigið í framfaraátt í útrás íslenskrar tónlistar. Með tilkomu hennar mun unnt að kynna enn frekar á erlendum mörkuðum þá fjölbreytni sem er til staðar í íslensku tónlistarlifi. Fylgt er eftir þeirri athygli sem íslensk tónlist og tónlistarmenn hafa á síðustu árum vakið utan landssteinana. Íslenskum tónskáldum og hljómlistarmönnum er ennfremur gefin aukin tækifæri til að ná athygli fleiri á mun stærri mörkuðum og skapa sér með því lifibrauð af listgrein sinni. Á sama hátt er þetta gert til að hljómplötuframleiðendur geti á öflugari hátt sótt á nýja markaði utan Íslands. Rétt er að þakka utanríkisráðherra Valgerði Sverrisdóttur, menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og iðnaðarráðherra Jóni Sigurðssyni fyrir stuðning þeirra og ráðuneyta þeirra, sem gerði stofnun þessarar skrifstofu að veruleika. Það er til algjörrar fyrirmyndar að ráðuneyti komi sameiginlega sem ein heild að stuðningi verkefnis sem þessa. Markmið Samtóns er með sama hætti að sameina alla rétthafahópa í einni breiðfylkingu til að styrkja grundvöll til að ná betri árangri í sameiginlegum verkefnum sem í þessu tilviki er útrás íslenskrar tónlistar. Jafnframt er stuðningur einkageirans með framlagi Landsbanka Íslands þakkarverður og til fyrirmyndar. Vonandi er brautin rudd fyrir önnur fyrirtæki að styðja við bakið á íslensku tónlistarlífi, en Landsbanki Íslands hefur margoft sýnt velvilja sinn í garð ýmissa verkefna á sviði tónlistar í landinu. Það er mín skoðun að bæði tónlistarfólk og almenningur í landinu meti fjárframlög sem þessi og allir ofangreindir stuðningsaðilar muni njóti ávaxtana af þessum framlögum á einn eða annan hátt í framtíðinni. Með stofnun skrifstofunnar var stór skref stigið í framfaraátt í útrás íslenskrar tónlistar. Með tilkomu hennar mun unnt að kynna enn frekar á erlendum mörkuðum þá fjölbreytni sem er til staðar í íslensku tónlistarlifi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samtónn, samstarfvettvangur tónlistarrétthafa, lét í októbermánuði síðastliðnum vinna þarfagreiningu meðal íslenskra tónlistarmanna, fulltrúa helstu fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Niðurstöður leiddu m.a í ljós að íslensk tónlist eigi mikla möguleika á frekari útrás ef réttur stuðningsvettvangur væri skapaður. Þessi stuðningvettvangur er nú orðinn að veruleika og með stofnun Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Með henni er stefnt að því að vinna bug á þeim annmörkum sem hingað til hafa verið til staðar í útrás íslenskrar tónlistar og byggja upp öfluga skrifstofu með tilstyrk þriggja ráðuneyta og Landsbanka Íslands. Ráðuneyti þessi eru utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið. Samtónn hefur um nokkurt skeið beitt sé fyrir stofnun skrifstofunnar og verið í mjög góðu samstarfi við Útflutningsráð um kynningu tónlistar á Midem í Frakklandi, einni stærstu tónlistarráðstefnu í heimi. Með stofnun skrifstofunnar var stór skref stigið í framfaraátt í útrás íslenskrar tónlistar. Með tilkomu hennar mun unnt að kynna enn frekar á erlendum mörkuðum þá fjölbreytni sem er til staðar í íslensku tónlistarlifi. Fylgt er eftir þeirri athygli sem íslensk tónlist og tónlistarmenn hafa á síðustu árum vakið utan landssteinana. Íslenskum tónskáldum og hljómlistarmönnum er ennfremur gefin aukin tækifæri til að ná athygli fleiri á mun stærri mörkuðum og skapa sér með því lifibrauð af listgrein sinni. Á sama hátt er þetta gert til að hljómplötuframleiðendur geti á öflugari hátt sótt á nýja markaði utan Íslands. Rétt er að þakka utanríkisráðherra Valgerði Sverrisdóttur, menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og iðnaðarráðherra Jóni Sigurðssyni fyrir stuðning þeirra og ráðuneyta þeirra, sem gerði stofnun þessarar skrifstofu að veruleika. Það er til algjörrar fyrirmyndar að ráðuneyti komi sameiginlega sem ein heild að stuðningi verkefnis sem þessa. Markmið Samtóns er með sama hætti að sameina alla rétthafahópa í einni breiðfylkingu til að styrkja grundvöll til að ná betri árangri í sameiginlegum verkefnum sem í þessu tilviki er útrás íslenskrar tónlistar. Jafnframt er stuðningur einkageirans með framlagi Landsbanka Íslands þakkarverður og til fyrirmyndar. Vonandi er brautin rudd fyrir önnur fyrirtæki að styðja við bakið á íslensku tónlistarlífi, en Landsbanki Íslands hefur margoft sýnt velvilja sinn í garð ýmissa verkefna á sviði tónlistar í landinu. Það er mín skoðun að bæði tónlistarfólk og almenningur í landinu meti fjárframlög sem þessi og allir ofangreindir stuðningsaðilar muni njóti ávaxtana af þessum framlögum á einn eða annan hátt í framtíðinni. Með stofnun skrifstofunnar var stór skref stigið í framfaraátt í útrás íslenskrar tónlistar. Með tilkomu hennar mun unnt að kynna enn frekar á erlendum mörkuðum þá fjölbreytni sem er til staðar í íslensku tónlistarlifi.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun